Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Blaðsíða 9
ÁTTA ÁRA GAMLIR DRENGIR Í HENGINGARLEIK Móðir átta ára drengs segist hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar syni hennar var hótað hengingu af bekkjarbræðrum sínum. Börnin gerðu snöru úr reipi og hengdu upp í tré. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is M óðir drengsins deildi frásögn sinni á sam-félagsmiðlum í vik- unni en henni og fjölskyldu drengsins var illa brugðið. Móðirin segist hafa fengið símtal frá kennara drengsins sem greindi henni frá því að tveir bekkjarbræður hans hefðu gert snöru úr reipi og hengt upp í tré. Ætlunin var svo að setja hana um háls drengsins. Móðirin segist vera slegin yfir því að svo ung börn hrein- lega viti hvað það sé að hengja fólk. „Sem betur fer hljóp hann í burtu og á þessu var tekið strax af kennurum og talað um alvarleika málsins við þá stráka sem áttu hlut að málinu og allan bekkinn.“ Móðirin segir kennarana og skólann hafa tekið vel á mál- inu og drengurinn hennar er rólegur yfir þessu og upplifir ekki eftirköst. Sonur hennar sem er átta ára hefur ekki orðið fyrir einelti eða alvar- legri stríðni áður. Hún segist ekki vita hvort um óvitaskap var að ræða. Mikilvægt sé að vera vakandi yfir hugmyndum barna sem þekkja oft ekki al- varleika þess sem þau gera. Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur hjá Sálfræði- stofu Reykjavíkur, segist ekki geta tjáð sig um umrætt mál eða einstök mál en almennt geri börn sér ekki endilega grein fyrir því hvað það þýðir að deyja eða hversu endanlegt það er. „Ég held að yfirleitt viti börn, ef allt er í lagi hjá barn- inu, hvað er skaðlegt og hvað er ekki skaðlegt og vilji ekki valda skaða gagnvart öðrum. Upp að ákveðnu marki vita þau hvað má og hvað má ekki gera. Hins vegar eru börn ekki endi- lega farin að gera sér grein fyrir muninum á lífi og dauða eða hvað það þýðir að deyja. Það er ekki sjálfsagt að börn átti sig á að dauðinn sé óaftur- kræfur.“ Hún segir að almennt séð Myndin tengist fréttinni ekki beint. MYND/GETTY séu börn ekki að hóta alvarleg- um líkamsmeiðingum. Ef svo er, sé það viðvörunarmerki. „Auðvitað getur myndast hóp- æsingur þar sem eitt leiðir af öðru en börn sem sýna grófa ofbeldishegðun eru oft sjálf með áföll sem valda því að þau sýna mjög ofbeldishneigða hegðun. Þá er mikilvægt að það sé kannað hvort börnin sem gera slíka hluti séu örugg í sínu umhverfi,“ segir Gabrí- ela Bryndís. n Sálfræðingur segir börn ekki alltaf átta sig á að dauðinn sé endanlegur. í fangelsinu til fyrirmyndar. „Þetta er mjög snyrtilegt húsnæði. Ekki það að ég hafi valsað mikið um í fangels- um, hvorki á Íslandi né hér. En manni finnst þetta helst minna á snyrtilegt skólahús- næði á Íslandi. Það er mjög vel að þessu búið og eins og hann [Gunnar Jóhann] sagði sjálfur þá er hann ánægður með að- búnað þarna og segir þarna vera ágætis samfélag milli fanganna og fangaverðir voru allir mjög kurteisir og þægi- legir við mig og þetta virtist vera alveg til fyrirmyndar. Enda eru norsk fangelsi mjög góð. Þau hafa fengið þann dóm hjá alþjóðlegum úttektar- nefndum.“ Á betri stað í dag Blaðamaður DV forvitnaðist um það hvort Gunnar væri bjartsýnn eða svartsýnn fyrir framhaldinu. „Við reyndar fórum ekki á þær slóðir í umræðunni. Hann hefur fengið mikla faglega hjálp enda hefur hann setið þarna síðan hann var handtek- inn. Hann talaði sjálfur um það í viðtalinu að hann hefði fengið mikla aðstoð fagfólks. Þannig að hann segist vera á allt öðr- um stað andlega en hann var fyrir einu og hálfu ári.“ Gunnar Jóhann hafði gengið í gegnum djúpa andlega lægð í aðdraganda harmleiksins og meðal annars lagst inn á geðdeild. Að harmleiknum yfirstöðnum glímdi hann við miklar sjálfsvígshugsanir og vanlíðan. „Hann sagði einnig að hann ætlaði að nota tímann þarna inni, hversu lengi sem það verður, til að mennta sig og einbeita sér að því að vera edrú um alla framtíð. Það var alls ekki slæmt í honum hljóðið en hann sér mikið eft- ir þessu að eigin sögn og hann eyddi miklu púðri í að hann væri búinn að klúðra málum gagnvart öllum í kringum sig, eins og ég vitnaði í. En hann bar sig vel.“ Betur haldið utan um fanga Það sætir kannski nokkurri furðu að Gunnar hafi fyrst fengið viðeigandi aðstoð eftir jafn skelfilegan atburð, en Atli Steinn telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar þú situr inni og bíður dóms horfir málið allt öðruvísi við en þegar einstaklingar eru frjálsir og kannski bara með sinn heimilislækni á bak við sig að reyna að komast inn á einhverjar stofnanir í með- ferðir og hjálp, bara eins og við þekkjum úr heilbrigðis- kerfinu á Íslandi. Þannig að það er kannski skiljanlegt að betur sé haldið utan um menn sem eru komnir inn í fangelsi þar sem þeim er haldið nauð- ugum og þeir verða að vera. Þá ber ríkinu að útvega þeim þessa aðstoð vilji þeir þiggja hana. Svo er staðan önnur og snýst ósjaldan um biðlista og hverjir eru í sumarfríum og þar fram eftir götunum þegar menn eru að reyna að komast sjálfviljugir í einhverja að- stoð. Það er bara eins og við Íslendingar þekkjum, reikna ég með.“ Dómur innan skamms Dóms er svo að vænta í mál- inu á næstu þremur vikunum. Atli Steinn býr í Ósló, höfuð- borg Noregs, og er það tölu- vert ferðalag að fara þaðan til Finnmerkur. Aðspurður segir Atli Steinn það ólíklegt að hann leggi á sig þetta ferðalag þegar dómur verður kveðinn upp. „Nei, ég hugsa að ég fari nú ekki. Þetta er mikið ferða- lag, þetta eru alveg tvö til þrjú flug fyrir mig að komast þarna upp eftir, í raun lengra en ferðalag til Íslands héðan frá Ósló. Maður er náttúru- lega kominn langleiðina upp á norðurpól þegar maður er kominn til Finnmerkur. Ég var rétt hjá Múrmansk í Rúss- landi sem er við Barentshafið og þetta er töluvert norðar en Ísland. Noregur er næstum tvö þúsund kílómetrar á lengd. Fjórum sinnum lengra en Ís- land er frá vestri til austurs. Svo ég fer ekki á staðinn en blaðamenn geta sótt um að- gang að dómstólakerfinu með innskráningu og þar höfum við aðgang að dómum og ákærum og getum fylgst með.“ Nú eru dómarar í málinu lagstir undir feld og mun það skýrast á næstu vikum hvort um hræðilegt slys hafi verið að ræða eða morð af yfirveguðu ráði. Sama hvað verður, er ljóst að um gífur- legan harmleik er að ræða, enda koma Gísli Þór og Gunn- ar Jóhann úr stórri fjölskyldu sem eftir situr í sárum. Þar á meðal börn en Gunnar á tvö börn með barnsmóður sinni en annað þeirra er skýrt eftir föðurbróður sínum heitnum. n Bræðurnir voru bestu vinir: Gunnar Jóhann t.v. og Gísli Þór t.h. MYND/FACEBOOK FRÉTTIR 9DV 2. OKTÓBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.