Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Page 21
HANNES STEINDÓRSSON
Hannes er vinsæll fasteignasali og starfar hjá fasteignasölunni Lind.
Hannes er heimakær, vill hafa minimalískt og smart í kringum sig og stundar
líkamsrækt af kappi.
SKÚLI ANDRÉSSON
Skúli er draumurinn sem læðist að sögn vina hans. Bæði er maðurinn virki-
lega skemmtilegur og eldklár. Skúli er kvikmyndagerðarmaður og ljósmynd-
ari og hefur starfað bæði hjá RÚV, Reykjavík studios og hjá Össur. Hann
er frá Djúpavogi og þeir sem þekkja til segja hann sannkallaðan draum.
Fyndinn, flippaður og fagur.
SÖLVI SNÆR MAGNÚSSON
Sölvi er þekktur smekkmaður og
gekk lengi undir nafninu Sölvi
í Sautján, eftir að hafa unnið
hjá fyrirtækinu í mörg ár, meðal
annars sem listrænn stjórnandi.
Síðan stofnaði hann tískuvöru-
verslunina Retro, stýrði auglýs-
ingasölu hjá 365 og starfaði við
hönnun hjá Ellingsen. Í dag er
Sölvi einn eigenda Laundromat
Café við Austurstræti.
EMIL PÁLSSON
Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson frá Ísafirði leikur
með norska liðinu Sandefjord, en liðið leikur í úr-
valsdeildinni. Emil lék með FH áður en hann fór í at-
vinnumennsku og hefur í gegnum tíðina brætt nokkur
hjörtu með breiðu brosi og fögrum lokkum. Svo er bara
spurning hvort hann lokkar til sín sanna ást til Nor-
egs? Heyrst hefur að húðflúrin, þvottabrettið, hvítar
tennur og góður fatasmekkur Emils, sé bara toppurinn
á ísjakanum.
RAGNAR AGNARSSON
Leikstjórinn og kyntröllið Raggi Agnars er ekki leiðinlegur. Raggi er einn eigenda SagaFilm og
hefur starfað við kvikmynda-, auglýsinga- og sjónvarpsþáttagerð um árabil. Raggi stundar
líkamsrækt af kappi, drekkur ekki áfengi, er lunkinn í golfi og hvers manns hugljúfi.
MYND/FACEBOOK
MYND/AÐSEND
MYND/INSTAGRAM
MYND/INSTAGRAM
FÓKUS 21DV 9. OKTÓBER 2020
M
Y
N
D
/T
W
IT
T
E
R