Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 27

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 27
Jólin 1995. AUSTRI 27 tíma . Hann tók þétt og innilega í hendina á mér, spratt síðan upp, klappaði snöggvast á öxl mér og sagði um leið og hann hvarf til sinna starfa aftur, „guð fylgi þér vinur“. Ringlaður og ráðvilltur ráfaði ég fram á gang. Þar hitti ég hana Hreindísi okkar með gullkórónuna á höfðinu og kappann þar ofan á. Við tókumst í hendur og ég þakkaði fyr- ir mig og bað hana fyrir kæra kveðju til þeirra sem ekki voru á vakt. Að því búnu kvaddi ég yfir- hjúkrunarkonuna á deildinni, Jó- hönnu Björnsdóttur. Uti beið mín bíll, sem flutti mig ofan á Þórsgötu til Maríu systur minnar. Þegar þang- að kom sagði María mér að Hall- dóra systir okkar hefði hringt frá Vestmannaeyjum þar sem hún býr, en auk hennar áttum við þar aðra systur og bróður. Halldóra bauð mér að koma til eyja og dvelja hjá sér á meðan ég væri að ná mér og þáði ég það með þökkum. Tveim dögum seinna flaug ég til eyja og naut þar gestrisni systkina minna. Það fór svo að ég dvaldi þar nokkru lengur en ég hafði ætlað í fyrstu, sökum þess að ég fékk slæman vöðvasam- drátt í bakið og varð að leita til Ein- ars Guttor mssonar læknis. Hann sagði að vöðvasamdrátturinn kæmi af því að taugarnar sem lægju út vöðvana gæfu öfug boð. „Nú ætla ég að setja á þig hljóðbylgjur til þess að rota taugarnar," sagði hann „Batinn kemur svo smátt og smátt og það er bara að dútla eitthvað ró- lega o g fara ekki of geyst af stað í vinnu." Ég reyndi að njóta sólarinn- ar og góðviðrisins eins og ég gat. Einn daginn labbaði ég upp á Heiðaveg til Bjargar systur og Jónasar mágs míns. Rabbað var um góða veðrið og fjöllin, útsýnið og svo um nýjustu fréttir auðvitað. Ég rölti inn í stofu og settist þar við borð. A því lá nýr Moggi sem ég fór að fletta. Aftan við mitt blað stansa ég við mynd af litlum dreng, fyrir ofan hana stóð „Minningarorð". Ég þekki drenginn á myndinni og fer að lesa. Greinin byrjaði á að segja frá sjómanni sem hafði slasast um borð í togara um vorið og síðan legið á sjúkrahúsi. Um mánaðamótin júlí- ágúst var hann orðinn það hress að hann fær að skreppa heim til konu og bama. Þau sækja hann í leigubíl og snæða síðan ljúffengan hádegis- verð. Eftir máltíðina koma allir sér þægilega fyrir og spjalla, en móðirin biður börnin um að fara út í góða veðrið að leika sér. Mörg börn úr hverfinu eru að leika sér á ómalbik- aðri götunni sem liggur meðfram húsinu og þau bætast í þann stóra hóp. Skyndilega er friðurinn rofinn, það kemur stór hvftur bíll á mikilli ferð inn í götuna. Þetta er vörubif- reið af Tames Trader gerð. Börnin þyrpast upp að húsinu, en voru þau öll nógu fljót? Bíllinn brunar áfram og hverfur fyrir húshornið, drunur hans fjarlægjast og deyja út. I öðru hjólfarinu liggur óregluleg fata- hrúga, alblóðug, ötuð aur af göt- unni, þar er allt, sem eftir var af Iitla fjörlega drengnum, sem mér hafði alltaf fundist svo fallegur þegar hann hljóp inn eftir gólfinu á sjúkra- stofunni og hrópaði á pabba sinn. Ekkert líf lengur. Þannig var gjöf hins villta ónærgætna hraða til hins þjáða manns og fjölskyldu hans. Mér fannst eins og helkaldur ná- gustur dauðans færi um mig. Ég fleygði blað inu frá mér, reis upp og rölti fram á gang, smokraði mér í skóna og fór út. Einhversstaðar fyr- ir aftan mig heyrði ég í systur minni. „Ertu farinn, ætlarðu ekki að fá hjá mér kaffisopa?" „Ekki núna.“ Ég rölti niður tröppurnar en stansaði í þeim miðjum. Beint fyrir framan mig stóð stór hvítur vörubíll Tames Trader, en svo átta ég mig, lít á númerið V 280. Hér var sannarlega ekkert að óttast þessi Trader hafði aldrei ekið yfir neinn og myndi ekki gera það á meðan Jónas mágur minn sæti þar undir stýri. Tíminn leið, Eyverjar héldu sína þjóðhátíð og ég búinn að vera í 12 skipti í hljóðbylgjum hjá blessuðum lækninum og vöðvasamdráttur inn aðeins að byrja að gefa sig. Nokkru seinna fór ég austur á æskustöðv- arnar og var þar meira og minna viðloðandi á meðan eitthvað var þar af mínu nánasta skyldfólki. Haust nokkurt er ég á suðurleið með flugvél með viðkomu á Akur- eyri. Við farþegar að austan máttum fara snöggvast inn í flugstöðina og á meðan ég stóð við þar inni gekk stúlka fram hjá mér. „Sæll og bless- aður,“ sagði hún um leið og hún gekk hjá. „Já sæl og blessuð,“ sagði ég og reyndi að láta ekki á því bera að ég þekkti hana ekki, andlitið kom mér kunnuglega fyrir sjónir en svarta hárinu kom ég ekki fyrir mig. Þegar ég var að velta þessu fyrir mér heyri ég að kallað var frá af- greiðsluborðinu, „Hreindís". Ég hrökk við, þetta var þá hún Hreindís mín blessunin, sem hafði verið mér svo góð forðum daga. Alla leiðin suður var ég að brjóta heilann um það hvort þetta svarta hár eða gull- kórónan væri gervi en auðvitað komst ég ekki að neinni niðurstöðu. Tíminn lfður, liðin voru þó nokk- ur ár frá því að fyrrgreindir atburðir gerðust. Já, ég var sestur inn í eld- hús hjá Maríu systir minni sem þá var flutt ásamt fjölskyldu sinni í Bröttukinn 3 í Hafnarfirði. Nýr Moggi lá á borðinu, sem ég tók að fletta. A öftustu síðu var mynd af manni, sem ég þekkti strax. Ofan við hana stóð stórum stöfum „pró- fessor Snorri Hallgrímsson er lát- inn“. Mig setti hljóðan og ég fann að það var stutt í tárin. Þetta hjarta- hlýja mikilmenni varhorfið. Dáinn! Hann, sem átti svo mörg kærleiks- rík orð að segja við sjúklinga sína. Enn þann dag í dag get ég fundið hlýja þétta handtakið hans þegar við kvöddumst og fyrir eyrum mér hljóma síðustu orðin, sem hann sagði við mig. „Guð fylgi þér vin- ur.“ Sendum Siustfirðingum ofcjfitr 6estu jóía- og nýórrsté&eðjur Ht VIKUR PRJÓN Smiðjuvegi 15,870 Vík, 487-1250 Land og saga Getraun Að þessu sinni höfum við allt landið undir. Getraunin er fólgin í því að finna út 11 örnefni eða bæjarnöfn. Lýst er í stuttu máli landfræðilegum aðstæðum og komið inn á sögu viðkomandi staða. Þegar tekin er fyrsti stafurinn í hverju nafni eiga þeir að mynda nafn á bæ undir samnefndu fjalli á Vesturlandi. Bærinn var stórbýli um aldir og þar stunduð útgerð samhliða landbúskap. Þekktastur mun hann þó vera af smáskammtalækni sem þar bjó á síðustu öld er var landskunnur fyrir lækn- ingar sínar og skyggnigáfu. Svör á að senda til Austra fyrir 15. janúar 1996. Dregið verður úr rétt- um lausnum og bókaverðlaun veitt. Fjall 1107 m. hátt, austan við víðlenda sveit á Austurlandi. Sagnir greina frá að nafn þess sé komið af búsmala sem þar hafi farist í illviðri fyrir margt löngu. Einnig eru kenningar uppi um, að nafnið sé dregið af sérkennilegri fönn í fjallinu, sem sagt er að sjaldan eða aldrei taki upp og á hún að líkjast húsdýri, sem er fremur fágætt hérlendis. Fallegur klettadrangur sem trónir hátt á mikilli náttúrusmíð og sóttu menn þangað björg í bú fyrr á tímum. Það þótti hættuspil og guldu menn á stundum fyrir með lífi sínu. Þá var einn af kirkj- unnar mönnum fenginn til að vígja staðinn og segir þjóðsagan að hann hafi skilið eftir skákir óvígðar með þeim ummælum, að einhvers staðar þyrftu vondir að vera. Bær og kirkjustaður á Vesturlandi. Bær þessi er talinn hafa verið í byggð frá því á landnáms- öld. Nafn hans minnir á jarðyrkju sem mun hafa verið stunduð hérlendis fyrr á öldum, en féll svo niður þar til kom fram á 20. öldina. Núverandi ábúandi er þekktur myndlistarmaður og er listaverk eftir hann eitt það fyrsta sem flestir erlendir gestir sem koma loft- leiðis til landsins líta augum augum. Stuttur og breiður fjörður. Inn af honum er svo- lítill dalur og fellur Skriðjökull niður í dalbotn- inn. Við fjörð þennan er ekki lengur föst bú- seta. Þar er þó íþróttamannvirki sem göngulúnir menn, sem þar eru tíðir gestir yfir sumartímann, kunna vel að meta. Þar bjó á 12. öld Snorri Arngeirsson, sem var læknir góður. Sagnir greina frá, að vinsæll og dáður Hólabiskup, sem fótbrótnaði á siglingu til útlanda hafi verið settur þar á land til lækninga. ar gleður augað fallegur garður samnefndur eyju úti fyrir Austurlandi. Staðurinn er fornt höfuðból og kirkjustaður og þar bjó um tíma móðir gáfumanns, sem síðar varð biskup í Skálholti. Annar prestlærður maður kom þar á stofn skóla á fyrsta áratug aldarinnar. Og enn er þar skólasetur, þrátt fyrir breytta tíma. Vík 6 -7 km á breidd á milli sæbrattra fjalla. Þar hefur ekki verið föst búseta síðan í byrj- un 6. áratugarins en þar er nú vinsæll sum- ardvalarstaður. I víkinni myndaðist vísir af tveimur þorpum í byrjun aldarinnar og bjó þar þá á annað hund- rað manns. Veturinn er langur og erfiður á þessum slóð- um og er talið að klerkur sem þar þjónaði, borgfirskur að kyni, hafi kveðið sér til hugarhægðar í skammdeg- inu ljóðabálkinn Jóhönnuraunir. Hóll eða bunga í víðlendu héraði. Af hólnum er víðsýnt og á þaðan að sjást til 9 kirkna. Austan í hólnum er mikill jarðhiti og hefur þar byggst upp þéttbýli. Þar er skólasetur, rekin ferða- þjónusta og stunduð ylrækt. Skammt frá við þjóðveg- inn er minnismerki um eitt af ástsælustu skáldum þjóð- arinnar, sem ól að mestu aldur sinn í annarri heimsálfu. Allstórt stöðuvatn á Vesturlandi. Um miðjan 7. áratuginn var vatn þetta mikið í fréttum vegna óvenjulegrar þjónustu sem ferðafólki stóð þar til boða. Ekki sýndu landsmenn þessari nýjung mikinn áhuga og gekk fyrirtækið aðeins í tvö sumur. Vatnið hefur affall í annað stöðuvatn, en úr því rennur vel þekkt laxveiðiá sem fellur í samnefndan fjörð. All stór eyja í mynni innfjarðar. Eyjan liggur örstutt frá annarri eyju sem er sú stærsta á firðinum og liggur á milli þeirra sund sem heitir sama nafni og verslunarmiðstöð í Reykjavík. Svo stutt er á milli eyjanna að á milli þeirra má ganga á fjöru. I eyjunni bjó á 10. öld víkingur sem gerður var útlægur fyrir manndráp. Hann hélt þá í landaleit og var vel til fanga. Afskekktur bær á norðanverðu Austurlandi. Þaðan var stundaður sjór samhliða landbú- skap. Þar gerði kona með krafta í kögglum garðinn frægan á síðustu öld. Síðar settust þar að synir kjarnakonu úr Suðursveit. Bærinn mun hafa farið í eyði á 7. áratugnum. Þar var um árabil mannmargt heimili og um skeið rekinn unglingaskóli og veitt tilsögn í hljóðfæraleik. Landsvæði sem kennt er við mann, trúlega ekki norrænann að kyni, sem sumir vilja telja fyrsta landnámsmanninn. Þar er land stór- brotið og hrikalegt og auðveldast að komast þangað á sjó. Þar var fyrr á öldum fjölsótt útgerðarstöð og greina sagnir frá að þaðan hafi róið 30 skip þegar flest var. A svæði þessu voru þrjú býli og fór það sem lengst var í byggð í eyði árið 1941. Nafn Kt.: Heimili Póstnúmer Sími Númer korts: Mánaðaráskrift kr. 500 m/ vsk. Fyrsti mánuður frír Austri - Pósthólf 173 - 700 Egilsstaðir. (krossið þar sem við á) Eurocard n Vísa Gildistími Rithandarsýnishorn __________ Þeir sem greiða með korti fá 5% afslátt.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.