Fréttablaðið - 10.09.2020, Síða 39

Fréttablaðið - 10.09.2020, Síða 39
REYKJAVÍKURBORG ÚTNEFNDI REYKJAVÍK ENSEMBLE LISTHÓP REYKJA- VÍKUR ÁRIÐ 2020. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Reyk jav ík Ensemble endurfrumsýnir leik­sýninguna Polishing Iceland, eða Ísland pólerað, í Tjarnarbíói, f i m mt ud ag i n n 17. september klukkan 20.30. Verkið byggir á sjálfsævisögulegu smá­ sagnasafni Ewu Marcinek í leikgerð og leikstjórn Pálínu Jónsdóttur. Sýningin var frumsýnd þann 11. mars síðastliðinn og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda og áhorf­ enda, en var lokað strax að lokinni frumsýningu vegna kórónaveiru­ faraldursins. Efniviður sýningarinnar er leik­ inn á þremur tungumálum, ensku, íslensku og pólsku og koma f lytj­ endurnir frá Póllandi, Íslandi og Danmörku. Aðalhlutverkið er í höndum Magdalenu Tworek sem lék í fyrstu sýningu Reykjavík Ensemble, Opening Ceremony. Önnur hlutverk eru leikin af Pétri Óskari Sigurðssyni, sem er þekktur fyrir hlutverk sín í þáttaröðinni Ófærð og kvikmyndunum Grimmd og Andið eðlilega, og Michael Rich­ ardt gjörningalistamanni sem geng­ ur til liðs við Reykjavík Ensemble í frumraun sinni á íslensku leiksviði. Íslensk­kanadíska sviðslistakonan Angela Rawlings er dramatúrgur sýningarinnar. Hið alþjóðlega leikfélag Reykja­ vík Ensemble var stofnað haustið 2019 af Pálínu Jónsdóttur leikstjóra, sem er listrænn stjórnandi þess, og samstarfskonu hennar Ewu Marc­ inek, verkefnastjóra og rithöfundi. Tilgangur leikfélagsins er að búa til virkan atvinnuvettvang innan íslenskrar leiklistar fyrir fjölþjóð­ lega sviðslistamenn. Reyk jav í k u r b or g út ne f nd i Reyk jav ík Ensemble Listhóp Reykjavíkur árið 2020 og leikfélagið var tilnefnt til Grímuverðlaunanna sem Sproti ársins í ár. Sýningar verða í Tjarnarbíói 17., 20. og 25. september, klukkan 20.30. Ísland pólerað aftur í Tjarnarbíói Verkið er flutt af Reykjavík Ensemble og byggir á sjálfsævisögulegum sögum Ewu Marcinek. Leikið er á þremur tungumálum og flytjendur eru frá þremur löndum. Sýningar á Polishing Iceland  hefjast á ný í næstu viku. MYND/PATRIK ONTKOVIC Úlfar Bragason, rannsóknar­prófessor emeritus, f lytur opinberan f y r irlestur í hátíðasal Háskóla Íslands á fæð­ ingardegi dr. Sigurðar Nordals, mánudaginn 14. september nk., kl. 17.00. Fyrirlesturinn nefnist: Snorri Sturluson. Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá því eitt af grundvallarritum svo­ nefnds íslenska skóla í rannsóknum á fornbókmenntum, Snorri Sturlu­ son, eftir Sigurð Nordal, kom út. Heimildir okkar um Snorra Sturlu­ son eru ekki margbrotnar, raunar hvorki um ævi hans né ritstörf. Helst þeirra er Sturlungusamsteyp­ an, einkum Íslendinga saga sem höf­ undur Sturlunguformála eignar rit­ stofu Sturlu Þórðarsonar lögmanns (1284). Sigurður Nordal notaði einnig þau rit sem kennd hafa verið Snorra, sem heimildir um hann. Í fyrirlestrinum verður fjallað um myndina, sem Sigurður Nordal dró upp af Snorra, og hún borin saman við lýsinguna á Snorra í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. Myndin af Snorra Úlfar Bragason flytur fyrirlestur á mánudag í Háskóla Íslands. Í Sauna Spa færðu úrval af þurrgufu-, blautgufu- og infraklefum ásamt fylgihlutum. Við kappkostum að veita einstaklingum og fagmönnum sérfræðiráðgjöf varðandi allt sem snýr að hönnun og smíði saunaklefa. Veldu gæði! Sérfræðingar í sauna! Fjárfesting í vellíðan Smiðjuvegi 11 s. 571 3770, pall@sauna.is, sauna.is Velkomin í sýningarsalinn að Smiðjuvegi 11 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25F I M M T U D A G U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.