Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 17
EYJAN 17DV 2. OKTÓBER 2020 Tveggja flokka kerfið Það er gömul saga og ný að einmenningskjördæmi ala af sér tveggja flokka kerfi. Bandaríkin eru líkast til skýr- asta dæmið, þó þau séu mun fleiri og víðar. Demókratar og Repúblikanar eru þessir tveir flokkar. Demókratar til vinstri og Repúblikanar til hægri. Bandarísk kosningalöggjöf og hefð hefur að miklu leyti fest þessa skiptingu í sessi. Þannig miðar löggjöfin oft að þessum tveimur flokkum og leggur grunn að baráttu tveggja flokka, ekki þriggja. Flokkarnir tveir hafa svo orðið að ríki í ríkinu. Þeir hafa úr milljörðum dala að spila í hverjum kosningum og stjórna að mjög miklu leyti hvernig bandarísk stjórnmála- saga þróast. Fyrr á árum voru ákvarðanir um tilnefningar til embætta að mjög miklu leyti teknar í reykfylltum bakher- bergjum en samhliða almennri lýðræðisþróun í Bandaríkj- unum hefur orðið breyting á þessu. Nú fara fram fyrirferð- armiklar forkosningar í báðum flokkum þar sem stuðst er við kjörmannakerfi sambærilegt því sem stuðst er við í aðal- kosningunum. Flokkarnir stýra, eftir sem áður, hverjir eru útnefndir. Hefur þetta „vald“ verið nefnt dagskrárvald stjórnmála- flokkanna. Þannig stjórna innmúraðir flokksmenn um hvaða tvo frambjóðendur verður kosið í aðalkosning- unum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil pólarísering í bandarískum stjórnmálum og gjáin á milli hugmynda- fræði flokkanna tveggja dýpkað. Það hefur líka orðið til þess að kjósendur innan flokkanna eru hugmyndalega „fjær“ almennum kjósendum. Það veldur því að frambjóð- endur þurfa að höfða til sitt- hvors kjósendahópsins í for- kosningunum annars vegar og aðalkosningunum hins vegar. Framkvæmd kosninga Vegna þess að bandarískar alríkiskosningar eru í raun 51 aðskildar kosningar er ekki um að ræða heildstæðan staðal um hvernig haga skuli kosn- ingum. Þannig eru kjörseðlar, talningaraðferðir, fjöldi kjör- staða og kosningalög og -regl- ur gjörólík á milli ríkja. Sums staðar er kosið í tölvu, annars staðar með stimplum, svo með blýanti á þriðja stað. Þessi ólíka framkvæmd hefur verið til umfjöllunar í tengslum við réttindabaráttu svartra. Kjörstaðir eru almennt á for- ræði sveitarstjórna í Banda- ríkjunum og ber þeim lögum samkvæmt að fjármagna at- kvæðagreiðslurnar. Þannig eru kjörstaðir gjarnan færri á fátækari svæðum og verr mannaðir. Það leiðir til þess að meiri tíma getur tekið þá íbúa að kjósa en annars staðar. Þar sem kosið er á þriðjudögum hefur þetta sums staðar leitt til þess að fátækir hafa hrein- lega ekki kost á því að fara úr vinnu á virkum degi í fleiri klukkutíma til þess að kjósa. Þetta snertir svarta íbúa sér- staklega illa. Sum ríki gera hreina saka- skrá að skilyrði fyrir kosn- ingarétti og enn önnur svipta þá kosningarétti sem eru með ógreiddar sektir í kerfinu. Þetta er sagt bitna sérstak- lega á svörtum íbúum Banda- ríkjanna. Til þess að geta kosið þarf viðkomandi að hafa skráð sig á kjörskrá vissum tíma fyrir kosningar. Til þess að geta skráð sig á kjörstað þarf við- komandi í flestum tilfellum að hafa fasta búsetu á tilteknum stað. Þetta útilokar þannig heimilislausa frá þátttöku í kosningunum. Enn og aftur snertir þetta minnihlutahópa einstaklega illa. Kosningaþátttaka var árið 2016 aðeins 55,4 prósent í Bandaríkjunum. Kosið verður þriðjudaginn 3. nóvember að þessu sinni. n Höfundur er stjórnmálafræðingur Bandarískar al- ríkiskosningar eru í raun 51 að- skildar kosning- ar. BÓNUS NETTÓ KRÓNAN FLY OVER ICELAND LÖÐUR NAMMI OG ÍSPINNAR MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS | GJÖF F YRIR ALL A SEM KOMA OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19 Á FISKISLÓÐ 39 990 kr. 1.490 kr. 990 kr. 990 kr. 2.990 kr. SÍÐU STU DAG ARN IR NÆG BÍLA- STÆÐI 990 kr. 990 kr. 990 kr./stk. Nesbø pakki 1.990 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.