Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 10
Ég hef engar sér- stakar áhyggjur af því að fá aftur lífeyrissjóð- ina inn sem þátttakendur á gjaldeyrismarkaðinum. Afmælisverð: Uppþvottavél, iQ300 Fullt verð: 129.900 kr. SN 436W01NS 99.900 kr. 14 manna. Sex kerfi, þar á meðal hraðkerfi á 65° C (klukkustund). Þrjú sérkerfi, meðal annars tímastytting og kraftþvottur á neðri grind. Hljóð: 44 dB. Hnífaparaskúffa. „aquaStop“-flæðivörn. Orkuflokkur Þvottavél, iQ300 Fullt verð: 119.900 kr. Afmælisverð: WM 14N1B8DN 94.900 kr. Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor. Sérkerfi: Kraftþvottur 60 mín., dökkur þvottur, mjög stutt kerfi (15 mín.), ull o.fl. Tekur mest 8 Orkuflokkur 10 ára ábyrgð á iQdrive mótornum. Afmælistilboð Afmælistilboð gilda út september 2020 eða á meðan birgðir endast. Seðlabankastjóri segist ekki endilega eiga von á miklum áhrifum á gengi krónunnar við það að lífeyrissjóðirnir verði frá og með næstu viku ekki lengur bundnir samkomulagi um að standa ekki að gjaldeyriskaupum vegna fjárfestinga erlendis. „Gengi krónunnar er orðið mjög lágt, mun lægra en fær staðist við eðlilegt framleiðslustig í efnahags- lífinu,“ segir Ásgeir Jónsson í við- tali við Fréttablaðið. Hann telur að ferðaþjónustan muni koma mjög fljótt til baka um leið og það fer að draga úr sóttvarnaráðstöfununum, rétt eins og þegar hafi verið að ger- ast í júlí og ágúst. „Þetta er því tímabundið ástand,“ útskýrir seðlabankastjóri, „og í sjálfu sér óskynsamlegt fyrir lang- tímafjárfesta líkt og lífeyrissjóði að rjúka í mikil gjaldeyriskaup þegar gengið er í tímabundinni lægð.“ Greint var frá því í Markaðinum í gær að samkomulag Seðlabank- ans við lífeyrissjóðina, um að þeir myndu gera hlé á gjaldeyriskaupum sínum, yrði ekki framlengt þegar það rennur út 17. september næst- komandi. Enginn vilji sé til þess á meðal forsvarsmanna lífeyris- sjóðanna að þeir haldi áfram að sér höndum í erlendum fjárfestingum. Í tilkynningu sem barst frá Seðla- bankanum eftir lokun markaða í gær, kom fram að bankinn myndi frá og með næstu viku vera reiðu- búinn að selja allt að 240 milljónir evra, jafnvirði 40 milljarða króna, í reglulegum viðskiptum við við- skiptavaka stóru bankanna á gjald- eyrismarkaði til ársloka 2020. Mun Seðlabankinn selja þeim 3 milljónir evra hvern viðskiptadag. Mark- miðið sé að auka dýpt markaðarins, sem hefur að undanförnu einkennst af lítilli veltu, og bæta verðmyndun. Aukið og stöðugt framboð gjaldeyr- is ætti því að leiða til meiri stöðug- leika. Reglubundin gjaldeyrissala Seðlabankans mun ekki hafa áhrif á yf irlýsta gjaldeyrisinngripa- stefnu hans, að draga úr óhóflegum skammtímasveiflum. Gengi krónunnar lækkaði um 0,36 prósent gagnvart evru í gær og stóð í um 166 krónum við lokun markaða. Til að sporna gegn enn meiri gengisveikingu, greip Seðla- bankinn inn í fimm sinnum, með sölu gjaldeyris upp á samtals 15 milljónir evra, samkvæmt heimild- um Markaðarins. Hrein gjaldeyris- sala bankans frá upphafi faraldurs- ins nemur yfir 200 milljónum evra, en það eru innan við fjögur prósent af heildarstærð gjaldeyrisforðans. Raungengið alls ekki í samræmi við undirliggjandi hagstærðir Spurður um samkomulagið við líf- eyrissjóðina segir Ásgeir að það hafi ekki staðið til af hálfu Seðlabankans að fara fram á að það yrði framlengt Mikil gjaldeyriskaup óskynsamleg Seðlabankastjóri segir gengi krónunnar mun lægra en fáist staðist við eðlilegt framleiðslustig. Ekki skynsamlegt fyrir langtímafjár- festa að standa í miklum gjaldeyriskaupum. Reiðubúinn að selja 240 milljónir evra til viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði til ársloka.   Ásgeir segir lífeyrissjóðina hljóta að taka tillit til þess samfélags sem þeir starfa fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Mikil gengisveiking sjóðunum ekki í hag Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, bendir á að lífeyrissjóðirnir séu eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir sjóðir muni hugsanlega bæta við erlenda eignasafnið en aðrir séu vel settir. „Veiking krónunnar hefur auk þess hækkað hlutfall erlendra eigna og þannig minnkað tíma- bundið þrýsting á að auka við þann hluta eignasafnsins,“ bætir Jón Bjarki við. „Það er ekki í hag lífeyrissjóða að umhverfið sem þeir starfa í verði fyrir miklu hnjaski vegna gengisveikingar. Það myndi fljótt koma niður á öðrum eignum og ég hef fulla trú á því að stjórnendur sjóðanna taki tillit til þess.“ Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi einnig haft sveiflujafnandi áhrif á gjaldeyrismarkaðinn þar sem sjóðirnir hagi seglum eftir vindi. „Ef það kemur skammtíma- styrking á krónunni þá bæta þeir við erlenda eignasafnið og síðan draga þeir sig til hlés þegar krónan er í tímabundnum veikingarfasa. Þannig hafa þeir dempað sveiflur,“ segir Jón Bjarki. Aðspurður segir hann mögu- legt að endalok samkomu- lagsins verði til þess að krónan veikist, sérstaklega eftir þetta langt fjárfestingahlé. „En mig grunar að slíkar hreyfingar dempist af sjálfu sér. Sjóðirnir stíga á bremsuna og í kjölfarið finnst jafnvægi þar sem kaup þeirra á erlendum eignum eru í einhvers konar sjálfbæru sam- hengi við gjaldeyrismarkaðinn.“ Þá þarf að gera greinarmun á útflæði á vegum lífeyris- sjóða annars vegar og annarra fjárfesta. „Í fyllingu tímans endar útflæði lífeyrissjóða sem neysla í krónum, þegar lífeyrir er greiddur út til sjóðfélaga. Tímabundið útflæði vegna fjár- festinga þeirra er af allt öðrum toga en fjármagnsflótti,“ segir Jón Bjarki og bendir á að erlend staða þjóðarbúsins sé jákvæð og viðskiptajöfnuður sé í ágætis standi. „Frekari veiking krónunnar er væntanlega skammtíma- breyting vegna þess að undir- stöðurnar eru traustar.“ á ný. „Á sínum tíma, við upphaf veirufaraldursins í mars, hitti ég sjóðina og kom þeim áhyggjum á framfæri að það væri óheppilegt að halda sama takti í gjaldeyriskaup- um, í ljósi þess að ferðaþjónustan væri ekki lengur að skila miklum afgangi af þjónustuviðskiptum við útlönd. Ég vísaði þar til samfélags- legrar ábyrgðar. Sjóðirnir brugðist mjög vel við og gerðu með sér heið- ursmannasamkomulag í þrjá mán- uði um að halda að sér höndum Það samkomulag var síðan framlengt um aðra þrjá mánuði í júní. Ég taldi ekki þörf á framlengingu.“ Seðlabankastjóri segist hins vegar líta svo á að sjóðirnir séu áfram minnugir þessarar ábyrgðar sinnar. „Þeir njóta ákveðinnar sér- stöðu sem fjárfestar, þar sem öll þjóðin er í skylduáskrift hjá þeim – og þarf að greiða fast hlutfall af launum sínum til þeirra í hverjum mánuði. Þeir hljóta því að taka til- lit til þess samfélags sem þeir starfa fyrir, sem þeir hafa sannarlega gert hingað til. Ég kann þeim hinar bestu þakkir fyrir það.“ Spurður um aðgerðir til að bregð- ast við gjaldeyrisútf læði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóð- anna, telur Ásgeir ekki þörf á því sérstaklega. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að fá þá aftur inn sem þátttakendur á gjaldeyrismark- aðinum. Gengisveikingin hefur auðvitað haft þau áhrif að vægi erlendra eigna hefur aukist sem hlutfall af heildareignum sjóðanna. Það kann því að vera minni ástæða fyrir lífeyrissjóðina en ella, að auka mjög við erlendar fjárfestingar á þessum tímapunkti. Þeir gætu farið að velta fyrir sér gengisvörnum, ef gengi krónunnar mun, innan ekki langs tíma, styrkjast á nýjan leik.“ Til lengri tíma litið segir seðla- bankastjóri ljóst að raungengi krón- unnar sé nú um stundir „alls ekki í samræmi við undirliggjandi hag- stærðir. Það sést vel af því að við- skiptajöfnuður er jákvæður, þrátt fyrir að sóttvarnaráðstafanir hafi nær stöðvað komu erlendra ferða- mann. Staða þjóðarbúsins, bæði heimila og fyrirtækja, er almennt sterk og ríkisf jármálin standa styrkum fótum til að mæta þessu efnahagsáfalli. Við munum aftur sjá blússandi viðskiptaafgang um leið og slakað verður á sóttvarnaráð- stöfunum,“ útskýrir Ásgeir. Þá bendir hann á að aðrir þættir séu krónunni einnig í hag. „Það færist mjög í vöxt að stór, íslensk fyrirtæki sæki sér beina erlenda fjármögnum og skuldabréfaeign erlendra fjárfesta er fremur tak- mörkuð. Mér finnst einsýnt að erlendir f járfestar muni einnig koma inn á skuldabréfamarkaðinn í kjölfar aukinnar útgáfu ríkissjóðs. Þegar til lengri tíma er litið liggur fjárflæðið fremur inn í landið en út úr því – að undanskildum fjárfest- ingahreyfingum lífeyrissjóðanna.“ MARKAÐURINN 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.