Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 31
Matseðill
Alberts
Morgunmatur
Chia-grautur með lífrænni jógúrt
og kanil og stundum ávöxtum. Ég
er mikill kaffikall og finnst kaffi
með rjóma mjög gott. Ég fæ mér
tvo svoleiðis bolla fyrir hádegi.
Hádegismatur
Kjúklingur í mangó-sósu.
Kvöldmatur
Þetta er svo fjölbreytt. Í kvöld
er grænmetissúpa með kókos-
mjólk og seinna í vikunni verða
kjötbollur með kúrbít og þorskur
með beikoni.
Fiskisalat – einfalt, fljótlegt og hollt
Fiskisalat
100 g soðinn fiskur
1 bolli soðið kínóa
½-1 bolli léttsoðið grænmeti (spergilkál og gulrætur)
Blaðlaukur
2-3 msk. gott mæjónes
Blandið öllu vel saman og kryddið með salti og pipar.
Mæjónes
2 egg
1 tsk dijonsinnep
4 dl góð matarolía
1 tsk. sítrónusafi
Salt og pipar
Setjið egg í matvinnsluvél, hellið olíunni smám saman
út í og hafið vélina í gangi allan tímann.
Bætið við sinnepi, sítrónusafa og bragðbætið með salti
og pipar.
Albert heldur úti einu vinsælasta matarbloggi landsins, AlbertEldar.com. MYND/ANTON BRINK
MYND/ANTON BRINK
Albert á nýju mataræði
Listakokkurinn Albert Eiríksson var að byrja á nýju mataræði sem hann ætlar að
fylgja í fjórar vikur. Þegar við ræddum við hann var hann búinn með fyrstu vikuna.
Enginn viðbættur sykur, ekkert áfengi og einungis hollur og næringarríkur matur.
A lbert fylgir mataræðinu ásamt stórum hóp af fólki í næringarráðgjöf
hjá Elísabetu Reynisdóttur.
„Þetta er til að hafa stjórn á
blóðsykri. Hugmyndin er sú
að blóðsykurinn verði jafn-
ari, bólgur minnki og maður
fái aukna orku, og þyngdartap
fyrir þau sem þurfa,“ segir Al-
bert.
„Það er búið að ganga vel.
Það var svolítið erfitt að ná
taktinum, það er gert ráð
fyrir að maður borði morgun-
mat, hádegismat og kvöldmat,
og ég er ekki vanur að borða
morgunmat. Þannig að ég
þurfti að hugsa aðeins upp á
nýtt, en það kom alveg mjög
fljótt. Þetta er góður og fjöl-
breyttur matur,“ segir Albert.
Hann segir að mataræðið
samanstandi af alls konar
kjöti, grænmeti en mjög lítið
er af kolvetnum. Mataræðið
myndi flokkast sem lágkol-
vetnamataræði en ekki ketó
þar sem hann borðar stundum
ávexti eins og mangó, perur
og epli.
Albert segir að sér líði ótrú-
lega vel eftir viku á þessu
fæði, þrátt fyrir að hafa dottið
í sukkið í kaffiboði á sunnu-
deginum. Hann ætlar að halda
ótrauður áfram.
„Ég féll á sunnudaginn. Það
var kökuboð, það var bara
þannig,“ segir hann og hlær.
Eldhúsið
Albert heldur úti vinsælu síð-
unni AlbertEldar.com og sam-
nefndri Facebook-síðu. Hann
ver miklum tíma í eldhúsinu
og segir að þetta mataræði sé
viss áskorun fyrir hann.
„Ég hef mjög gaman af því
að baka og stússast í hveiti
og sykri og því sem telst ekki
endilega það hollasta. Þannig
að fyrir mig er þetta ákveðin
áskorun, sem gekk alveg þar
til á sunnudaginn. Þá datt ég
gjörsamlega í það,“ segir Al-
bert.
„Ég finn mikinn mun á mér
við að sleppa sykrinum. Orkan
mín er miklu jafnari, ég sef
vel og verð aldrei svona ban-
hungraður. Eftir að ég náði
þessum takti þá hefur mér
liðið ofboðslega vel,“ segir
hann.
„Það sem hefur kannski
komið á óvart er hvað þetta
er fjölbreyttur matur og rosa
bragðgóður. Mér líður vel
og þetta er í raun miklu auð-
veldara en ég hélt. Maður
miklar það svo oft fyrir sér að
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
fylgja einhverju prógrammi.
Stundum er maður þreyttur á
að elda og finnst maður alltaf
vera að gera það sama og er
hálf andlaus, og þá er svo gott
að fá svona prógramm til að
fylgja.“ n
MATUR 31DV 2. OKTÓBER 2020