Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 2. OKTÓBER 2020 DV Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er ein ást- sælasta útvarpskona landsins. Hún man ekki eftir því að hafa byrjað á RÚV enda er hún uppalin á göngum Ríkisútvarpsins og vill helst hvergi annars staðar vera. S igurlaug er dóttir út-varpsmannsins Jónasar Jónassonar og dagskrár- gerðarkonunnar Sigrúnar Sigurðardóttur. Afi Sillu, eins og hún er kölluð, var Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri, svo ástríðan fyrir útvarpinu hefur sannarlega gengið í ættir. Fleira en ástríða fyrir fjölmiðlum hefur þó erfst þar sem samheldni fjölskyld- unnar er með eindæmum og virðist það einnig ætla að fylgja næstu kynslóð. Þetta sést einna best á því að tveir afleggjarar fylgja Sillu í dag. Dóttir hennar og dótturdóttir sem er sex mánaða og brosir að öllu sem amma gerir. „Mörgum finnst þetta ör- ugglega skrítið. Við erum bara eins og ein klessa. Þetta byrj- aði með mömmu og pabba. Við unnum saman, bjuggum saman og ferðuðumst sam- an. Það er kannski dálítið galið en einhvern veginn var þetta stórkostlegt og okkar gæfa. Við keyrðum saman í vinnuna, unnum, komum við í fiskbúðinni á leiðinni heim og settumst við kringlótta eldhúsborðið og fórum að tala um útvarp. Alltaf að tala um útvarp. Þetta var mín æska.“ Foreldrar Sillu létust bæði Sagan endurtekur sig Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Förðun: Elín Reynisdóttir Myndir: Valgarður Gíslason Sérstakar þakkir: Hótel Holt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.