Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 13

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 13
Jólin 1995. AUSTRI 13 í þá daga, nema það sem fundið var út úr eigin barmi. A Heiðarseli var lesið allt sem til náðist. Lánsbækur voru líka fluttar á milli bæja. Einar las upphátt og var okkar skemmti- kraftur, fræðari og hjálparhella gegnum árin. Stundum var kveðist á.....framhald á bls 13 Það var oft bjart yfir og glatt á hjalla. I heiðinni voru sumarhitar oft miklir þegar heitt var í veðri á annað borð, því jörð er nokkuð sendin og grýtt. Snemma sumars ætluðu mýfl- ugurnar allt að éta. Fylgdi þá suð- andi flugnaský bæði mönnum og skepnum, þá gat verið erfitt að passa kvíaærnar. En silungurinn óð uppi og veiddist þá jafnan mjög vel. Öll ur sem kveður æskustöðvarnar. Leið hennar liggur líka til Seyðisfjarðar, en þangað flytur hún ásamt manns- efni sínu Jóni Hallgrímssyni. Býlin leggjast í eyði, hvert af öðru. Bjarni flyst frá Veturhúsum 1941. Guð- mundur frá Sænautaseli 1942 og nú fer að verða erfitt um fjárgeymslu á Heiðarseli. Féð leitar í víðáttuna lengra og lengra í frelsið. Eigi má sköpum renna Á þessum árum hefur sorgin barið að dyrum, Guðjón er búinn að missa heilsuna. Einar kelur á fótum og er Tvíburarnir Einar og Sigrún á 50 ára afmœlinu. silunganet voru riðuð heima að fullu fyrir sumarið. Fléttuð voru reipi og brugnar gjarðir. Gott var að fá sil- ung á vorin, nýmetið bragðaðist vel. Stundum var farið að vanta ýmis legt úr kaupstað þegar líða tók á vorið. Oftast var það þó kaffi og sykur sem hægt er að vera án, eða fara með nett einhverja daga að meinalausu. Blómaskeið - svo fór fólkinu fækka Það mun hafa verið lang jarðsæl- ast á Heiðarseli af þeim jörðum sem þá voru í byggð enda hallar heiðinni allri inn frá Rangalóni, en þar voru vatnaskil. Vorbestu blettirnir til- heyra þó ekki jörðinni, jarðsælar melþúfur er liggja inn með kýl sem kemur úr Pollinum og rennur til Þverárvatns. Þar greri fljótt þegar sólar naut. Nú hefst það sem mætti kalla blómaskeið Heiðarsels. Öll hús hafa smátt og smátt verið end- urbyggð eða stækkuð. Og á bakkan- um þar sem bærinn stóð fyrir ösku- fall eru reist tvö fjárhús, hesthús og svolítið höfðingjasetur, hrútakofinn. Fjárhús og hlaða að bæjarbaki. Reist hefur verið vindrafstöð, og komið útvarp og vegasamband. Á torfun- um út með vatninu reisir Elís, yngri bróðirinn, beitarhús fyrir fjárhópinn sinn. Samtals var féð orðið um 300, tvær kýr og sjö hestar. Elís var glöggur og góður fjármaður með af- brigðum. Voru bundnar við hann sterkar vonir um framhaldsbúskap en enginn má sköpum renna. Hann lést af slysförum í blóma lífsins 1943 aðeins 25 ára. Lífið gefur og lífið tekur eins og þess er von og vísa. Börnin flytja burt. Fyrst fer Sigrún, sem alltaf hefur verið sterk stoð í heiðarbú- skapnum. Hún flyst með manni sín- um, Óskari Finnsyni, á Seyðisfjörð. Síðan Sólveig, sem einnig flytur á Seyðisfjörð, giftist Sigurði bónda á Brimnesi. Sólveig fór snemma að heiman og hefur spilað á eigin spýt- ur. Og fólkinu í heiðinni heldur áfram að fækka, nú er það Arnheið- eftir það fatlaður. í júlímánuði 1946 stendur síðasti bærinn á heiðinni tómur. Búsetu á heiðinni er lokið, það rekur að því sem að verða vill. Tímarnir breytast, kynslóðir koma og fara. Eftir 37 ára búskap í heið- inni, kveður 67 ára gamall maður ásamt konu sinni og yngstu dóttur, sem nú er orðin fullorðin stúlka, Heiðina í síðasta sinn. Hér hafa al- þýðu hjón lifað saman súrt og sætt og lagt fram krafta sína. Skilað til- verunni sex börnum sem þau hafa alið upp og kennt að unna mold og gróðri. Öll eiga systkinin æskuspor sín um víðáttu heiðarinnar og margt handtakið eiga þau við heimilið sitt og hafa, eftir að þau hafa komist til þroska, skipst á um að vera heima þegar farið hefur verið í skóla eða kaupavinnu. Þau unna öll stórbrot- inni náttúru heiðarinnar og eiga ævi- langan varma frá sumrunum þar. Nú er gamla veðrahetjan blind á öðru auga með visinn handlegg, en hress í bragði og skýr í öllum tilsvörum. Hann slær upp á grín við bílstjór ann um leið og hann sest upp í bíl- inn. Hér skilja leiðir um stund. Það kemur í hlut mæðgnanna að fara ríðandi til Seyðisfjarðar. Hestarnir bíða með beislin um hálsinn og gæða sér á kjammikilli hólatöðunni. Þá furðar á hvað fólkið er eftirlátt við þá í dag. Húsfreyja vindur sér vasklega á bak Fjölni, hann lyftir sér og grípur töltið og Stjarna rennur við hlið hans með ungu stúlkuna á baki. Eitthvað er breytt, jú, fyrir 37 árum heilsuðu ung hjón þessum stað, en nú eru þau að kveðja lífs- starf sitt og unga stúlkan æsku- stöðvarnar. Veðrið er fagurt og ilm- ur úr grávíði og grasi. Sem snöggvast lítur húsfreyjan um öxl, það bregður fyrir snöggu leiftri í augunum svo slær hún upp á grín við dóttur sína og þær hlæja báðar. En hvað var á bak við þessa gleði- grímu, það vitum við, sem best til þekktum. Svo láta þær gamminn geysa fram í gegnum lífsins öldur. Ferðinni er heitið til Seyðisfjarðar. Heiðarselshjónin eru ekki að fa ra út í óvissuna, börn þeirra og bamaböm taka á móti þeim opnum örmum. Þau fara til Sólveigar dóttur sinnar og Sigurðar á Brimnesi. Síðar kaupa þau húsið Skóga í félagi við Einar son sinn og Hallveigu dóttur sína. Guðjón andaðist á sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar árið 1953. Guðrún lifði mann sinn í hartnær tvo áratugi, en hún lést á Seyðisfirði árið 1971. Hjónin í Heiðarseli voru bæði vel hagmælt og á heimilinu var jafnan skáldskapur hafður um hönd. Öll voru systkinin næm á kveðskap og fengu snemma ást á ljóðum. Þau reyndust líka trú uppeldi og erfðum og hafa lagt sinn skerf til ljóðagerð- ar. Hér fara á eftir nokku r sýnishom af kveðskap Guðrúnar og Guðjóns og fjögurra bama þeirra: Sé ég glœstan fuglafans fljóta um Pollinn góða, heyra má til himbrimans hann er þar að Ijóða. (Guðrún) Ellin sœkir að mér fast oft ég þreytu kenni. Ekki get ég ummyndast eða slöngvað henni. (Guðjón) / ársólar geislum baðast þinn bœr þá birtir í vitund þinni. Svo þegar vorið á heiðinni hlœr er hjarta þitt ef til vill guði nœr, en klerkur í kirkju sinni. (Einar Hjálmar) Það er sólskin og sunnanvindur, sandurinn heitur. Þýtur í grávíði og grasi gullnum blœ slœr á fjöllin. Vœttir himnana vaki, vonum landsbarna yfir. Hinn skapandi mikli máttur í moldu og vatni lifir. (Sólveig) Heiðar víddin björt og blíð breiðir faðm mót vori gekk ég þar í gamla tíð með gáska í hverju spori. (Arnheiður minnist liðinna stunda) I fífudrögum er deigla dul eru kvöldin og hlý. Hneflar sig hreyknir spegla Heiðarsels - pollinum í. (Hallveig hugsar til heimahaganna)* Verslunarmannafélag Austurlands sendir félagsmönnum sínum og öðrum Austfirðingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári. Þökkum samstarf liðins árs. vfA Bókasafn Héraðsbúa Egilsstöðum óskar viðskiptavinum sínum og öðrum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Safnið er opið alla virka daga frá kl. 14-19. Bókasafn Héraðsbúa Laufskógum 1 Egilsstöðum © 471-1546 Ósíqim öllum viðsíqptavinum oífkar 0£ starfsfóííq gíeðiíegrajóía og farsæídar á ífpmandi ári. ‘Þöfcfum áncepjjuíeg viðsfcipti á árinu sem er að ííða. EGILSSTÖÐUM Oskum öllum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. ‘Þötýjum ámzcjjuíeg vuískipti á árinu sem er að tiða. Landsbanki Islands Útibúin á Austurlandi

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.