Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Síða 32
Gulrótarkaka Þessa gulrótarköku fékk ég að smakka hjá frænku minni í sumar og fannst hún einstaklega góð. Ekta haustkaka með góðum kaffi- bolla. Ferskar gulrætur, blandaðar hnetur og kanill; þessi blanda getur ekki klikkað. Gulrótarkaka 2 dl olía 200 g púðursykur 4 egg 175 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 400 g gulrætur (rifnar) 1 bolli rúsínur 250 g hnetur (ég notaði heslihnetur og pekanhnetur ) Hreinsið og rífið gulræturnar. Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman. Smyrjið eldfast form, setjið deigið í og bakið í ofni við 180 gráður í um 35 mínútur. Rjómaostakrem 200 g rjómi 100 g rjómaostur, við stofuhita 2 msk. flórsykur Þeytið rjómann. Bætið rjómaost- inum og flórsykrinum saman við. Smyrjið kökuna með kreminu þegar hún hefur aðeins fengið að kólna. Verði ykkur að góðu. Una í eldhúsinu Tvöföld Toblerone gleði Hver elskar ekki súkkulaðimús og Toblerone? Hér er kominn ein- staklega góður desert sem sam- einar þetta tvennt. Hérna kemur uppskrift fyrir 4-5 einstaklinga. 6 dl rjómi 3 egg 100 g Toblerone súkkulaði 200 g Toblerone súkkulaði hvítt Fersk ber að eigin vali hindber, jarðarber svo eitthvað sé nefnt. Byrjið á hvítu músinni, en þá er byrjað að þeyta 4 dl af rjóma. Bræðið 200 g af hvítu Toblerone yfir vatnsbaði. Hrærið 2 egg í skál og hrærið súkkulaðið saman við. Blandið svo rjómanum saman við. Setjið í glös og inn í ísskáp í um 5 mínútur, á meðan útbúið þið hinn helminginn. Byrjið á að þeyta 2 dl af rjóma. Bræðið 100 g Toblerone yfir vatns- baði. Hrærið egg í skál, blandið súkku- laðiblöndunni út í og hrærið. Að lokum er rjómanum bætt saman við. Takið hvítu músina út úr kæli og hellið dekkri blöndunni yfir þá hvítu, setjið hindber og smá flór- sykur til skreytingar og inn í kæli í um 3-4 klst. Una Guðmunds matgæðingur DV leggur til að fólk njóti sam- komutakmarkana heima við með heimabakstri og spjalli. MYNDIR/AÐSENDAR 32 MATUR 9. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.