Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 14
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Vonarneista
má sjá í því
að lögmenn,
sem hafa
sanna mann-
úð að leiðar-
ljósi, hafa
tekið sér
stöðu með
barnafjöl-
skyldum á
flótta.
Skertur
opnunartími
mun ekki
síður koma
niður á
foreldrum
með tak-
markaðan
sveigjanleika
í starfi.
Enn einu sinni skal vísa úr landi barnafjöl-skyldu sem hingað kom eftir að hafa verið á f lótta frá heimalandinu. Enn einu sinni horfum við upp á grátandi börn og kvíða-fulla foreldra sem vita að svipta á þau því öryggi sem þau gætu búið við hér á landi
til frambúðar.
Menn ættu að finna sanna gleði í því að veita
fólki á f lótta skjól. Ekki síst börnum. Það ætti að
vera innbyggt í hverja einustu manneskju að það sé
siðferðileg skylda að gera sitt til að stuðla að öryggi
og hamingju barna. Börn eru nefnilega einhverjar
merkilegustu dásemdir þessa heims.
Vill einhver raunverulega bera ábyrgð á því að
svipta börn öryggi, gleði og von? Svarið við því á ekki
að geta verið já. En já-ið er þarna einhvers staðar, eða
hvaða önnur skýring er á því að skapað hefur verið
hér á landi kerfi, sem úthýsir börnum á flótta?
Hin egypska sex manna Khedr-fjölskylda hefur
dvalið hér á landi í rúm tvö ár. Nú stendur til að
flytja fjölskylduna úr landi. Elstu börnin tala
íslensku og lýstu í sjónvarpsviðtali á Stöð 2 löngun
sinni til að vera hér áfram og hræðslu við brottvísun.
Foreldrarnir eru sömuleiðis fullir ótta og kvíða og
glíma auk þess við veikindi.
Saga þessarar fjölskyldu er ekkert einsdæmi. Fréttir
eins og þessar birtast með reglulegu millibili. Það eru
fjölmiðlar sem minna á þær og birta myndir og viðtöl
við fjölskyldumeðlimi. Vegna frétta fjölmiðla sjáum
við fólk sem þráir ekkert meira en að lifa við öryggi
og geta séð fyrir sér. Ekkert ætti að vera sjálfsagðara
en að veita því tækifæri í nýju landi. En hvað eftir
annað kemur nei-ið frá íslenskum stjórnvöldum. Sem
betur fer hefur gerst að þau hafi látið undan þrýstingi
frá almenningi. Miklu betra hefði samt verið ef þau
hefðu sjálfviljug sent þau skilaboð að sjálfsagt væri að
taka af hlýju á móti þessum fjölskyldum.
Hér á landi hefur verið skapað kalt og ómann-
eskjulegt kerfi sem sendir úr landi börn sem hér hafa
dvalið í nokkurn tíma og aðlagast svo vel að þau
vilja hvergi annars staðar vera. Því miður finnast
hér á landi harðlyndir stjórnmálamenn sem sjá
enga ástæðu til að stokka upp í kerfinu og gera það
mannúðlegt. Vandinn, að þeirra mati, er að barna-
fjölskyldur á f lótta hafa fengið of mikil tækifæri til
að aðlagast hér á landi. Þessir stjórnmálamenn sjá
lausn í því að vísa barnafjölskyldum á flótta sem
allra fyrst úr landi, þannig að þær fái engin tækifæri
til að aðlagast. Vilji þeirra er að tekið sé á móti sem
allra fæstum sem lifað hafa í ótta. Þannig er þeirra
mannúð. Sannarlega er ekki mikið í hana spunnið.
Vonarneista má sjá í því að lögmenn, sem hafa
sanna mannúð að leiðarljósi, hafa tekið sér stöðu
með barnafjölskyldum á flótta. Khedr-fjölskyldan
býr að því. Hún er ekki alein, með lögmanninn
Magnús Norðdahl. Hann segir að það að stjórn-
völd skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu sé
í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega
ómannúðlegt. Það er rík ástæða til að vera sammála
honum.
Mannúð
Í upphafi árs kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma leikskóla. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölda hópa sem töldu breytinguna
geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfs-
öryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir
óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því
þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni
taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna.
Nú liggur fyrir jafnréttismat á skertum opnunartíma
leikskólanna. Matið sýnir glöggt þau neikvæðu áhrif
sem breytingin mun hafa á jafnrétti kynjanna – það
rímar við fjölmargar rannsóknir sem allar ber að sama
brunni – konur eru líklegri en karlar til að minnka
starfshlutfall svo koma megi til móts við þarfir fjöl-
skyldunnar. Barneignir hafa jákvæð áhrif á launaþróun
karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Minni
þátttaka kvenna á vinnumarkaði hefur svo aftur áhrif á
tekjuöflun þeirra, framgang í starfi og lífeyriskjör.
Skertur opnunartími mun ekki síður koma niður á
foreldrum með takmarkaðan sveigjanleika í starfi. Hér
mætti nefna fólk af erlendum uppruna, fólk í vakta-
vinnu og lágtekjuhópa. Jafnframt reynist skertur
opnunartími erfiður þeim sem búa í efri byggðum og
ferðast langan veg til vinnu. Þjónustuskerðingin skapar
aukið álag á foreldra sem margir hverjir horfa nú fram á
kvöld- og helgarvinnu svo uppfylla megi vinnuskyldu.
Allt framangreint staðfestir jafnréttismatið.
Þrátt fyrir niðurstöðuna hefur meirihluti borgar-
stjórnar nú takmarkað opnunartíma leikskólanna um
nokkurt skeið, og mun áfram gera næstu misserin. Þau
segja ástæðuna vera sóttvarnir – jafnvel þó fjölmargar
aðrar leiðir séu færar í sóttvörnum, án þess að opnunar-
tími verði skertur og komi niður á viðkvæmum hópum
á vinnumarkaði. Hér skortir vilja til verksins.
Niðurstöður jafnréttismats eru skýrar. Fjölskyldur
hafa gagn af sveigjanlegum opnunartíma. Hvers kyns
takmarkanir geta unnið gegn framgangi kvenna á
vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi fólks af erlendum
uppruna og komið illa niður á lágtekjuhópum. Þarf
virkilega fleiri ástæður til að hverfa frá þessari illa
ígrunduðu ákvörðun?
Þarf fleiri ástæður?
Hildur
Björnsdóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins
www.lyfsalinn.is
OPIÐ
8.30 - 18.00
virka daga
Verið hjartanlega velkomin
HEFUR OPNAÐ APÓTEK
Í ORKUHÚSINU
URÐARHVARFI 8
Heimcomputer
Í heimi á vonarvöl þarf að
taka öllu örlítið jákvæðu með
stóru brosi. Gamall vinur, sem
skemmti landanum áratugum
saman en hvarf fyrir mörgum
árum, snýr aftur á skjáinn.
Nei, það er ekki Derrick, hann
var því miður nasisti. Það er
að sjálfsögðu Nýjasta tækni og
vísindi sem fer aftur á dagskrá
á mánudögum í Ríkissjón
varpinu. Þeir sem ekki geta
beðið geta spilað lagið Heim
computer með Kraftwerk og
látið sig dreyma um vélmenni
sem kann að færa kubba á milli
staða. Vonandi er næsta skref
RÚV að dusta rykið af Eyewitn
ess þáttunum svo nýjustu
kynslóðirnar geti fengið stefið
á heilann. Dudurururu.
Einkaspæjarinn
Það er svo margt sem fær fólk
til að reka upp stór augu, en
kemur samt ekki á óvart. Það
kann að vera stífmálaður Jesú
með brjóstaskoru utan á stræt
isvagni, heimsbyggð að fárast
yfir því að ungt fólk hittist eða
Píratar að leita að stjórnarskrá
úti í runna. Það toppar þó ekk
ert að útgerðarfyrirtæki vilji
að skattgreiðendur borgi 130
milljónir til einkaspæjara sem
var að eltihrella blaðamenn og
taka þá upp í leyni. Ekki furða
að forstjórinn hafi viljað kíkja
á skjáinn þegar fréttamaður
RÚV var að skrifa frétt fyrir
utan dómssalinn í gær.
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN