Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 2. OKTÓBER 2020 DV og pabbi að leita að kornfleks- pakkanum sem við höfðum tekið en aldrei neitt meira.“ Eftir að foreldrar Sillu lét- ust kom þó aldrei til greina að selja íbúðina þeirra á neðri hæðinni heldur tók húsið það aftur að sér að safna af- komendum. Í dag búa börnin þeirra þrjú heima með maka og barnabörn. „Húsið er vant þessu. Það bara andar eins og við viljum. Sonur minn er með son sinn hjá okkur, dóttir mín með sína litlu og kærastann og þessi yngsta 22 ára með kærastann.“ Ert þú þá ekki bara föst í að elda ofan í alla? „Jú, jú, stundum, og sonur minn er líka duglegur að elda. Við eigum líka sumarbústað og erum mikið þar eða þau. Þetta dreifist bara vel. Þetta eru allt krakkar sem eru að reyna að koma undir sig fót- unum og mér dettur ekki í hug að segja þeim að fara að leigja fyrir tvö hundruð þúsund á mánuði.“ Hún viðurkennir þó að hún verði alveg pirruð við skarann ef illa er gengið um. „Það er tvennt sem ég vil að sé í lagi. Að það sé ryksugaður stiginn og hreint eldhúsið – jú, og stofan. Ég get alveg alveg lát- ið í mér heyra. Skellt skápum og svona en þetta gengur al- mennt bara vel. Við erum í takt,“ segir Silla sem heldur fast í jákvæðnina. Þetta verður allt í lagi „Jákvæðnin og það að vera hláturmild, mér finnst gaman að hlæja, það er það sem ég er svo ánægð með. Það hefur gert lífið mitt betra. Ég er ekki langrækin eða verð mjög reið. Ég æpi ekki eða öskra. Eða kannski jú. Ekki mikið. Ég þegi yfirleitt ef ég verð reið. Það er þungt í mér og ég skelli skápum. Þá er kannski enginn búinn að vaska upp og ég skelli öllu með látum í vaskinn. Já, og ég blóta. Krakkarnir mínir myndu segja það. Ég blóta alveg hrikalega og mér finnst það geggjað. Skápa skellingarnar skila engu og ég veit það en ég geri það samt.“ Silla segist almennt ekki vera reið týpa né langrækin. „Ég verð frekar hrædd en reið. Þú veist, hugsa um hvort börnin mín og barnabörn séu örugg og hvort þau séu ham- ingjusöm. Það er fáránlegur frasi en þetta snýst allt um það.“ En með COVID. Ertu að fylla á frystinn og undirbúa heilt hús undir sóttkví? „Nei. Ég er ekkert að hugsa um það. Og ég er almennt ekkert hrædd. Ég hugsa bara, þetta verður allt í lagi. Kannski fáránlegt og barna- legt en ég segi það samt. Þetta verður allt í lagi.“ Gleymdi pilsinu Silla er meinfyndin og óhrædd við að deila sögum af óförum sínum. „Ég er oft að flýta mér og á það til þegar ég klæði mig að vinna hratt. Þá fer ég í mínar 80 den sokkabuxur, bol og skóna og þramma um. Svo einn morgun er ég að verða sein, Torfi kominn út í bíl, ég stekk í úlpuna og kem mér upp í RÚV. Nú, þegar ég klæði mig úr kápunni tek ég eftir að ég er ekki í pilsinu. Ég trúi þessu varla, geng um og hugsa: Guð, ég get ekki sagt neinum frá þessu! Svo byrja ég að hlæja, og er farin að tárast úr hlátri, geng fram á gang og hitti þar Helga Seljan og Jónatan Garð- arsson og held fyrir munninn og tárin leka og ég segi við þá: Þið verðið að hjálpa mér.“ Á þessum tímapunkti segir Silla að þeir félagar hafi hrokk- ið í kút og gert ráð fyrir hinu versta. „Ég sýndi þeim að ég var ekki í pilsinu undir kápunni, þeir þögðu aðeins og Helgi sagði: Bíddu aðeins, náði í myndavélina og tók af mér mynd, og sagði „ég bara verð“. Jónatan keyrði mig svo heim, ég klæddi mig í pilsið, fór aftur upp eftir og tók brosandi á móti gesti mínum eins og ekkert hefði gerst,“ segir hún og hlær. Næstu daga hrósuðu vinnufé- lagarnir Sillu í hvert sinn sem hún mætti fullklædd. Hamingjan býr í draslskúffunni Það er einhver ró sem ein- kennir útvarpskonuna með góðu röddina þó að hún segist sjálf alltaf vera að flýta sér þó að hún þurfi ekki að vera mætt neins staðar. Gangi hratt frá og geri flest á fullum hraða og sé lítið í excel-hugsunum, eigin- maðurinn sjái um það. „Ég er til dæmis ekki með bókhaldið á hreinu og er í raun nokkuð hrædd við bókarann minn. Hann horfir alltaf á mig með nettri fyrirlitningu því hann veit að ég er ekki með þetta á hreinu. Svo er ég líka með draslskáp og skúffur sem ég treð í og loka svo bara hratt og vona það besta. Ég bara ýti.“ Ha? Það má ekki. Internetið vill að þú sért með allt í röð og reglu. Þú getur fengið ráð og myndir á Pinterest! „Nei. Guð, nei. Mér dettur það ekki til hugar,“ segir hún og um leið er hugsanlega komin útskýringin á hamingjunni sem einkennir hana. Það er þessi sátt og gleði yfir því sem hún á. Yfir fólkinu sínu, samvistum við börnin og að halda fókus á stóru hlutunum – og leyfa rusl- skápnum að vera eins og hann er. Vera með eldhúsinnréttingu sem er á svipuðum aldri og hún sjálf. Sjá fegurðina í því að þroskast og eldast með reisn og elska hluti og fólk fyrir söguna sem það segir. Silla verður 57 ára í nóvem- ber og segist fagna hverju ári innilega. „Tíminn er dýrmæt- ur. Ég pæli aldrei í því hvort ég sé orðin eitthvað gömul og hef aldrei gert. Af hverju á ég að gera það? Ég vil hafa heilsu en ég fer ekki í leikfimi. Ég hugsa stundum um það en þá deyr eitthvað inni í mér. Ég hef reyndar aldrei fengið pens- ilín þannig að ég hef haft góða heilsu. Ég lita á mér hárið, ég held ég muni alltaf gera það, en ég myndi aldrei láta breyta mér.“ Hefurðu aldrei farið í megr- unarkúr? „Nei, ég held ekki. Ég myndi bara deyja ef ég þyrfti að fara í megrun. Ég hef alveg farið í föt og hugsað: Voðalegt van- snið er á þessu, og svo áttað mig á að ég þarf aðeins að tóna niður átið. Ég hugsa vel um mig en nei, aldrei megrun. Það er svo hræðilegt. Borðum bara matinn, bara ekki of mikið, en nei, ekki megrun. Ég vil bara njóta lífsins.“ Að því sögðu liggur það beinast við að Silla eigi eftir að endurnýja kynni sín við Flórens og matarmarkaðinn. „Mig dreymir um það ein- hvern tímann. En hvað geri ég þá við alla krakkana?“ segir Sigurlaug og skellihlær, þessum hlátri sem hlustendur Rásar 1 þekkja svo vel. n Þegar ég klæði mig úr káp- unni tek ég eftir að ég er ekki í pilsinu. Ég trúi þessu varla, geng um og hugsa: Guð, ég get ekki sagt neinum frá þessu! Sigurlaug býr yfir einstökum sjarma sem skilar sér gegnum útvarpið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.