Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 2
Bústinn Svarthöfði berar sig S varthöfði las frétt nýlega þar sem sagt var frá því að ungur drengur teldi sig þurfa að grennast eftir að hafa orðið fyrir aðkasti í skólanum. Þetta ýfði upp sársaukafullar minningar hjá Svarthöfða. Minningar sem hann hefur lítið talað um eftir að hann varð fullorðinn af því að Svarthöfði er karlmaður og karlmenn eiga að bryðja gler og skíta múrsteinum og um- fram allt ekki vera vælukjóar. Svarthöfði getur þakkað það umræðu síðustu missera að hann er tilbúinn að berskjalda sig lítillega, ekki alfarið, en kannski svona smá. Eins og þegar pungurinn á eldri borg- urum berar sig í sundlaugum, bara því að eðlismassi hans hefur rýrnað með aldrinum. Það er kannski einmitt málið. Eðlismassi Svarthöfða er í dag minni og hann getur leyft tilfinningapung sínum að fljóta lítillega upp á yfirborðið. Svarthöfði var bústið barn. Foreldrar hans voru verka- menn sem höfðu ekki efni á munaði eins og grænmeti og ávöxtum og því voru það bjúgu og franskbrauð sem Svart- höfði mátti neyta fram eftir aldri. Svo elskaði Svarthöfði líka að drekka kók úr dós með lakkrísröri líkt og aðrir pollar á hans reiki. Það var reyndar ekki annað barn sem sagði Svarthöfða að hann væri bústinn. Það var fullorðna fólkið. Fullorðna fólkinu í skólanum misbauð að Svarthöfði fylgdi ekki hinni sænsku meðalkúrfu í þyngd og hæð og tilkynnti honum að hann væri í stórhættu á að drepast langt fyrir aldur fram vegna þyngdar. Svarthöfði var 12 ára. Hvað á 12 ára barn að gera við þessar upplýsingar? Svart- höfði taldi sig of ungan til að þurfa að horfast í augu við dauðann, og vildi þar að auki ekki leggja það á foreldra sína sem auk þess höfðu um nóg annað að hugsa. Því ákvað Svarthöfði að bæði hlýða og hlífa fullorðna fólkinu við ógnandi um- fangi hans og hætti að borða. Það kom fyrir að hann féll í freistni, öll erum við mannleg og Svarthöfði er það líka, en Svarthöfði fann fullkomna lausn á því. Hann bara afsak- aði sig frá matarborðinu inn á bað og skilaði matnum í kló- settið beint úr kjaftinum. Það tók mörg ár fyrir Svarthöfða að eiga aftur í heilbrigðum samskiptum við mat og læra að elska líkama sinn. Í dag er hann þó aðal- lega reiður yfir að það hafi verið fullorðnir einstaklingar sem rændu hann fjölda ára af sjálfsást, í algjöru tilgangs- leysi því Svarthöfði er vel mjúkur í dag og elskar hvert kíló. Svarthöfða fer vel að vera með vömb og kallar hana velmegunarvömbina. Í sam- félögum úti í heimi eru auka- kíló oft talin merki um auð og háa stöðu í samfélaginu. Á Ís- landi er það hins vegar merki um að tilheyra lægri stétt enda er hollustufæði orðið munaðarvara. Í Bónus er hægt að kaupa frosna pitsu á hundrað krónur. Fitan á Svarthöfða er gang- andi merki um sparsemi hans. Þetta var tilfinninga-pung- berskjöldun Svarthöfða. Því karlmenn mega víst í dag hafa tilfinningar og geta látið af þessu hvimleiða gleráti. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Má Pinterest fokka sér? Þ að er viss pólitík að ákveða að vera hamingjusamur eða hamingjusöm. Sú lífsspeki hljómar einföld en því fleiri sem ég ræði við því ljósara verður það að hamingjusama fólkið er ekki ham- ingjusamt af því að það er svo fallegt, gáfað eða ríkt. Samnefnarinn er annar og einfaldari. Það ákvað að vera hamingjusamt. Það ákvað að skrifa með ósýnilegu letri yfir heimili sitt: Hér býr hamingjan, og leggja sig fram um að varðveita hana. Skipta út hrukkusprautum fyrir jákvæðni. Djúskúrum út fyrir marinn hvítlauk og rauðvíns- glas. Hætta að bera sig saman við fólk með allt önnur for- gangsatriði. Mín hamingja er ekki þín. Gelísprautun eða ganga á Hvannadalshnjúk. Eða hvort tveggja. Ef það væri svo auðvelt að ákveða að vera hamingjusamur, værum við það þá ekki öll? Hugsanlega, en við vitum flest hvað það er flókið að gera litlar breyt- ingar á sjálfum sér. Bara það að ákveða að vakna 10 mínútum fyrr eða hætta að drekka kaffi getur reynst fjandi erfitt. Í því samhengi er áhugavert að hugsa til þess hversu miklum tíma margir eyða í að reyna að breyta öðrum – en geta svo ekki gert smávægilegar breytingar í eigin lífi. Í forsíðuviðtali blaðsins í dag er rætt við eina ástsæl- ustu útvarpskonu landsins, Sigurlaugu M. Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1. Hún hefur ákveðið að eiga draslskúffu og -skáp og skammast sín ekki fyrir það. Treður bara duglega inn í þá, lokar og hlær. Fær sér rauðvín með ítölskum kvöldverði og hefur aldrei farið í megrun. Henni dytti ekki til hugar að liggja yfir Pinterest og skoða skipulagshugmyndir. Henni varð um og ó þegar ég spurði hana hvort hún hefði aldrei skoðað búrskápaskipulag á Pinterest. „Nei. GUÐ, NEI!“ Svo hló hún og talaði um pasta, mikilvægi þess að njóta og verja tíma með fjölskyldunni. Hvað ef galdurinn á bak við gott líf er einmitt þessi þrenna? Pasta, Pinterest má fokka sér og eyða meiri tíma með fjölskyldunni? Mér finnst það allavega hljóma mjög vel. Betur en djúskúrinn sem ég hef nú sagt skilið við í bili – þar til næsta æði rennur á mig. Batnandi konum er best að lifa – og hræra hlæjandi í pastapottinum. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter, sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/PINTEREST Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunar- innar Sjáðu og uppistandari elskar skó – mjög mikið. Þrátt fyrir ballleysið segist hún viðra þá heima fyrir og lætur sig hlakka til að komast á næsta dansiball. 1 Maison Margiela Bleiku töffl- urnar eru frá Maison Margiela, ég átti stefnumót við bílstjóra DHL fyrir utan Háskóla Íslands þar sem ég var svo æst í að fá þessa dásemd á fæturna. 2 Strigaskór Ég hata íþróttaskó svo ef fólk sér mig í íþróttaskóm þá þurfa þeir að vera einstak- lega flottir, þessa geggjuðu fann ég í Stefánsbúð. 3 Miu Miu gullskórnir Um Miu Miu gullskóna þarf ekkert að segja, bara glápa úr sér augun og njóta. 4 Rocco P Rocco P og ég eigum í annar- legu sambandi þegar kemur að skóm, svörtu stígvélin var ég svo æst að fá að ég pantaði óvart þrjú pör, læt jarða mig í þeim. 5 Rauðu stígvélin Rauðu stígvélin mín hrópuðu á mig frá Italý og ég bókstaf- lega þrái að dansa í þeim þegar COVID er búið. SKÓRNIR 2 EYJAN 2. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.