Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 32
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, og afa,
Sveins Stefánssonar
húsasmiðs,
Brekkuhvammi 8, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki HERU fyrir
hlýhug og ómetanlegan stuðning.
Hulda Kristinsdóttir
Bylgja Sveinsdóttir
Birkir Sveinsson
Bjartey Sveinsdóttir Kristján Andrésson
og barnabörn.
Þökkum öllum ættingjum og vinum
hjartanlega fyrir samúð, kærleik og
vináttu vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru móður, ömmu og langömmu,
Kristínar Sveinsdóttur
frá Bolungarvík, Kópavogstúni 9,
lengst af búsettri á Digranesvegi 34,
Kópavogi.
Hjartans kveðjur og þakklæti frá henni sjálfri til ykkar allra
og óskir um allt hið besta.
Guðbjörg Emilsdóttir Pétur Karl Sigurbjörnsson
Ástríður H. Emilsdóttir Pär Åhman
Guðrún Emilsdóttir
Emil, Kristín, María, Jónas, Fríða, Dísa, Anna Linnea,
Emil Viktor og barnabarnabörnin.
Ástkær móðir, amma,
langamma og mágkona,
Halldóra Helga Óladóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann
30. ágúst 2020. Útför Halldóru
fer fram í Bústaðarkirkju þann 14.
september kl. 13.00.
Sigríður O. Gunnarsdóttir
Oddný Gunnarsdóttir Egill Daníel Sigurðsson
Halldór Steingrímsson Guðrún Jensdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir minn,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sveinn Þ. Guðbjartsson
fyrrverandi forstjóri Sólvangs,
áður til heimilis að Klettahrauni 5,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði, miðvikudaginn
1. september. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 17. september kl. 15.00.
Katrín Sveinsdóttir Kristján Rúnar Kristjánsson
Hildur Dís Kristjánsdóttir Þorgeir Albert Elíesersson
Sveinn Rúnar Þorgeirsson
Svana Lovísa Kristjánsdóttir Andrés Garðar Andrésson
Bjartur Elías Andrésson
Birta Katrín Andrésdóttir
Elskuleg dóttir og systir,
Sigríður Jensína
Gunnarsdóttir
lést þann 3. september.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju,
mánudaginn 14. september kl. 13.
Ása S. Gunnarsdóttir
Ásólfur Bjartmar Gunnarsson
Guðrún Hlíf Gunnarsdóttir
Berglind Ósk Gunnarsdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Huldu Vordísar
Aðalsteinsdóttur
húsfreyju á Syðri-Bægisá,
Hörgársveit.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyfjadeildar Sjúkrahússins
á Akureyri fyrir einstakan hlýhug og góða umönnun í
veikindum hennar.
Katrín Steinsdóttir Jóhannes Sigfússon
Helgi Bjarni Steinsson Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Haukur Þorkelsson
góðmenni frá Hellissandi,
sem lést þann 5. maí sl., verður
jarðsunginn frá Kapellunni í
Hafnarfirði föstudaginn 11. september
kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir.
Aðstandendur.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Georg Sigurðsson
Doddi
Eyjahrauni 8,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
sunnudaginn 6. september.
Útför hans fer fram frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum laugardaginn 12. september kl. 14.00.
Aðstandendur þakka starfsfólki Dvalarheimilis
Hraunbúða og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja
fyrir kærleiksríka umönnun.
Sigurður Georgsson Elínborg Óskarsdóttir
Sigríður Guðbrandsdóttir
Guðni Georgsson Vigdís Rafnsdóttir
Jóhann Brandur Georgsson Ragna Birgisdóttir
Ása, Björk, Atli, Ásta Ósk, Egill, Alma, Sindri,
Reynir, Hjalti og stuttafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, sonur,
bróðir og mágur,
Gunnar Örn Svavarsson
frá Skörðum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, 5. september. Jarðarförin fer
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Ágústa Skúladóttir
Pálína Guðrún Gunnarsdóttir
Sigríður Jóna Svavarsdóttir Jóhann Eysteinn Pálmason
Guðgeir Svavarsson Kristín Ármannsdóttir
Sigmar Svavarsson Valborg Reisenhus
Margrét Svavarsdóttir Sigurður Helgason
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ástrún Jóhannsdóttir
andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri, 4. september sl.
Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu
15. september nk. Í ljósi aðstæðna verða
einungis nánir ættingjar og vinir viðstaddir.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð
fyrir einstaka alúð og umönnun.
Friðbjörn Björnsson Kristín Guðbrandsdóttir
Ingi Björnsson Margrét Baldvinsdóttir
Ásbjörn Björnsson Hlíf Hansen
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, dóttir, systir og amma,
Guðný Helga
Guðmundsdóttir
löggiltur endurskoðandi,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á
líknardeild Landspítalans 5. september sl.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn
17. september kl. 13.00 að viðstöddum nánustu
ættingjum og vinum. Útförinni verður streymt á
utforgudnyjarhelgu.is. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á styrktarreikning Ljóssins.
Friðrik Smári Björgvinsson
Andri Friðriksson Hrafnhildur Kristinsdóttir
Gunnar Helgi Friðriksson Svava Stefanía Sævarsdóttir
Alexander Elvar Friðriksson Bertha María Smáradóttir
Kristófer Máni Friðriksson Kristín Dís Árnadóttir
Inga Dóra Þorsteinsdóttir Guðmundur Helgi Guðjónsson
Ingigerður Guðmundsdóttir Kristín Hrönn Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Erindi mitt fjallar um Horn-strandir og Árneshrepp í vitund þjóðar, þar liggur hluti af okkar menningar- og atvinnusögu, segir Finn-bogi Hermannsson, frétta-
ritari og rithöfundur. Hann er meðal
frummælenda á fundum Landverndar
sem sendir verða út frá Edinborgar-
húsinu á Ísafirði 10. til 12. september
á slóðinni https://landvernd.is/fund-
arod-vestfirdir-2020/. Erindi Finnboga
verður meðal efnis á laugardaginn milli
klukkan 14 og 15.
„Ég kom fyrst í Árneshrepp 1979 að
gera útvarpsþætti um Síldarævintýrið
á Djúpuvík, þeir hétu Þar sem krepp-
unni lauk 1932. Þórir Steingrímsson
tæknimaður, ættaður úr Veiðileysu,
fór með mér. Síðar kom ég að heimilda-
mynd sem Hjálmtýr Heiðdal og Anna
Kristín Kristjánsdóttir gerðu, hún hét
Öll erum við orðin rík á Ingólfsfirði og
Djúpuvík,“ rifjar Finnbogi upp. Hann
hefur ekki trú á þýðingu virkjunar fyrir
Árneshrepp og telur hana ekki bjarga
mannlífinu þar til framtíðar. Finnst
líka 55 megavött of dýru verði keypt
vegna gífurlegra breytinga á náttúru
svæðisins. En hefur álit á nýjum for-
stjóra HS Orku. „Það er maður sem
kann að reikna, ég held hann hafi farið
að skoða hvað það kostar að koma
þessu af li til mannabyggða, það eru
óheyrilegar tölur.“
Stórafmæli nálgast hjá Finnboga en
hann kveðst vera í fullu fjöri og hafa
mörg járn í eldinum. „Ég var að skrifa
sögu sem ber vinnuheitið Óspaks-
eyrargáta. Hún fjallar um bónda sem
fór póstferð og skilaði ekki 85 krónum
sem talið var hálft kýrverð árið 1910.
Þetta er sakamálasaga. Þessir peningar
komu aldrei fram.“ Finnbogi er í bænum
í vinnuferð vegna þessarar bókar en
kveðst þurfa að fara að komast vestur í
Hnífsdal að taka upp kartöflurnar, sem
þau hjón rækti sér til lífsuppbyggingar.
gun@frettabladid.is
Með glæpasögu í pípunum
Náttúra, auðlindir og mannlíf á Vestfjörðum, verða umræðuefni á rafrænum fundum
Landverndar næstu daga. Finnbogi Hermannsson rithöfundur er meðal ræðumanna.
Finnbogi kveðst nýbúinn að lesa sitt erindi inn á myndband. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT