Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 36
BÍLAR Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 Dacia hefur látið frá sér fyrstu opinberu myndirnar af þriðju kyn- slóð Dacia Sandero, en hann verður frumsýndur formlega seinna í mánuðinum. Um tæknilegri bíl er að ræða þó hann haldi enn í einfaldleika sinn. Þótt ekki hafi verið gefnar miklar upplýsingar um tæknileg atriði, er greinilegt á myndunum að bíllinn er lengri en fyrri kynslóð, sem gefur til kynna nýjan undirvagn. Síðan bíllinn kom á markað árið 2002 hefur hann verið byggður á sama undirvagni og þriðja kyn- slóð Renault Clio. Búast má við að nýr Sandero verði því á CMF-B undirvagninum eins og nýr Clio og Nissan Juke. Er það nauðsyn- legt til að bíllinn standist auknar kröfur um minni mengun og meira öryggi. Einnig er von á bílnum í Stepway útfærslu, sem er með hærri fjöðrun og þakbogum. Ólíklegt er að við sjáum bílinn með tvinnbúnaði eins og í nýjustu Nissan og Renault bílunum, en líklegast eins lítra bensínvél sem skilar 71 hestafli. Aflmeiri útgáfa yrði með 1,3 lítra vél, sem með forþjöppu skilar 128 hestöflum. Aftast á myndinni með fréttinni má sjá næstu kynslóð Dacia Logan, en hann verður einn- ig byggður á sama undirvagni og Sandero. Dacia Sandero frumsýndur í myndum Hver man ekki eftir gamla góða Wagoneer jeppanum? Talsvert var til af þeim bílum hérlendis, enda landinn alltaf verið ginn- keyptur fyrir stórum, fjórhjóla- drifnum bílum. Ný útgáfa eftir næstum 30 ára bið er því tíðindi fyrir jeppafólk. Jeep hefur frumsýnt tilraunaút- gáfu af Grand Wagoneer lúxus- jeppanum, en hann er væntan- legur á markað árið 2022. Þótt hér sé sagt að hann sé aðeins tilraunabíll, er líklegt að hann verði nokkuð nálægt þessum bíl í endanlegu útliti. Það sýnir bíl- inn með nýju útliti fyrir bíla Jeep, sem er þynnra og breiðara grill, skipt í sjö hluta eins og áður. Aðal- ljósin eru líka þynnri en við höfum séð áður. Það er díóðurönd sem nær yfir allan framenda bílsins og virkar eins og dagljósabúnaður. Merki bílsins er á framhurðum hans og til þess að það fari nú ekki fram hjá neinum að um amerískt ökutæki sé að ræða, er bandaríski fáninn í merkinu. Að innan er talan sjö líka alls- ráðandi. Bíllinn er sjö sæta og það eru sjö upplýsingaskjáir, hvorki meira né minna. Sá stærsti er 12,3 tommur og framsætisfarþeginn er með sinn eigin 10,3 tommu skjá. Það sama á við um aftursætisfar- þegana sem fá 10,3 tommu skjá í miðjustokkinn á milli fram- sætanna. Þessi tilraunaútgáfa er Wagoneer frumsýndur í tilraunaútgáfu Það styttist í að frumgerð nýs Volkswagen ID.6 verði tilbúin í framleiðslu, en nýlega náðust njósnamyndir af þessum sjö sæta raf bíl við prófanir í Ölpunum. Bíll- inn kemur fyrst á markað í Kína á næsta ári, en ekkert hefur verið gefið upp um hvort hann verði boðinn í Evrópu. Það að hann hafi verið við próf- anir í Ölpunum rennir þó stoðum undir það og víst er þörf á sjö sæta raf bílum á markað í álfunni. Bíll- inn sást fyrst sem tilraunabíllinn ID. Roomzz í fyrra og líkist honum, þótt hann hafi losað sig við hliðar- myndavélar í stað spegla. Bíllinn verður byggður á MEB undirvagn- inum og með tvo rafmótora sem samtals skila 302 hestöflum. Njósnamyndir af nýjum ID.6 Útlitið er langt frá gamla Wagoneer jeppanum þótt sjá megi skírskotun eins og sjöskipt grillið. Að innan er tæknin allsráðandi með sjö skjái fyrir ökumann og farþega. Suzuki Jimny hefur selst vel sem fjöl- skyldubíll enda ódýrasti jeppi sem fáanlegur er. Nýr Grand Wago- neer verður byggð- ur á sama undirvagni og Ram 1500 pallbíllinn og þar af leiðandi með svipaðan vélbúnað. Búast má við að nýr Sandero verði á CMF-B undirvagninum eins og nýr Clio. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is sýnd sem tengiltvinnbíll en von er á rafdrifinni útgáfu í framhaldinu. Jeep hefur ekki gefið upp hvaða vél er ofan í Wagoneer en þar sem hann er byggður á sama undir- vagni og Ram 1500 pallbíllinn, er ekki ólíklegt að það sé 450 hestafla V8 vél sem er 5,7 lítrar að rúmmáli. Einnig er mögulegt að ný línusexa frá FCA verði kynnt í nýjum Wago- neer þegar hann kemur á markað. Útlitið minnir á aðra ID bíla þótt að VW merkið vanti á prófunarbílinn. Suzuki Jimny jeppinn var tekinn af Evrópumarkaði fyrir skömmu vegna hertra mengunarreglna, en gæti nú verið á leiðinni aftur á markað. Að vísu verður hann þá aðeins boðinn í tveggja sæta útgáfu. Er það gert svo að hann falli í f lokk atvinnubíla, en þeir þurfa ekki að undirgangast eins strangar mengunarreglur. Eru við- miðunarmörkin þar 147 g/km af CO2 í stað 95 g/km fyrir fólksbíla. Bíllinn er eins og áður að öðru leyti, nema að farangursrýmið stækkar um 33 lítra og sett er þil til að vernda farþegana. Að sögn Sonju G. Ólafsdóttur, markaðs- stjóra Suzuki, verður þessi útgáfa Jimny boðin hérlendis. Jimny heldur áfram sem tveggja sæta Hinn vinsæli Jimny verður nú að- eins fáanlegur sem tveggja sæta. Ný kynslóð Dacia Sandero verður byggð á sama undirvagni og nýr Renault Clio, sem og Dacia Logan, sem sjá má bregða fyrir í bakgrunninum. 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.