Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 24

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 24
24 AUSTRI Jólin 1995 V etrarferð HSSF 1990 Fljótlega eftir að Hjálparsveit skáta á Fljótsdalshéraði eignaðist farartæki til vetrarferða, var tekinn upp sá siður að fara að minnsta kosti eina alvöru vetrarferð á ári. Tilgangurinn var margþættur, svo sem að kynnast landinu og ferða- leiðum. Æfa rötun, læra að klæða af sér öll veður og nesta sig út í slík ferðalög, síðast en ekki síst að læra að vinna saman og búa þröngt við slíkar kringumstæður. Að skipu- leggja, stjórna og að hlíta stjórnun rarf líka að æfa. Ég varð þess að- njótandi að fara í nokkrar svona ferðir og var þá stefnan gjarnan sett á einhvern hluta Vatnajökuls. Skal nú sagt frá einni slíkri ferð: Það var komið fram á kvöld þann 7. mars 1990 þegar lagt var af stað frá Egilsstöðum og stefnan sett á Vatnajökul í öllu sínu veldi. Farar- tæki voru snjóbfll og tveir snjósleð- ar, sem hafðir voru á kerru aftan í snjóbílnum til að byrja með. Hjálp- arsveitarmenn voru þrír og ennfrem- ur voru þrír gestir með. Konur voru tvær og karlar fjórir. Skíði voru und- ir kerrunni aftan í snjóbílnum og biluðu festingar á þeim á leiðinni upp á Fljótsdalsheiði, því þar var vegurinn ýmist auður eða þakinn svellbólstrum. Tók nokkra stund að laga skíðin er upp var komið. Hald- ið var síðan inn Fljótsdalsheiði og norðan Snæfells og í skála Ferðafé- lags Fljótsdalshéraðs vestan Snæ- fells. Þangað var komið klukkan 6 um morguninn. Þar var nú etið og síðan gengið til náða. Upp úr kl.10 var svo farið að skreiðast á lappir aftur og kom þá í ljós að einn gesturinn var horfinn úr bóli sínu en fannst svo úti í snjóbfln- um, sem alltaf var hafður í gangi. Hafði hann flúið kuldann í húsinu og skreiðst í hlýjuna í bflnum. Eitt- hvað hlaut að vera bogið við þjálf- un eða heilsufarið. En það var látið liggja milli hluta. Brúarjökull, sú mikla mulningsvél Nú voru sleðarnir teknir af kerrunni og eldsneyti sett á bílinn og síðan brunað af stað. Fyrst var farið suður fyrir Sauðahnjúka. Þar fór ég á skíðin í blíðviðri en nokkru frosti. Hékk svo aftan í snjóbflnum lengi dags. Þeir sem voru á snjó- sleðunum fóru langa útúrkróka og ljósmynduðu mikið í þessu ágæta veðri. Hvergi sá á dökkan dfl í vest- ur- og suðurhlíðum Snæfells. Eins var um Þjófahnjúka. Vesturöræfi voru ein samfelld fannbreiða. Það vakti því ennþá meiri aðdáun og hrifningu að rekast á vegsummerki eftir fljúa öræfanna á þessum slóð- um. En íbúarnir eru furðumargir þegar grannt er skoðað. Við fórum upp með aðalkvísl Jök- ulsár á Brú, austan Kringilsárrana. Þar gengur mikið jökulgljúfur inn í Brúarjökul. Þar var mikið myndað. Tröllauknar ísblokkir voru þarna, ekki minni en íbúðarblokkirnar í okkar heimabyggð. Það má segja að maður hafi verið bergnuminn í ísn- um. Þama hefst 150 km langt ferða- lag árinnar þar til hún hverfur í Hér- aðsflóa. Þegar maður horfir yfir víðáttur Brúarjökuls og hverfur svo niður í jökulgljúfrið, finnur maður til þess hve maður er ógnarsmár og vesæll. Hugurinn fer að reika og tölur koma upp í hugann. Þarna erum við stödd í 590 m hæð yfir sjó og áin rennur alla þessa löngu leið til sjávar án fossa. Af hverju eru ekki fossar í þessari á eins og öðrum? Meðalrennsli árinnar hjá Hjarðar- haga á Jökuldal er ríflega 150 tonn á sekúndu. Og aurburðurinn. Níu milljón tonn á ári til jafnaðar. Rúm- lega eitt þúsund tonn á klst. Auk þess flytur Kreppa þrjár og hálfa milljón tonn af aur frá Brúarjökli á ári hverju til Jökulsár á Fjöllum. Það fer því ekki milli mála að við erum stödd í langstærstu grjótmulningsvél á Islandi. Það er Brúarjökli sjálfum, sem framleiðir til jafnaðar um 1400 tonn af steinefnum á klst. Hann er rúmlega 1400 ferkílómetrar og mesta þykkt hans yfir 700 metrar. Skv. þessu mun því landið undir honum grafast niður um þriðjung úr sentimetra á ári að meðaltali. Við ökum svo út úr gljúfrinu og upp úr því til vesturs þegar fært er. Var nú haldið vestur Brúarjökul með stefnu norðanvert við Kverk- fjöll. Þeir sem voru á sleðunum fóru á undan og skoðuðu meðal annars Hnútulónið á Kverkámesi. Þetta var fyrir okkur ný leið, sem mig hafði lengi dreymt um að fara. Venjan er að fara töluvert norðan við jökulinn eða þá miklu sunnar. Veðrið var ennþá ágætt en fór kólnandi er á daginn leið. Lítið sáum við af aur- keilum, en athygli vakti að sjá líkt og daladrög ganga langt til suðvest- urs inn á jökulinn í framhaldi af vötnum þeim sem frá honum falla. Til samanburðar má geta þess að ekki er hægt að sjá neitt sig á þaki íshellisins mikla í Eyjabakkajökli. Leið okkar yfir jökulinn er um 25 km löng að jaðarlóni suðvestast í Kverkárnesi. Þetta lón virðist fara stækkandi með ári hverju og hefur lítt verið skoðað nema úr lofti. Ekk- ert vatn var nú í því en jakar á víð og dreif sýndu hve vatnið hafði náð langt áður en það braust fram undir jökulinn. Útfallið var til suðausturs í átt að farvegum Kverkár. Kunnugri eru hlaupin úr Hnútulóni austast í Kverkárnesi, sem skemmt hafa veg- inn við Kreppubrú margsinnis. En það er ekki á vísan að róa þar sem jökullinn er. Mjór hryggur er vestan við syðra lónið, sem hindrar að vatnið komast í Kreppu. Snar- bratt er niður að Kreppu en ágæt- lega fært allan jökuljaðarinn inn að Vatnahrygg. Svo var haldið norður eftir farvegum Kreppu og um Kreppuhaga. Við stefndum á hæð sem nefnd er Sjónarhæð og þaðan sáum við móta fyrir Lindakeili. í Sigurðarskála í Kverk- fjöllum er gott að á Nú var dagsbirtan á þrotum. Lór- anmælirinn var notaður til að finna Kverkhnjúkaskarðið. Stefnan var nú tekin inn með Kverkfjallarana að vestan. Mikill snjór var í hraunun- um og greiðfært. Stikur sáum við af og til. Töluverður suðvestan strekk- ingur var innan við Kerlingarhrygg og hélst svo allan tímann sem við dvöldum í Sigurðarskála. I skálanum voru fyrir þrír menn úr Reykjavík og var hlýtt og nota- legt þar. Þeir höfðu komið á snjó- sleðum að heiman og voru á leið til Mývatns á mót snjósleðamanna. Við urðum sein á fætur næsta morgun og urðu sunnanmenn á und- an okkur af stað þrátt fyrir að þeir hefðu talað um það kvöldið áður „að sofa út“. Hurfu þeir út í lága- renninginn í stefnu á Dyngjufjöll, vestan við Kerlingarhrygginn. Þeir ætluðu norður með Jökulsá, norður að Ferjuási og fylgja raflínunni það- an. Við fylltum ökutækin af elds- neyti og settum svo stefnu á íshell- inn í Kverkjökli. Þennan dag ferðaðist ég á snjó- sleða og var haldið á undan inn að íshelli. Að mestu var fennt fyrir munnann. Ain sem kemur úr íshell- inum nefnist Volga , og fer vel á því. Glettilega mikið vatn var í Volgu og stóð gufan upp af henni. Hélst hún víðast opin milli hárra skara. Við fórum á sleðunum í góðu færi upp Kverkjökul og ætluðum upp Löngu- fönn , sem er vestan við kverkina. Hífandi vestanstormur var þar og skafrenningur og stoppuðum við í lausamjöll skammt austur af efra Brjóstinu og ekki viðlit að komast lengra. Afangasker og Brjóstin eru sker í Löngufönn. Var nú snúið við niður að íshelli þar sem bíllinn var kominn. Var þá ákveðið að fara vestur á Dyngjujökul. Ekið var á snjólofti yfir Volgu. Síðan var farið upp með röndinni norðvestan við Við vörðuna vestan Kverkfjalla. niður Dyngjujökul. Gistu þeir undir nýju hrauntagli sunnan Dyngjufjalla og urðu fyrstir manna þann 19. júní að sjá eyjuna í Öskjuvatni. Héldu þeir síðan í Svartárkot og aftur sömu leið heim. Varðan er mjög haglega gerð. Grjótið mjög vel lagað til hleðslu og náði hún okkur í brjósthæð. Ekkert laust grjót var þarna í sjónmáli, að- eins berar klappir. Þetta varð mér umhugsunarefni, því tæplega hafa þeir haft allt grjótið með sér að heiman. Heldur munu ferðir manna vera fátíðar á þessar slóðir. Ég sá þó í gestabók á Svínahnjúk eystri á Grímsfjalli að menn frá Jöklarann- sóknarfélaginu höfðu komið þarna í júlí 1989 og voru að mótmæla um- sögn annarra að Bretar hefðu hlaðið þessa vörðu. Jón Eyþórsson getur ferðar Hornfirðinganna í bók sinni um Vatnajökul og nafngreinir þá. Áfram upp á Kverkfjöllin Ekki þýddi að slóra þarna í storm- inum og kuldanum. Var nú haldið áfram í stefnu á hæstu bungu vest- urfjallanna. Aflíðandi halli til að byrja með, en jókst þegar nálgaðist háfjallið, sem er allt hulið jökli. gestabókina. Ekki veit ég hvert hita- stigið var upp í Kverktjöllum en 24°C frost var sunnan fjallanna seinna þennan dag þegar hópurinn hafði sameinast og fór niður í 28°C frost eftir að dimmt var orðið. Mik- ill munur var á vindhraða upp í fjöllunum eða suður á Kverkfjalla- hrygg. Öllu skaplegra á hryggnum. Farið var vestur allan vesturhrygg- inn. Fer hann mjókkandi og endar í snjólausum (shömrum. Þar var staldrað við og skyggnst um. För eftir snjóbílinn sáust niður á Dyngjujökli við fjallsrætur. Við demdum okkur nú niður sunnan ís- hamranna og í slóðina og fylgdum henni til suðurs. Er við sáum yfir öskjuna suðvestan fjallanna var eng- an snjóbíl að sjá og var nú heldur betur slegið í. Þetta svæði hefði ég gjarnan viljað skoða betur, en allt var skjannahvítt og maður sá ekki mikið betur en þótt maður hefði ver- ið í kolniða myrkri. Við náðum svo snjóbílnum ekki fyrr en austur á Kverkfjallahrygg og var farið að halla þar austur af. Okkur var aldeil- is ekki farið að standa á sama, vit- andi um öll hættusvæðin þar framundan. Framhald á næstu síðu. Snœfell á Góu. Kverkfjöllin. Jökullinn lækkar mikið frá rönd- inni að fjöllunum. Vörðuleitin Við stefndum svo á sleð- unum til suðurs og lögð- um á brattann upp í Kverkfjöllin, vestan við öll sprungusvæði. Smám saman var sveigt til austurs þegar ofar dró. Við komum að tveimur skerjum upp úr jöklinum og héldum austur með þeim í átt að öðrum tveimur skerj- um austar. Öll þessi sker eru á gríð- armiklum hrygg sem gengur vestur úr Kverkfjöllum og markar norður- barm öskjunnar miklu sem er suð- vestan Kverkfjalla. Á austasta sker- inu og því hæsta, þótt ekki skagi það hæst upp úr umhverfinu, fund- um við vörðu. Reyndar vorum við að leita að henni. Þarna var ljós- myndað þrátt fyrir kulda og storm. I mínum huga var þetta hátíðar- stund, því talið er að varða þessi sé hlaðin af þremur Hornfirðingum, sem réðust í það stórvirki 1926 að fara úr sínum heimabyggðum, yfir Vatnajökul, sunnan Kverkfjalla og Snjórinn var ógreiðfær- ari þegar ofar dró vegna rifskafla og snjókófið varð meira. Þegar hæstu bungunni var náð, var svo komið að lítið sást fyrir skafrenningi og hélu á gleraugunum. Var nú haldið til norðurs í átt að Jörfi-skálanum og varð að fara mjög varlega. Haldið var undan brekkunni með skafrenning- inn upp af vesturbrúninni á vinstri hönd og Gengissigið gapandi úti í sortanum framundan á hægri hönd. Skálinn er á austurbrún Hveradals- ins margrómaða. Lónið syðst í daln- um var ísilagt. Gengissigið er sprengigígur rétt austan skálans. Hans varð fyrst vart í september 1959 og var þá hægt að ganga um gíginn þurrum fótum, en vegna jarðhitans er síðan alltaf vatn í gígnum og lónuðu nú einstaka jak- ar þama um allir kagaðir á brúnum. fsinn í kringum skálann hefur mikið minnkað á síðustu árum og hefur orðið ófær snjóbílum víða þar sem áður var ekið. Nú var hafður stuttur stans í skál- anum, lítið meira gert en skrifa í Sigurjón Antonsson

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.