Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 26
26 FÓKUS 2. OKTÓBER 2020 DV
HVAÐ ER SPENNANDI Á
RIFF
FYRIR MEÐALMÁNANN?
Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV, kynnti sér
nýtt heimabíó-fyrirkomulag RIFF þar sem gestir
sem vilja forðast kvikmyndahús sökum kóróna-
veirufaraldursins geta leigt myndir af kvikmynda-
hátíðinni heima í gegnum vefsíðu RIFF.is.
Ég hef alltaf haft gaman af kvikmyndum en ég myndi þó seint segja
að ég væri einhver sérlegur
kvikmyndaaðdáandi. Ég
þekki nokkra kvikmynda-
aðdáendur samt, svona týpur
sem horfa á sömu sænsku
myndina frá 1966 í hverjum
mánuði. „Kvikmyndatakan
er svo mögnuð,“ segja þeir
kannski eða „það er svo magn-
að hvernig leikstjórinn túlkar
persónuna,“ og eitthvert svo-
leiðis kjaftæði. Ég vil helst
horfa bara á skemmtilegar
kvikmyndir, eða ræmur eins
og ég kalla þær.
Stundum fær maður að
heyra það frá alvöru kvik-
myndaáhugafólki sem finnst
ég vera menningarlega snauð-
ur að sækjast ekki eftir meiri
dýpt. Ekki skjóta mig þó svo
að ég hafi gaman af því að
hlusta á Adam Sandler tala
með grínrödd og Kevin James
ropa í 90 mínútur, það er bara
ekkert eðlilega skemmtilegt.
Þrátt fyrir að ég hafi gam-
an af því að horfa á svona
skemmtiræmur þá horfi ég
líka alveg á góðar kvikmynd-
ir. Ég er örugglega búinn með
helminginn af topp 100 list-
anum á IMDb. Þá get ég líka
alveg haft gaman af svona
listrænum kvikmyndum sem
fjalla um allt eða ekkert. Set á
mig hálsklút, stelst í rauðvínið
hjá mömmu og segi: Bravó!
Hér á Íslandi hefur árlega
verið haldin kvikmyndahá-
tíðin RIFF. Á kvikmyndahá-
tíðinni er erfitt að finna góða
menn eins og Sandler og hef
ég því aldrei skellt mér á há-
tíðina áður. Nú komst ég hins
vegar að því að það væri
hægt að horfa á RIFF-myndir
heima hjá sér. Það er einhvern
veginn minna mál fyrir mig
að ákveða að horfa á ein-
hverjar kvikmyndahátíðark-
vikmyndir þegar maður er
bara heima hjá sér.
Ég vil meina að ég sé hinn
venjulegi kvikmyndaáhuga-
maður, ég hef gaman af því
sem er gott og finnst ekkert
æðislegt að horfa á ekkert í
þrjá og hálfan tíma. Ég renndi
yfir úrvalið hjá RIFF og fann
nokkrar kvikmyndir sem mér
fannst bara helvíti áhugaverð-
ar og mun ég eyða helginni í
að horfa á þær. n
Máni Snær
Þorláksson
manisnaer@dv.is
ÞRIÐJI PÓLLINN
Þriðji póllinn er heimildarmynd um geðhvörf með söngvum og fílum eftir
Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason. „Þriðji póllinn er saga um
tvær manneskjur sem tengjast í gegnum sama sjúkdóm. Fílaprinsessan
Anna Tara kallar til sín rokkstjörnuna Högna til að kveða niður skömmina
sem fylgir geðhvörfum með því að halda stórtónleika í Katmandu,“ segir
í lýsingu á myndinni.
Ég efast um að ég sjái Adam Sandler bregða fyrir í þessari mynd en ég
er samt sannfærður um að hérna sé á ferðinni góð mynd sem vert er að
horfa á. Þrátt fyrir að umræðan um geðsjúkdóma hafi breyst undanfarin
ár hér á landi þá veit maður aldrei nógu mikið um það sem maður þjáist
ekki sjálfur af.
SWEAT
Myndin fjallar um þrjá daga í lífi fitness-áhrifavalds-
ins Sylwiu Zajac sem hefur öðlast frægð og frama í
gegnum samfélagsmiðlanotkun sína. „Þrátt fyrir að
hún hafi hundruð þúsunda fylgjenda, sé umkringd
dyggu starfsfólki og dáð af öllum sem hún þekkir þá
er hún enn að leita að sannri nánd,“ segir í lýsingu á
myndinni.
Ég er ekki frá því að þessi mynd geti bara verið stór-
góð. Samfélagsmiðlar tröllríða öllu þessa stundina og
það er gott að fá innsýn í veruleikann á bak við stjörn-
urnar, sérstaklega þegar hann er ekki jafn sjarmerandi
og maður býst við.
À L’ABORDAGE
Ég er einfaldur maður og hef gaman af góðu gríni. Þetta er eina myndin sem
flokkast sem gamanmynd á RIFF-hátíðinni í ár og því var ég ekki lengi að
skella henni á listann minn. Hún er reyndar líka flokkuð sem drama-mynd
en það breytir því ekki að hún ætti að vera allavega eitthvað fyndin.
Þessi franska mynd fjallar um Félix sem verður ástfanginn af Ölmu.
Þegar Alma þarf að stökkva upp í lest til að fara til fjölskyldu sinnar
ákveður Félix að elta hana ásamt besta vini sínum. Það hlýtur að enda
í einhverri vitleysu og það er einmitt það sem ég vil sjá í góðri ræmu.
Hreina og klára vitleysu, takk!
CAT IN THE WALL
Ég er frekar spenntur fyrir þessari ræmu. Myndin
fjallar um drama og leiðindi í fjölbýlishúsi. Þetta er
eitthvað sem flestir kannast við og því getur maður
líklega sett sig í spor fólksins í myndinni.
„Í fjölþjóðlega hverfinu Peckham í Suðaustur-London
lendir búlgörsk fjölskylda í miklum erjum við nágrann-
ana í blokkinni sinni vegna villikattar sem þau taka
upp á arma sína,“ segir í lýsingu myndarinnar. Hversu
fyndið er það, einn köttur sem gerir allt vitlaust? Þetta
hljómar eins og góð DV-frétt! Það eina sem myndi gera
mig spenntari fyrir þessari mynd er ef Adam Sandler
myndi leika köttinn.