Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 22
Á rið 2012 byrjuðu Shanna Liz Goylar og Dave Kroupa að
hittast. Þau voru bæði um
35 ára gömul. Dave Kroupa
hafði áður verið í sambandi
við konu sem hét Amy Flora.
Þau áttu saman tvö börn en
höfðu aldrei verið gift. Kro-
upa virtist ekki kæra sig um
of miklar skuldbindingar og
þegar Amy hafði sýnt áhuga
á hjónabandi hafði Dave
slitið sambandinu.
Dave naut þess að vera
einhleypur og var virkur á
stefnumótasíðum. Þar kynnt-
ist hann Liz. Hún var á sama
aldri og átti líka börn af
fyrra sambandi.
Fljótlega kom í ljós að
Liz tók sambandinu alvar-
legar en David og var mjög
hugfangin af honum. Henni
gramdist að hann skyldi
verja tíma með börnunum
sínum tveimur og hún vildi
hafa hann út af fyrir sig.
Þetta var fullmikið af því
góða fyrir Dave sem var í
rauninni ekki að leita að al-
varlegu sambandi. Þegar
honum fannst Liz vera orðin
of uppáþrengjandi sleit hann
sambandinu.
Nýja kærastan og
óvæntir úrslitakostir
Skömmu eftir þetta kynnt-
ist Dave forritaranum Cari
Farver. Hún virtist vera á
sömu bylgjulengd og Dave
hvað varðaði hæfilegan hita
ástarsambands og hún vildi
ekki alltaf vera með honum,
heldur líka vera út af fyrir
sig, enda varði hún miklum
tíma í forritunarvinnu sína.
Cari átti einn son frá fyrra
sambandi. Hún hafði strítt
við þunglyndi en eftir að
hafa fengið heppilega lyfja-
gjöf náði hún góðum tökum á
heilsufari sínu og gekk vel í
vinnu og einkalífi.
Þó að hvorugt vildi miklar
skuldbindingar urðu þau
nánari og Cari varði miklum
tíma við forritunarvinnu sína
heima hjá David, oft á meðan
David var að heiman við sína
vinnu, en hann var bifvéla-
virki.
Hinn 13. nóvember árið
2012, þegar Cari var við
vinnu sína heima hjá Dave
og hann var í vinnunni sinni
á bifvélaverkstæðinu, fékk
hann textaskilaboð frá Cari
sem komu eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Hún spurði
hvort hann vildi flytja inn
til hennar. David svaraði
strax „nei“. Cari brást illa
við þessu og eftir að nokkur
skeyti höfðu farið þeim á
milli sagði hún vilja slíta
sambandinu og ekki hitta
hann framar.
Cari lét ekki ná í sig
Í hönd fór undarlegur tími,
þegar enginn gat náð í Cari
en hún lét rigna fjandsam-
legum skilaboðum yfir Dave.
Ekki leið á löngu þar til hún
fór líka að ofsækja fyrirver-
andi kærustu hans, Liz, með
viðurstyggilegum skilaboð-
um. Ráða mátti af sendingum
hennar að hún væri mjög af-
brýðisöm út í Liz og óttaðist
að Dave tæki aftur saman
við hana. Þetta var mjög
ólíkt Cari eins og David hafði
þekkt hana, en á hinn bóginn
höfðu kynni þeirra ekki varað
lengi. Það kaldhæðnislega
var að þessi undarlega áreitni
Cari færðu þau David og Liz
saman og þau fóru að hittast
mikið aftur.
Tvennt var sérstaklega
óþægilegt við skilaboða-
sendingar Cari. Annað var að
sumar báru með sér að hún
væri að fylgjast með Liz og
Dave og virtist stundum vita
nákvæmlega hvað þau voru
að gera þá stundina. Hitt var
að enginn virtist geta náð í
hana. Á Facebook-síðu sinni
birti hún færslu þar sem hún
sagðist vera farin burtu en
sagði ekki hvert, en að hún
vildi að fólk léti sig í friði og
hætti að spyrja um hana.
Sonur hennar svaraði
færslunni og spurði móður
sína þriggja spurninga um
sig er snertu atriði sem að-
eins hún gat vitað. Cari sem
ávallt var fljót að svara skila-
boðum svaraði þessum skila-
boðum ekki.
Cari lét fjandsamlegu
skilaboðasendingarnar ekki
nægja. Hún braust inn í bíl-
skúr Liz og málaði svívirð-
ingar á veggina þar.
Stuttu síðar var kveikt í
húsi Liz og þar drápust gælu-
dýr hennar, tveir hundar.
Dave var orðinn alvarlega
hræddur við Cari og keypti
sér skammbyssu til verndar.
Nokkrum misserum síðar
týndist byssan.
Þegar ofsóknir Cari voru
búnar að ná hámarki hjöðn-
uðu þær. Skilaboðin frá
henni urðu strjálli. Ástvini
hennar grunaði sterklega
að hún hefði ekki látið sig
hverfa heldur væri látin. Það
virkaði til dæmis afar tor-
tryggilegt að hún hefði ekki
svarað spurningu sonar síns
á Facebook-síðunni. Eftir því
sem lengri tími leið frá hvarfi
hennar virtist ótrúlegra að
hún hefði ekki samband við
neinn.
Kvöld eitt var gerð skotárás
á Liz og særðist hún á fæti.
Hún bar kennsl á árásaraðil-
ann og sagði að Amy Flora
hefði verið að verki, barns-
móðir Dave. Við rannsókn
kom í ljós að byssukúlan var
úr sams konar byssu og hafði
horfið frá Dave.
Liz var nú sannfærð um
að Amy væri að baki skila-
boðasendingunum og öðrum
ofsóknum og viðraði þá hug-
mynd við lögreglu sem tók vel
í tilgátuna. En þau viðbrögð
voru bara á yfirborðinu. Lög-
reglan var að rannsaka aðra
tilgátu.
Sannleikurinn kemur í ljós
Við ítarlegar rannsóknir
á tölvum og snjalltækjum
Dave og Liz komst lögreglan
að því að skilaboðasending-
arnar komu frá Liz. Og það
sem meira var: í síma fundu
tölvusérfræðingar mynd sem
hún hafði eytt og sýndi aflim-
aðan fótlegg af Cari, sem var
auðþekkjanlegur af tilteknu
húðflúri.
Í bíl Cari fannst fingrafar
af Liz og blóðblettur úr Cari.
Árið 2016 var Shanna Liz
Goylar ákærð fyrir morðið á
Cari Farver. Þó að hún neitaði
og ekkert lík fyndist þóttu
sönnunargögnin nægileg, hún
var fundin sek og dæmd í lífs-
tíðarfangelsi.
Sjúkleg afbrýðisemi og
löngun til verða eiginkona
Dave Kroupa varð til þess að
hún framdi morð, þóttist vera
önnur kona um árabil, kveikti
í eigin húsi og drap gælu-
dýrin sín, og veitti sjálfri sér
skotsár. Til að toppa þetta
reyndi hún síðan að klína
öllu saman á aðra konu, Amy
Flora. Furðulegri verða glæp-
irnir ekki. n
SAKAMÁL
Ágúst Borgþór
Sverrisson
agustb@dv.is
Shanna Liz
Goylar fer
í sögubæk-
urnar.
MYND/DOUGLAS
CONTY CORREC-
TIONS
Dave
Kroupa fékk
hrollvekjandi
skilaboð
frá sinni
fyrrverandi.
MYND/
SKJÁSKOT AF
YOUTUBE
Cari Farver lét sig hverfa og fór að hegða sér undarlega. MYND/SKJÁSKOT AF YOUTUBE
Sjúklegri verður afbrýðisemin ekki
Þessi saga gerist í Ohama í Nebraska, Bandaríkjunum. Hún segir frá að því er virðist
venjulegu fólki en er þó uppfull af blekkingum og það er framið morð. Sagan er svo
lygileg að ef hún væri bíómynd þætti hún ótrúverðug. En þetta er ískaldur veruleiki.
22 FÓKUS 2. OKTÓBER 2020 DV