Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Átak gegn einangrun
Dæmi eru um að eldri borgarar á Íslandi hafi lokað sig inni
vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við COVID-19 far-
aldurinn og að staðan valdi kvíða og þunglyndi. Formaður
Landssambands eldri borgara, Þórunn Sveinbjörnsdóttir,
hefur lýst yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað
átaki til að hvetja til hreyfingar og samskipta. Þrjú stærstu
íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu og verður boðið
upp á margvíslega hreyfingu og skipulagðar ferðir í íþrótta-
húsin, fólki að kostnaðarlausu. Eins verður stuðningur við
eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu aukinn.
Samningar standa
Tvísýnt var í byrjun viku hvort Lífskjarasamningnum yrði
sagt upp eða ekki. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um að-
gerðir til að styðja við atvinnulífið var þó fallið frá atkvæða-
greiðslu um uppsögn samningsins og heldur hann því gildi
sínu. Verkalýðshreyfingin hefur gagnrýnt Samtök atvinnu-
lífsins fyrir að hóta að segja upp samningnum til að knýja
fram aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu atvinnurekenda.
Íslendingar í gagnaleka
Gagnaleki varð nýlega frá kínverska fyrirtækinu Zhenhua,
en fyrirtækið tengist kínverska hernum. Kom þá á daginn
að fyrirtækið hefur safnað saman gífurlegu magni persónu-
legra upplýsinga um áhrifamenn víða um heiminn. Í gagnalek-
anum má finna nöfn 411 Íslendinga sem eiga það sammerkt að
vera annaðhvort áhrifamenn í íslensku samfélagi eða tengdir
slíkum. Aðeins er um brot af heildarlista að ræða og er talið
að jafnvel séu 4.000 Íslendingar á vöktunarlista fyrirtækisins.
Meðal þeirra sem eru á listanum eru fyrrverandi ráðherrar,
Katrín Júlíusdóttir, Geir H. Haarde og Óttar Proppé en einnig
þingmenn, sendiherrar, dómarar, fjölmiðlafólk, íþróttamenn
og einstaklingar sem hafa verið ákærðir eða hlotið dóm fyrir
efnahagsbrot.
Atvinnuleysi
Tæplega þrjú hundruð einstaklingar misstu vinnuna í átta
hópuppsögnum í september. Mikill meirihluti starfaði innan
ferðaþjónustunnar. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnu-
leysi gæti orðið um 12 prósent innan skamms en áætlað at-
vinnuleysi í september var tæp 10 prósent. Spáir Vinnu-
málastofnun því að á bilinu 21-25 þúsund einstaklingar verði
atvinnulausir hér á landi um áramótin.
Forsjá þrátt fyrir grun um kynferðisbrot
Föður hefur verið dæmd forsjá yfir barni þrátt fyrir að vera
grunaður um að hafa brotið á því kynferðislega. Var for-
sjáin tekin af móður því hún hafði ekki virt umgengni og
haldið barninu frá föður vegna meintra brota hans. Í for-
sjárdóminum kom fram að faðirinn hefði gengist við því að
brjóta kynferðislega gegn hálfsystur sinni þegar hún var
aðeins fimm ára gömul og bar stjúpsystir hans einnig vitni
um að hann hefði brotið gegn henni þegar hún var barn.
Maðurinn viðurkenndi jafnframt að fá holdris í kringum
barn sitt. Málið hefur vakið töluverðan óhug í samfélaginu.
Tóku á sig launalækkun
Leikmenn íslensku A-landslið-
anna í knattspyrnu samþykktu
að taka á sig umtalsverða
launalækkun í verkefnum
sínum í september. Með þessu
sýna þeir samstöðu við KSÍ
vegna erfiðrar fjárhagsstöðu
og COVID-19. Töluvert tekju-
fall er hjá íþróttafélögum
þar sem áhorfendur eru ekki
heimilaðir á leikjum. Guðni
Bergsson, formaður KSÍ, telur
að tap félagsins verði á annað
hundrað milljónir þegar allt
verður talið.
1 Einar Ágúst var laminn og pyntaður af pólskum hermönnum
– „Vinur minn dó við hliðina á mér“
Einar Ágúst Víðisson var um tíma á
kafi í neyslu og glæpum. Hann deildi
sögu sinni í hlaðvarpi Sölva Tryggva.
2 „Vandræðalega“ augnablikið milli Donald Trump og Melaniu
Trump eftir kappræðurnar For-
setahjónin rétt heilsuðust á meðan
mótherji Trumps, Joe Biden, og eigin-
kona hans féllust í faðma.
3 Móðir ungi konunnar í Kristals-auglýsingunni stígur fram – „Þú
ert að lítilsvirða dóttur mína“ Móðir
konu sem leikur í auglýsingu fyrir
drykkinn Kristal var óánægð með
umræðu meðal femínista um meintan
kynferðislegan undirtón auglýsingar-
innar.
4 Dóttir Ruthar Reginalds varð fyrir skotárás og biður um hjálp
– „Hann bjargaði lífi mínu“ Ruth
Moore, dóttir Ruthar Reginalds, varð
ásamt unnusta sínum fyrir stórhættu-
legri skotárás í Kaliforníu.
5 Slæmar fréttir fyrir Harry og Meghan – Raunveruleikinn
blasir við Margir eru á því máli að
svipta eigi hertogahjónin Harry og
Meghan titlum sínum eftir að þau
stigu til hliðar frá konunglegum
skyldum sínum.
6 Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég
eða er þessi auglýsing viðbjóður?“
Kristal-auglýsing sem sýndi unga
konu stilla sér upp með dós af Kristal
vakti sterk viðbrögð innan femínista-
hóps á Facebook.
7 Fylgdarkona segir að menn sem halda framhjá skiptist í þrjá
flokka Fylgdarkonan Amanda Goff
fjallaði um hvers konar menn halda
framhjá konum sínum.
8 Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið
eins og skít og hann fór létt með að
brjóta mig niður“ Fyrrverandi starfs-
menn meðferðarheimilisins Krýsuvík-
ur segjast hafa verið beittir andlegu
ofbeldi og einelti af yfirmanni.
Ármúla 21, 108 Reykjavík - Reykjavík – Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is - www.kjoreign.is/
KJÖREIGN FASTEIGNASALA - TRAUST OG ÖRUGG FASTEIGNASALA í 40 ÁR
Ásta María Benónýsdóttir
Löggiltur fasteignasali
asta@kjoreign.is
897-8061
Sigurbjörn Skarphéðinsson
Löggiltur fasteignasali,
skjalagerð.
sigurbjorn@kjoreign.is
533-4040
Dan Valgarð S. Wiium
Hdl, löggiltur fasteignasali.
dan@kjoreign.is
896-4013
Rakel Salóme Eydal
Löggiltur fasteignasali og
löggiltur leigumiðlari
rakel@kjoreign.is
533-4040
Þórarinn Friðriksson
Löggiltur fasteignasali.
thorarinn@kjoreign.is
844-6353
Jón Bergsson
lögmaður og löggiltur
fasteignasali
jon@kjoreign.is
777-1215
Fr
um
Kristinn Valur Wiium
Sölumaður, sími: 896 6913
Ólafur Guðmundsson
Sölustjóri, sími: 896 4090
Bjóðum til sölu 180,7 fm parhús á
tveimur hæðum með innb. bíl-
skúr. Svefnherb. eru fjögur og bað-
herb. tvö. Sérlega fallegur garður
og afgirtur sólpallur úr timbri með
heitum potti. Húsið er í sérlega góðu ástandi, nýlega málað að ut-
an. Vel skipulagt hús í lokaðri götu í barnvænu umhverfi.
Verð 49 milljónir. ATH. skipti á minni eign möguleg.
GRASARIMI – PARHÚS
Ólafur Guðmundsson
Sölustjóri, sími: 896 4090
Dan V.S. Wiium
hdl., og löggiltur fasteignasali
Kársnesbraut, 200-Kópavogi
Síðumúli - 108 Rvk
Smiðjuvegur, 200- Kóp
VERSLUNAR OG IÐNAÐ NÆÐI.
Atvinnuhúsnæði til leigu.
Til sölu - Atvinnuhúsnæði/Verslunarhúsnæði á 1.hæð
jar hæð í tveggja hæða steinhúsi. Stærð alls 166,0 fm.
Á efri hæð hússins eru íbúðir. Stórir gluggar að
framanverðu og tveir inngangar í húsnæðið. Laust fljótlega.
Til sölu - Iðnðaðarhúsnæði á tveimur hæðum, Stærð alls
629,4 fm. Stór salur (bakhús) með innkeyrsludyrum að fra-
manverðu. Salurinn er með góðri lofthæð, ca. 4 metrar upp
í bita, engar súlur. Gluggar á báðum hliðum húsnæðisins.
Milliloft með gluggum á suðausturhliðinni.
Eignin er til afhendingar í janúar 2014. Verð: 65,0 millj
Til leigu.- Verslunar og iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. Mjög góð
og áberandi staðsetning. Húsnæðið er með gott auglýsin-
gagildi. Góðir gluggar og tveir inngangar. Hentar marghát-
taðri starfsemi. Stærð 415 fm. þ.e. 330 fm verslun og 85 fm
lagerhúsnæði. Eignin er laus strax.
VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARNA MÁNUÐI VANTAR OKKUR
ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR EIGNA Á SKRÁ.
4 FRÉTTIR 2. OKTÓBER 2020 DV