Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 3

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 3
Jólin 1995. AUSTRI 3 J-tvað tpstajóíinr Á undanförnum árum hefur áhyggja manna og umrœða öll um jólahald að mestu snúist um hvað það kostar í beinhörðum peningum að halda jól. Einhverjir misvitrir gefa sér forsendur um hvað þurfi til jólahalds og síðan er tekið til við að reikna. Reiknaðu nú reiknismaður snjalli... Utfrá þessum útreikningi er síðanfarið aðfjalla um þjóðfélagsmál afhinu ýmsasta tagi svo og efnahagsmál. Svo langt hefur þetta gegnið, að kirkjunni er kennt um fjárhagsvanda fólks í kringum jólin. En það er nú þannig að sönn jól hafa lítið með peninga, notkun eða misnotk- un þeirra að gera. Fyrir fimmtán árum lenti ung fjögurra barna móðir í alvarlegu bílslysi í lok nóvember. Yngsta barnið var á brjósti. María slasaðist mikil en þó ekki Ufshœttulega. Hún var millistéttarkona, skilin, með trygga atvinnu og meðallaun. Faðir barna hennar sá ekki ástœðu til að skipta sér af aðstæðum barna sinna þó móðirin lœgi slös- s s uð á sjúkrahúsi. I stuttu máli skapaðist mikill vandi, þegar móðirin ogfyrirvinnan varð úr leik um stund. Ifyrstu hugsaði María ekki til þess að nokkur möguleiki vœri á því, að hún yrði ekki heil heilsu löngufyrir jól. Tíminn leið og sárin gréru illa. Læknar sögðu, að hún væri sennilega illa fyrirkölluð og þess vegna tœki það lengri tíma að batna. Ja, hvort hún var ekki illa fyrirkölluð ? Hún hafði ekki sofið heila nótt í meira en tvö ár. Henni fannst hún gœti sofið eilíflega. „Hvað verður um börnin mín?“ var erfiðasta spurningin sem kvaldi hana ífyrstu. Þegar á leið urðu áhyggjurnar vegna jólahaldsins œ þyngri. Einhvern veginn fannst Maríu hún engan eiga að. En það undar- lega gerðist, það varð einhvern veginn þannig, að fjöldifólks rétti þessu bágstadda heimili hjálparhönd. Ættingj- ar, sem áttu ekki vanda til að aðstoða, hvorki fyrr né síðar, studdu Maríu og börnin í neyð þeirra og það sem henni þótti allra vœnst um, var hreint ótrúlegt framlag starfsgreinafélags kvenna, sem tók sig til og óku yngsta barninu til móðurinnar þrisvar á dag til að það gœtifengið að drekka. Enginn spurði: „Hvað get ég gert?“ All- ir sáu hvar skóinn kreppti að og tóku að sér verkefni sem þurfti að sinna. Það var erfitt að þiggja svona mikið. „Hvernig get ég launað þetta allt og með hverju?“ var áleitin spurning í huga Maríu. María átti „sína barnatrú“ og hafði ekki sinnt neinu trúlífi á fullorðinsárum. Skyldi ekki ávallt launa líku líkt, augafyrir auga og tönnfyrir tönn? Maríu var þetta mikið hugarangur. María útskrifaðist af sjúkrahúsinu í gifsi á Þorláksmessumorgun. Launfrá síðustu mánaðamótum voru uppur- in. Enginn jólamatur var til. Bíllinn, efbíl skyldi kalla var ónýtur. Hvernig snýr maður sig út úr þessu? Um há- degi komu konur úr starfsgreinafélaginu með heljarstóran kassa, báru inn í eldhús Maríu og spurðu hvar þær s œttu að gangafrá þessum. I kassanum var allt sem þurfti til matar á jólum og raunar meira en það. María var yf- irkomin og gat lítið sagt. Börnin kunnu sér ekki læti og voru hamingjusamari en María mundi þau nokkru sinni. „ Við erum ekki svona glöð, mamma, yfir jólakassanum bara, heldur afþví að þú ert komin heim og orðinfrísk á jólunum. “ Þessi jól urðu þau fyrstu, sem María fékk engan jólaböggul, með aðkeyptu innihaldi, heldur aragrúa lítilla heimalagaðra gjafa frá börnunum, en hversu mikið hafði hún ekki fengið af sönnum gjöfum þrátt fyrir það? Hverjum átti hún aðþakka? Þetta jólakvöldfóru María og börnin snemma að sofa og börnin báðu hana að lesa fyrir sig. Maríu var vandi á höndum þar sem börnin kunnu allt utan að sem til var á heimilinu afbarnabókum og engin ný hafði borist. Hún leitaði uppi Nýja testamentið sitt, sem hún hafði fengið í bernsku og börnin hennar sofnuðu ífyrsta sinn útfrá ritningarlestri, jólaguðspjallinu. Þetta er sönn saga og María og börnin, sem nú eru unglingar og fullorðið fólk halda sín jól. En þau kunna það að jólin kosta ekki pening, jólin eru guðsgjöf sem koma þó ekki sé bruðlað með peninga. Jólin eru hátíð, sem við höldum í minningu komu frelsarans í heiminn, Krists, sem gengur með okkur í gleði, styður okkur í erfiðleikum og ber okkur á höndum sér ef þörf krefur. Jesús sagði: „Það, sem að þér viljið, að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. “ Hvað kosta þá jólin? Sönn jól kosta ekki neitt, jólin eru ókeypis, þau eru kærleikur, ást og friður Guðs og meðal manna. s Guð gefi öllum íbúum á Austurlandi, svo og Islendingum öllum gleðilega jólahátíð. ik Sr. Þórey Guðmundsdóttir LHJ i

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.