Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 38
Eniga, meniga, allir röfla um peninga. Súkkadí, búkkadí, kaupa meira fínerí. MYND/ANTON BRINK 38 SPORT 433 2. OKTÓBER 2020 DV Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is 1,5 MILLJARÐAR Í BOÐI EF LANDSLIÐINU TEKST VEL TIL Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir KSÍ, félögin í landinu og íslenska landsliðsmenn ef strákunum okkar tekst að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Á síðustu árum hafa félögin fengið yfir 600 milljónir. Í slenska karlalandsliðið leikur mikilvægan lands-leik gegn Rúmeníu í næstu viku, um er að ræða leik í umspili um laust sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Sigur þar gefur sæti í úrslita- leik um laust sæti þar sem Ís- land mætir Búlgaríu eða Ung- verjalandi sem mætast á sama tíma í næstu viku. Úrslitaleik- urinn fer fram ytra í nóvem- ber. Fyrir leikmenn íslenska landsliðsins er um að ræða gullið tækifæri til að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Íslenska karlalandsliðið komst í fyrsta skiptið inn á stórmót árið 2016 þegar liðið tók þátt á Evrópumótinu í Frakklandi með eftirminnilegum hætti, liðið komst svo inn á Heims- meistaramótið tveimur árum síðar í Rússlandi. Gríðarlegir fjármunir í boði Komist íslenska landsliðið inn á Evrópumótið gefur það KSÍ 1,5 milljarða í kassann á gengi dagsins í dag, þegar liðið komst inn á Evrópumótið 2016 var sú upphæð 1,3 milljarðar á gengi dagsins í dag. UEFA hefur hækkað greiðslur sínar til þeirra félaga sem koma inn á mótið. Fyrir hvern sigur á mótinu fær það knattspyrnu- samband 243 milljónir í vasa sinn en jafnteflið gefur helm- ing þeirra upphæðar. Komist Ísland á Evrópumótið er liðið í riðli með Þýskalandi, Portúgal og Frakklandi og verður spil- að í Búdapest og í München. Fjármunirnir sem Ísland fékk á Evrópumótinu í Frakk- landi og svo á Heimsmeistara- mótinu í Rússlandi hafa einn- ig komið sér vel fyrir félögin í landinu. Eftir Evrópumótið 2016 fengu félögin í landinu 453 milljónir króna, eftir HM í Rússlandi fóru 200 millj- ónir til aðildarfélaga KSÍ. 653 milljónir sem íslensk knatt- spyrnufélög hafa notið góðs af fyrir árangur íslenska karla- landsliðsins. Nú þegar rekstur félaganna hefur sjaldan verið erfiðari væri það mikil bú- bót fyrir íslensk félög að fá greiðslur sem þessar til að létta undir með sér. Yrði búbót fyrir félögin á erfiðum tímum Fjármunirnir sem komið hafa inn í rekstur félaganna frá stórmótum strákanna hafa gefið vel, þannig fengu félög allt að 18 milljónum í vasa sinn eftir Evrópumótið í Frakklandi. Þá gafst tæki- færi til að borga hærri laun og fá inn betri leikmenn en ef peningar kæmu inn í gegnum Evrópumótið 2021 yrði það til að borga niður skuldir og létta undir mjög svo erfiðum rekstri. „Það er eftir hellingi að slæðast, það hefur samt sem áður engin umræða átt sér stað um skiptinguna ef til þess kemur. Það er alltof snemmt að taka það samtal, fyrst er að komast á mótið og fagna því, svo geta félögin sest niður með KSÍ,“ sagði Birgir Jóhannsson, fram- kvæmdarstjóri Íslensks Topp- fótbolta, sem eru hagmuna- samtök félaga í efstu deildum á Íslandi. Félögin hafa orðið fyrir miklum tekjubresti, áhorfend- ur hafa ýmist verið bannaðir eða takmörkun á því hversu margir geta mætt á völlinn hér á landi í ár. „Hljóðið er þungt í félögunum og hefur verið það síðustu mánuði. Það er ekki bjart fram undan, tekjur eru yfirleitt mestar í kringum sumartímann. Evrópukeppni, miðasölur og krakkamótin. Ég veit um mörg dæmi þar sem félög hafa verið að missa styrktarsamn- ing, það eru fjölmörg dæmi. Félögin eru að missa eða þá að það er lækkun á samningum. Knattspyrnulið er með marga á launaskrá, ellefu leikmenn í byrjunarliði, varamenn og starfslið. Það verður mjög erfitt að fara í gegnum þennan vetur.“ Birgir segir að það myndi breyta miklu fyrir félög í vanda að fá greiðslu frá KSÍ ef íslenska landsliðið kæmist inn á Evrópumótið. „Það væri „leikbreytir“, við vitum allt um það. Það er ekkert fast í hendi en vonandi tekst strák- unum vel til og komast inn á sitt þriðja stórmót í röð,“ sagði Birgir að lokum. Gríðarlegt tekjutap KSÍ Það eru ekki bara félögin í landinu sem hafa mátt þola mikið högg, allt stefnir í að íslenska karlalandsliðið leiki alla heimaleiki sína fyrir luktum dyrum á þessu ári. England kom í heimsókn í september og á næstu dögum koma hingað Rúmenía í um- spili um laust sæti á EM og síðan koma Danmörk og Belgía í Þjóðadeildinni. „Að sjálfsögðu myndi muna um það ef strákarnir kæmust inn á Evrópumótið. Það er fyrir utan gleðina og ánægjuna sem því fylgir að ná þeim árangri, við erum einbeitt á það að ná árangri með karla- og kvenna- landsliðin á næstu vikum. Það er mikið undir og fjárhags- legi ávinningurinn er mikill ef karlalandsliðið kemst inn á EM,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um stöðuna. „Þetta eru vel á annað hundrað milljónir sem við verðum af þegar fjórir leikir karlanna eru fyrir luktum dyrum,“ sagði Guðni en KSÍ átti talsvert eigið fé til að ganga á þegar kórónaveiran gekk yfir heimsbyggðina. Það eru svo ekki bara KSÍ og fé- lögin í landinu sem græða á því að Ísland komist inn á EM, leikmennirnir sem komast í lokahóp á mótið fá vel á annan tug milljóna í vasa sinn. n Vel á annað hundrað milljónir sem við verðum af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.