Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 38
SKRIF HAFA ALLTAF
VERIÐ MÍN LEIÐ TIL
AÐ SKILJA SJÁLFA MIG OG
TILVERUNA BETUR.
Guðrún Brjánsdóttir bar sigur úr býtum í h a n d r i t a s a m -keppni Forlagsins, Nýjar raddir, sem er ætluð þeim sem
eru að stíga sín fyrstu spor sem
rithöfundar. Verk Guðrúnar heitir
Sjálfstýring og kom út í lok síðasta
mánaðar.
„Viðurkenningin er mér innblást-
ur til að halda áfram að skrifa og
finna að ég sé á réttri braut. Ég held
að það sé mjög mikilvægt fyrir unga
höfunda að prófa sig áfram, æfa sig
og vera óhræddir við að senda inn
efni. Stundum fær maður nei og
stundum já, en þegar það kemur já
er það ómetanleg hvatning og við-
urkenning á vinnunni sem maður
hefur lagt í skrifin,“ segir Guðrún.
Doði og tengslaleysi
Spurð um efni sögunnar segir hún:
„Sagan fjallar um eftirköst áfalls,
en aðalpersónan er ung kona sem
reynir að fóta sig eftir að hafa orðið
fyrir kynferðisof beldi. Hún fer í
áheyrnarprufur í tónlistarháskóla
erlendis og jarðarför hjá ömmu
sinni, en upplifir allan tímann doða
og tengslaleysi við sjálfa sig og aðra.
Bókin er stutt, 76 blaðsíður, og því
mætti ef til vill kalla hana nóvellu,
eða stutta skáldsögu.“
Var sískrifandi sem barn
Guðrún hefur áður gefið út ljóða-
bók og þýðingu á ljóðabók hjá
útgáfustofunni Gini ljónsins. „Ég
var sískrifandi sem barn og eitt
helsta áhugamál mitt var að senda
sögur í barnablað Morgunblaðsins
og fá þær birtar. Þegar ég var átján
ára fór ég á ritsmiðjunámskeið
fyrir ungmenni af Norðurlöndum
á Bisköps Arnö í Svíþjóð og þá
kviknaði áhuginn á skrifum fyrst
af alvöru. Eftir menntaskóla fór
ég síðan í BA-nám í íslensku við
Háskóla Íslands og lauk því námi
með ritlist sem aukagrein,“ segir
hún. „Skrif hafa alltaf verið mín leið
til að skilja sjálfa mig og tilveruna
betur. Til dæmis hef ég lengi velt
fyrir mér þessu fyrirbæri, af leið-
ingum kynferðisof beldis, bæði eftir
metoo-bylgjuna og eftir að hafa
glímt við slík eftirköst sjálf.“
Mjög mikilvægt að prófa sig áfram
Guðrún segir viðurkenninguna veita sér innblástur.
LEIKHÚS
Tréð
Lalalab og Listahátíð í Reykjavík
Tjarnarbíó
Leikstjóri, höfundur og hugmynd:
Sara Marti Guðmundsdóttir
Leikstjóri og höfundur: Agnes
Wild
Tónskáld: Sóley Stefánsdóttir
Hljóðmynd: Stefán Örn Gunn-
laugsson
Teiknari: Elín Elísabet Einarsdóttir
Leikarar: Kjartan Darri Kristjáns-
son og Elísabet Skagfjörð
Leikmyndahönnuður: Eva Björg
Harðardóttir
Ljós og myndband: Ingi Bekk og
Kjartan Darri Kristjánsson
Leikraddir: Óðinn Benjamin
Munthe, Nadía Líf Guðlaugsdóttir,
Dominique Gyða Sigrúnardóttir
o.fl.
Eftir langa bið virðist leikárið og
leikhúsfólkið loksins vera að brjót-
ast fram í sviðsljósið. Við hæfi er
að byrja leikárið í Tjarnarbíói, en
listræna teymið við Tjörnina hefur
svo sannarlega boðið upp á lausna-
miðaða leikhúsupplifun í allri
óvissunni. En óvissan er einmitt
eitt af aðalumfjöllunarefnunum í
Trénu. Ungi drengurinn Alex missir
fjölskyldu sína í náttúruhamförum
og leggur af stað í langan leiðangur
til að finna frjóa jörð fyrir sítrónu-
tré fjölskyldunnar. Sýningin rennur
undan rifjum Lalalab og er sýnd í
samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.
Sara Marti og Agnes Wild leiða
saman krafta sína í Trénu, sem
leikstjórar og höfundar, en á undan-
förnum árum hafa þær verið áber-
andi í sjálfstæðu sviðslistasenunni.
Hugmyndin er áhugaverð og mikið
kapp er lagt á að finna nýjar leiðir
til að fanga athygli yngstu leikhús-
áhorfendanna. Gullfallegar teikn-
ingar Elínar Elísabetar spila þar
stórt hlutverk enda hugmyndaríkar
og fullar af lífi. Eva Björg Harðar-
dóttir rammar sýninguna fallega
inn, þar sem áherslan er lögð á
natni, og nostrað er við smáatriðin.
Tvenns konar veruleiki
Vísirinn að sögu Alex er sterkur og
barátta hans fyrir því að fá að festa
rætur á að toga í hjartastrengina, en
söguþráðurinn heldur ekki nægi-
lega vel. Sögusvið sýningarinnar
er óljóst, framvindan er tilviljana-
kennd og þau blæbrigði sem finnast
í hönnuninni skortir nánast algjör-
lega í handritinu. Undantekningin
er yfirfærsla hugarheims fullorð-
inna yfir í hinar ýmsu plöntur, slík-
ar myndlíkingar eru töfrandi þegar
þær brjótast fram, en það gerist of
sjaldan í sýningunni.
Kjartan Darri Kristjánsson og
Elísabet Skagfjörð eru bæði fram-
bærilegir leikarar og leysa sín verk-
efni á skjánum lipurlega, en leiknu
atriðin eru ekki þrædd nægilega
vel inn í heildina. Í stað þess að
dýpka heiminn sem er skapaður
á tjaldinu, er áhorfendum stöðugt
kippt út úr honum og nánast í aðra
sýningu. Slíkt verður að skrifast
á leikstjórana sem hefðu þurft að
tengja þennan tvenns konar veru-
leika betur saman.
Handrit til trafala
Lifandi tónlist leiðir áhorfendurna
áfram í ljúfum f lutningi Sóleyjar
Stefánsdóttur. Metnaður einkennir
leikraddir sýningarinnar, en fjöl-
margir leikarar koma að sýning-
unni. Þar má helst nefna Óðin Benj-
amin Munthe sem talar fyrir Alex
af innlifun. Upptökuvinna Stefáns
Arnar Gunnlaugssonar skilar sér í
fjölskrúðugan heim á tjaldinu, en
spyrja má hvort of miklu púðri hafi
verið eytt í þennan f lókna radd-
heim á kostnað sögunnar?
Umburðarlyndi, samúð og skiln-
ing gagnvart fólki af ólíkum upp-
runa má innleiða snemma. Ekki
veitir af í heiminum í dag. Sagan af
Alex inniheldur mikilvægan boð-
skap um áföll og hugrekki, en óreiða
einkennir efnistök Söru Marti og
Agnesar, bæði í hlutverkum höf-
unda og leikstjóra. Þó að öll listræn
umgjörð á borð við leikmynd og
teikningar sé með ágætum, er hand-
ritið til trafala.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Fræ góðrar hugmyndar
sem nær ekki að dafna.
Óvissuleiðangur
„Sagan af Alex inniheldur mikilvægan boðskap um áföll og hugrekki.“
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Guðrún Brjáns-
dóttir er sigurveg-
ari í handritasam-
keppni Forlagsins.
Skáldsaga hennar,
Sjálfstýring, fjallar
um eftirköst áfalls
og er nýkomin út.
Sýningin Heimsókn til Vigdísar verður opnuð laugardaginn 12. september, í Borgarbóka-
safninu Gerðubergi. Þar er gestum
á öllum aldri boðið að ganga inn í
söguheim bókarinnar Vigdís. Bókin
um fyrsta konuforsetann. Rán
Flyg enring, rit- og myndhöfundur,
hannar sýninguna í samstarfi við
Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra.
Á opnunardegi sýningarinnar
leiðir Rán Flygenring smiðju undir
yfirskriftinni Forsíðumyndin af þér,
þar sem krakkar velta fyrir sér hver
þau muni verða í framtíðinni og
hvernig forsíðan á bókinni um þau
sjálf komi til með að líta út. Skrán-
ing í smiðjuna fer fram á heimasíðu
Borgarbókasafnsins.
Á sýningartímanum verður boðið
upp á fjölbreytta dagskrá, svo sem
plöntuleiðangur í nágrenni Gerðu-
bergs, brúðuleikhús og teikni-
smiðju. Einnig verður leiðsögn í
boði fyrir skólahópa. Gestir þurfa
að skrá sig á alla viðburði sem boðið
verður upp á í tengslum við sýning-
una. Á opnunardegi sýningarinnar,
laugardaginn 12. september, verður
rýmri opnunartími en venjulega í
Gerðubergi, eða frá kl. 10-18.
Borgarbókasafnið
býður í heimsókn
Rán Flygenring hefur skapað
söguheim Vigdísar forseta.
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING