Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 18
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is
FYRIRTÆKJAGJAFIR
Veglegt sérblað um jólagjafir til starfsmanna og
viðskiptavina fyrirtækja kemur út 9. október nk.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í mes lesna dagbl ði landsins.
Samkvæmt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna verða það Valsmenn sem halda áfram góðu gengi frá síðasta tíma
bili og hampa Íslandsmeistaratitlinum karla
megin og landa með því fyrsta, stóra titlinum
undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar.
Stærsta spurningarmerkið er markvarslan,
eftir brottför Daníels Freys Andréssonar, en
Ungverjinn Martin Nagy sem er samnings
bundinn Pick Szeged á að leysa stöðu Daníels .
Í spánni er búist við því að Hafnarfjarðar
liðin FH og Haukar veiti Val mesta sam
keppni. FH mætir með nánast óbreytt lið til
leiks á meðan sviptingar hafa átt sér stað á
Ásvöllum. Aron Kristjánsson tók við liðinu
í vor og er búinn að fá Geir Guðmundsson og
Þráin Orra Jónsson heim úr atvinnumennsku,
eftir að hafa þurft að horfa á eftir nokkrum
lykilmönnum í vor.
Mosfellingar mæta til leiks með nýjan
þjálfara, Gunnar Magnússon, í von um að
binda endi á tuttugu ára bið eftir titli. Aftur
elding missti Tuma Stein í Val en sótti vænan
liðsstyrk úr Breiðholtinu í hans stað. Næstu
lið eru öll líkleg til að færast ofar í töflunni
ef hlutirnir smella rétt hjá ÍBV, Selfossi og
Stjörnunni. ÍBV mætir með breytt lið eftir að
hafa horft á eftir reynsluboltum þegar lykil
leikmenn undanfarinna ára ýmist hættu eða
fóru á önnur mið í sumar. Á Selfossi er Hall
dór Sigfússon tekinn við liðinu, sem er enn
Íslandsmeistari. Haukur Þrastarson er farinn
til Kielce og þarf Guðmundur Hólmar Helga
son að byrja vel á Selfossi. Þá mætir Stjarnan
til leiks með gjörbreytt lið undir stjórn Patr
eks Jóhannessonar. Það mun mikið mæða á
Tandra Konráðssyni og Ólafi Bjarka Ragnars
syni, hvernig Stjarnan mætir til leiks .
Það má ekki miklu muna hvort að Fram eða
KA fylgi þessum sjö liðum í úrslitakeppnina,
ef marka má spána. Fram skipti um þjálfara
og fékk tvo færeyska leikmenn til liðsins, á
meðan KA nældi í tvo stóra bita í Ólafi Gúst
afssyni og Árna Braga Eyjólfssyni. Ef Ólafur
helst heill og nær að fara fyrir liði KA, gæti
hann ýtt Akureyringum ofar í töflunni.
Líklegt verður að það verði hörð barátta á
milli Gróttu, Þórs og ÍR hvaða lið fara niður
um deild næsta vor. Grótta og Þór komust upp
um deild síðasta vor, en öll þessi lið eru með
leikmenn sem eru ólmir í að sanna sig í efstu
deild. – kpt
Margar landsliðskonur hafa bæst í deildina fyrir komandi tímabil og verður deildin sterk í ár. Undanfarin ár hafa
Valskonur og Framarar verið í sérflokki en í ár
gætu ÍBV og Stjarnan blandað sér í baráttuna.
Fram, sem er spáð titlinum í árlegri spá
deildarinnar, er með mikið breytt lið. Karen
Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru
í barneignaleyfi og Hafdís Renötudóttir er að
jafna sig eftir höfuðhögg. Spennandi verður
að sjá hver þróunin verður hjá Lenu Margréti
Valdimarsdóttur.
ÍBV hefur fengið til sín sterka leikmenn í
sumar en þar má nefna skytturnar Birnu Berg
Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastar
dóttur. ÍBV hefur svo í sínum röðum Ester
Óskarsdóttur, Ástu Björt Júlíusdóttur og Sunnu
Jónsdóttur í sterkum hóp.
Valur mætir til leiks með breytta sveit á kom
andi vertíð. Íris Björk Símonardóttir hefur lagt
skóna á hilluna og Díana Dögg Magnúsdóttir
og Sandra Erlingsdóttir eru farnar erlendis að
spila. Til þess að fylla þessi skörð hefur Valur
fengið Sögu Sif Gísladóttur, Þóreyju Önnu
Ásgeirsdóttur, Mariam Eradze og hina fjölhæfu
Huldu Dís Þrastardóttur.
Stjarnan mætir til leiks með nýjan þjálfara í
brúnni, en Rakel Dögg Bragadóttir tók við lið
inu síðasta vor. Eva Björk Davíðsdóttir og Hel
ena Rut Örvarsdóttir eru komnar í Stjörnuna
ásamt Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi
og Önnu Karen Hansdóttur frá Danmörku.
Akureyringar í KA/Þór minntu á sig með
því að leggja Fram að velli í Meistarakeppni
HSÍ á dögunum. Skiptir miklu máli fyrir KA/
Þór að hafa fengið Rut Arnfjörð Jónsdóttur í
sínar raðir og verður Martha Hermannsdóttir
mikilvæg fyrir liðið á báðum endum vallarins.
Rakel Sara Elvarsdóttir er leikmaður sem hand
boltaáhugafólk ætti að gefa gaum.
Ofangreind lið eru fyrir fram líklegust til
þess að komast í úrslitakeppni deildarinnar
en sex lið munu spila þar að þessu sinni. Búast
má svo við þriggja liða fallbaráttu og atlögu
þeirra sömu liða að sjötta og síðasta sætinu
í úrslitakeppninni. Þrír leikmenn HK eru í
endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband og
mun því mikið mæða á Valgerði Ýr Þorsteins
dóttur, Díönu Kristínu Sigmarsdóttur og Sigríði
Hauksdóttur í Digranesi í vetur. Haukar tefla
fram nokkuð svipuðu liði, þar sem Sara Odden
og Berta Harðardóttir fara fyrir baráttu Hauka
fyrir sæti í úrslitakeppninni. FH hefur misst tvo
lykilleikmenn erlendis og þarf franska skyttan
Britney Cots að stíga upp og stýra sóknar og
varnarleik FH í vetur. – hó.
Nágrannafélögin
líkleg til afreka í ár
Handboltinn rúllar af stað í kvöld eftir hálfs árs fjarveru. Í kvennaflokki er
það hlutverk ÍBV og Stjörnunnar að stoppa titilbaráttu Fram og Vals. Hjá
körlunum eru Valsmenn líklegir, en mörg lið gætu blandað sér í baráttuna.
Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna:
1. Valur 374 stig
2. Haukar 354 stig
3. FH 315 stig
4. Afturelding 288 stig
5. ÍBV 260 stig
6. Selfoss 257 stig
7. Stjarnan 251 stig
8. Fram 189 stig
9. KA 181 stig
10. Þór 119 stig
11. ÍR 113 stig
12. Grótta 107 stig
Fleiri lið gera atlögu að meistaratitlinum Mörg lið sem gætu látið til sín taka í vetur
Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna:
1. Fram 164 stig
2. ÍBV 149 stig
3. Valur 131 stig
4. Stjarnan 125 stig
5. KA/Þór 98 stig
6. HK 82 stig
7. Haukar 58 stig
8. FH 57 stig