Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Qupperneq 4
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Hertar aðgerðir
Mikil fjölgun hefur átt sér stað í vikunni á nýjum tilvikum
kórónaveirunnar og því var gripið til hertra aðgerða hér inn-
anlands í vikunni. Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að vera lítið
á ferðinni og halda sig heima eins og kostur er. Flest eru til-
fellin á höfuðborgarsvæðinu og hafa aðgerðastjórnir almanna-
varna í landshlutum þar sem minna er um smit hvatt íbúa til
að gera sér ekki ferð í höfuðborgina að óþörfu. Eins hefur
veitingastöðum verið gert að loka klukkan 21.00 á kvöldin,
líkamsræktarstöðvar eru lokaðar og sóttvarnalæknir hefur
biðlað til íþróttafélaga að fresta æfingum og leikjum. Allir
sem finna fyrir minnstu einkennum eru beðnir um að halda
sig heima og fara í sýnatöku. Eins hefur allt helgihald þjóð-
kirkjunnar verið fellt niður.
Snúa vörn í sókn
Smálánafyrirtækið eCommerce2020 hefur staðið í ströngu
undanfarið en Neytendasamtökin hafa verið í herför gegn
smálánum á okurvöxtum um nokkurt skeið. Nú hefur smálána-
fyrirtækið stefnt Neytendasamtökunum og formanni þeirra,
Breka Karlssyni, vegna ummæla sem látin voru falla í tölvu-
póstssamskiptum milli eCommerce2020 og Neytendasam-
takanna. Krefst smálánafyrirtækið þess að ummælin verði
dæmd dauð og ómerk og að samtökunum verði gert að greiða
skaðabætur. Málið þykir nokkuð sérstakt þar sem umrædd
ummæli voru ekki látin falla á opinberum vettvangi.
Mál átta kvenna tilkynnt Landlækni
Sævar Þór Jónsson lögmaður sem hefur farið með mál kvenna
sem telja mistök hafa átt sér stað við greiningu sýna þeirra
hjá Krabbameinsfélaginu, hefur tilkynnt mál átta kvenna til
Landlæknis. Konurnar fóru í sýnatöku og fengu niðurstöður
um að allt væri með felldu, en telja að ef rétt hefði verið staðið
að greiningu hefðu þær verið greindar með frumubreytingar.
Svandís stígur til hliðar
Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, steig tímabundið
til hliðar frá störfum sínum í vikunni vegna veikinda innan
fjölskyldu hennar. Dóttir hennar var greind með krabbamein
í sumar og nú virðist sem að frekari veikindi hafi komið upp
innan fjölskyldunnar sem krefjist þess að ráðherra stígi til
hliðar til að hlúa að fjölskyldu sinni. Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fer með verkefni
Svandísar í fjarveru hennar.
Hnífstunga og farbann
Erlendur leikmaður Einherja í þriðju deild karla í knattspyrnu
á Vopnafirði er grunaður um að hafa stungið annan mann með
hníf í gleðskap á Akureyri um síðustu helgi. Þetta staðfesti
lögregla í samtali við DV og greindi frá því að farið yrði fram
á farbann yfir leikmanninum. Átökin í umræddm gleðskap
munu hafa átt rætur að rekja til þess að vísa hafi átt leik-
manninum á dyr og hafi hann tekið það óstinnt upp.
Úlfúð vegna ummæla
Kristján Þór Júlíusson vakti
athygli í vikunni þegar hann
sagði að það væri einungis
lífsstíll að vera bóndi, en ekki
spurning um afkomu. Lands-
samband sauðfjárbænda, þing-
maður Framsóknarflokksins,
Silja Dögg Gunnarsdóttir, og
stjórn Nemendafélags Land-
búnaðarháskólans voru meðal
þeirra sem gagnrýndu Krist-
ján. Sjálfur segir Kristján Þór
að ummælin hafi verið slitin
úr samhengi og hann líti alls
ekki á sauðfjárrækt sem tómstundagaman.
1 C-strengurinn er að gera allt vitlaust Svonefndur C-strengur
nýtur nú nokkurra vinsælda. C-
strengurinn er í laginu eins og bók-
stafurinn C og er vinsæll meðal þeirra
sem elska sólböð og vilja ekki för
eftir nærbuxurnar.
2 „Dóttur minni var nauðgað og hún myrt“ segir Gerður. „Ég er
ófær um að sætta mig við þetta“
Gerður Berndsen berst fyrir réttlæti
fyrir dóttur sína Áslaugu Perlu Krist-
jónsdóttur sem var myrt í Engihjalla
árið 2000 en dómstólar hafa aldrei
viðurkennt að Áslaugu hafi verið
nauðgað.
3 Íslenskur hjartalæknir dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi –
Játaði brotin Íslenskur læknir hefur
verið margdæmdur sekur um um-
ferðarlagabrot, meðal annars að aka
án réttinda. Nýlega var hann dæmdur
til fjögurra mánaða fangelsisvistar
eftir enn eitt brotið.
4 Telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan skömmu fyrir kynlíf á
klósettinu Nicklas Bendtner sem lék
um tíð með knattspyrnuliðinu Arsenal
gaf út ævisögu nýlega þar sem hann
greindi frá því að hafa verið byrlað
ólyfjan.
5 Guðmundur játar syndir sínar – Biður íslensku þjóðina
afsökunar Guðmundur Ólafsson
hagfræðingur var í nefnd sem kom á
fjármagnstekjuskatti á Íslandi. Hann
sér eftir því í dag.
6 Fór í „swing partý“ og þetta lærði hún Ástralskur kynlífs-
fræðingur skrifaði grein um reynslu
sína af makaskipta-partýi.
7 Einhleypar og eftirsóttar DV tók saman nokkrar eftirsóttar
íslenskar konur á lausu.
8 Mánuði eftir hneykslið á Ís-landi eru stjörnur Englands
aftur í klípu – Fjöldi braut reglur um
helgina Enn eru meðlimir breska
landsliðsins í knattspyrnu að koma
sér í klípu. Þrír leikmenn fóru í teiti
síðustu helgi og brutu sóttvarna-
reglur.
OnePortal er
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjó ustu allan sólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lau n sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála
innan fyrirtækisins og notendur
geta á einfald n máta sótt
lista yr þau mál sem þeir
bera ábyrgð á.
Vilt þú koma
skjalamálunum
í l g?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Records
Mála- og skjalak rf
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
4 FRÉTTIR 9. OKTÓBER 2020 DV