Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 9 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
beint á brauðið eða kexið!nýtt
Kæfurnar frá SS eru nú í nýjum umbúðum.
Nettari einingar og betri endurlokun
minnka matarsóun og varðveita gæði.
Fimm bragðgóðar tegundir.
180 g
r i f s b e r j a k æ fa
l i f r a r k æ fa m e ð r i f s b e r j u m
HEFUR
ÞÚ
PRÓF
AÐ NÝ
JU
RIFSB
ERJA-
KÆFU
NA?
Fjölmiðlafólk fyllti ganga Héraðsdóms Reykjavíkur í gærmorgun og vann saman í kös með fartölvur í kjöltunni. Viðfangsefni fréttanna, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja,
fylgdist með framvindunni yfir axlir Stígs Helgasonar, fréttamanns RÚV. Á meðan lagði Erla Bolladóttir á ráðin með lögmanni sínum, Ragnari Aðalsteinssyni. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VIÐSKIPTI Ásgeir Jónsson seðla
bankastjóri segir gengi krónunnar
vera „orðið mjög lágt, mun lægra
en fær staðist við eðlilegt fram
leiðslustig í efnahagslífinu.“ Hann
eigi því ekki endilega von á miklum
áhrifum á gengið við það að lífeyris
sjóðirnir verði ekki lengur bundnir
samkomulagi um að standa ekki
að gjaldeyriskaupum vegna fjár
festinga erlendis.
Hann telur að ferðaþjónustan
muni koma mjög fljótt til baka um
leið og það fer að draga úr sóttvarna
ráðstöfununum.
„Þetta er því tímabundið ástand,“
útskýrir seðlabankastjóri, „og í
sjálfu sér óskynsamlegt fyrir lang
tímafjárfesta líkt og lífeyrissjóði að
rjúka í mikil gjaldeyriskaup þegar
gengið er tímabundinni lægð.“
Greint var frá því í Markaðinum
í gær að samkomulag Seðlabank
ans við lífeyrissjóðina, um að þeir
myndu gera hlé á gjaldeyriskaupum
sínum, yrði ekki framlengt þegar
það rennur út 17. september næst
komandi. Enginn vilji sé til þess á
meðal sjóðanna að þeir haldi áfram
að sér höndum í erlendum fjárfest
ingum.
Eftir lokun markaða í gær til
kynnti Seðlabankinn að hann væri
reiðubúinn til að selja allt að 240
milljónir evra, jafnvirði 40 milljarða
króna, úr gjaldeyrisforða sínum
í reglulegum viðskiptum við við
skiptavaka bankanna á gjaldeyris
markaði til ársloka. Markmiðið sé að
auka dýpt og stöðugleika á markaði.
Seðlabankastjóri segir að hann
hafi ekki álitið þörf á að framlengja
samkomulagið við lífeyrissjóðina.
Hann líti hins vegar svo á að sjóð
irnir séu áfram minnugir samfélags
legrar ábyrgðar sinnar.
Ásgeir telur að ekki þurfi sérstakar
aðgerðir til að bregðast við gjaldeyr
isútflæði vegna lífeyrissjóðanna. „Ég
hef engar sérstakar áhyggjur af því
að fá þá aftur inn sem þátttakendur
á gjaldeyrismarkaðinum. Gengis
veikingin hefur auðvitað haft þau
áhrif að vægi erlendra eigna hefur
aukist, sem hlutfall af heildareign
um sjóðanna. Það kann því að vera
minni ástæða fyrir lífeyrissjóðina
en ella, að auka mjög við erlendar
fjárfestingar á þessum tímapunkti.“
– hae / sjá síðu 8
Gengið lægra en fær staðist
Seðlabankastjóri segir gengi krónunnar orðið mjög lágt. Ekki skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að standa í
miklum gjaldeyriskaupum. Bankinn til í að selja 240 milljónir evra til að auka stöðugleika á markaði.
Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri
HANDBOLTI Handboltinn rúllar af
stað í kvöld eftir hálfs árs fjarveru.
Í kvennadeildinni verður það hlut
verk ÍBV og Stjörnunnar að stoppa
titilbaráttu Fram og Vals. Margar
landsliðskonur hafa bæst í deildina
fyrir komandi tímabil og verður
deildin sterk í ár.
Hjá körlunum eru Valsmenn lík
legir, en mörg lið gætu blandað sér
í baráttuna. Samkvæmt spá fyrir
liða og þjálfara er búist við því að
Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar
veiti Val mesta samkeppni.
– kpt / sjá síðu 16
Flestra augu á
Val í boltanum
Margar öflugar konur
hafa bæst í kvennadeildina
sem verður sterk í ár.