Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 23

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 23
Jólin 1995. AUSTRI 23 Helga Björg Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal. Minnst við ribbuna Þessi frásögn mín sem hér fer á eftir er aðeins eitt dæmi um það hve mikil óheill getur oft og tíðum stafað af athöfnum og ábyrgð- arleysi manna sem í tíma og ótíma slokra í sig veigar Bakkusar. Halda að það sé þeirra einkamál hvernig sem á stendur og teija eðlilegan og sjálfsagðan hlut að aðrir líði fyrir lífsmáta þeirra og bíði jafnvel óbætanlegan skaða af og ekki dæmalaust að hlotist hafí af dauðaslys. I mörgum tilfellum virðist almenningur vera samtaka um að þegja slíka atburði í hel og gefa þar með slíkum mönnum áfram tækifæri til að yrkja afglöp sín óátalið. Gamalt íslenskt mál- tæki segir „Til þess eru vítin að varast þau“. Vei því þjóðfélagi sem bregst skyldu sinni um það að fræða uppvaxandi börn sín um voða þann sem hlýst af ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa. „Byrgja skal brunninn áður en barnið er dottið í hann.“ Seint í október árið 1948 lagði strandferðaskipið Hekla frá bryggju á Fáskrúðsfirði suður á bóginn. Maðurinn minn og ég höfðum tekið okkur far með skipinu ásamt tveggja ára dóttur okkar. Við vorum að flytja búferlum til Reykjavíkur. Ég var þreytt eftir mikið annríki og hugði gott til að hvflast um sinn enda kom- ið miðnætti. Vissi þó að ekki yrði nema um nokkra klukkutíma að ræða því ætlunin var að ég ásamt dóttur minni færi í land á Djúpavogi og dveldi þar um tíma hjá systur minni sem var búsett þar, en bóndi minn héldi áfram suður. Lítið varð um hvíld, sjór var þungur og mikill veltingur á röstum út af annesjum. Ekki var ég laus við sjóveiki og hafði erfiða drauma, ef ég náði því að festa blund hrökk ég jafnan upp við það að mér fannst ég vera að drukkna. Jafnframt læsti sig um mig kvíðatilfinning sem fór vax- andi. Hún var eins og bending um að eitthvað óþægilegt væri yfirvof- andi. Afram svamlaði skipið gegn- um þoku og myrkur og þeytti lúður- inn við og við. Þegar komið var á móts við Djúpavog var akkerum varpað. Síð- an beðið þess að bátur kæmi frá landi til að taka póst og farþega. Birtist hann að vörmu spori í ljós- geislanum sem stöfuðu frá skipinu. Nokkrir menn komu með úr landi, þar á meðal bróðir minn og mágur. Það dróst á langinn að við farþegar færum um borð í bátinn og gerðust sumir óþolinmóðir. Beðið var eftir formanni sem horfið hafði undir þiljur á skipinu. Um síðir birtist hann þó og duldist engum á fasi hans að hann hafði minnst við Bakkus. Maður þessi var þá fyrir skömmu fluttur til Djúpavogs frá fjarlægu byggðarlagi. Við vorum 17 talsins sem lögðum frá skipshlið á mótorbátnum. Nú var ég laus við sjóveikina, en kvíðatilfinningin sá mig ekki í friði. Ég spurði sjálfa mig í huganum, hvað skeður svona ógur- legt, að ég hef það á tilfinningunni fyrirfram? Svarið kom fyrr en varði. Fram í stafni bátsins voru tveir menn sem rýndu út í náttmyrkrið, annar þeirra var maður sá sem hafði á hendi skipaafgreiðslu á Djúpavogi. Hinn var mágur minn, þá frystihús- stjóri á staðnum. Þeir höfðu orð á því við formann að glannaleg ferð væri á bátnum í slíku náttmyrkri sem þessu og grunur þeirra væri sá að hann væri ekki á réttri leið. For- maður sinnti ekki aðvörunum þeirra en lét þessi orð falla sem svar: „Er það ég, eða þið, sem stjórnið bátn- um?“ Nokkur augnablik liðu en þá hvað við urghljóð úr botni bátsins og hann nötraði og skalf stafna á milli. Við höfðum siglt á fullri ferð upp á eitt skerja þeirra sem nefnd eru ribb- ur utan við innsiglinguna á Djúpa- vogi. Við vorum felmtri sleginn enda sýndist fátt til bjargar. Engin ljóstýra var um borð, engin björgun- arhringur utan einn reyrður fastur við stýrishúsið. Vélin hélt áfram að stynja og senda frá sér kolsvarta reykjarmekki. Báturinn vó salt og lét svo ófriðlega að við gátum búist við að hnjóta útbyrðis í sjóinn á hverju augnabliki. Með annarri hendinni hélt ég mér í kaðla sem fastir voru við stýrishúsið, hina hafði ég utan um dóttur mína sem var ofsahrædd. Svo kom bróðir minn okkur til að- stoðar. Annars áttu allir nóg með sig. Við mæðgum- ar voru einu kvenmennirnir um borð. Nokkrir karl- mannanna tóku til við að hrópa eins hátt og rödd þeirra leyfði en það var tilgangs- laust, engin von var til að það heyrðist til lands. Sumir fóru að losa sig við utanyfirflík- ur til að vera léttari á sér þegar í sjóinn kæmi. Hve langan tíma við dvöldum þarna á skerinu veit ég ekki en augnablikin undir svona kringum- stæðum eru óendanlega löng. Enn í dag er það trú mín að æðri máttur hafi komið okkur til bjargar. Stutt bátinn í falli hans út af ribbunni og komið honum á réttan kjöl þegar ekki munaði nema hársbreidd að honum hvolfdi. Ausa varð í land því gat hafði komist á bátinn og undraði það engan . Areiðanlega vorum við þakklát al- mættinu þegar við fundurn fast land undir fótum á ný. Ég reikna ekki með því að nokkurt okkar, sem vor- um í þessum hópi, hefði kært sig um að drukkna þarna að minnsta kosti veit ég með vissu að það vildi ég alls ekki enda þá ung að árum. Nú vil ég geta þess að þegar þetta skeði var lá- dauður sjór og logn svo ekki blakti hár á höfði en samt er alltaf kvika upp við svona nappa. Ef stormur hefði verið mundi ekkert okkar hafa orðið til frásagnar um atburðinn. Það má líta svo á að við höfum sloppið vel mið- að við aðstæður. En eitt okkar slapp að mínu mati ekki vel. í langan tíma á eftir vaknaði litla dóttir mín með andfælum upp um nætur grátandi og kallaði á mig. Svo þegar ég tók hana í fang mér til að hugga hana sagði hún jafnan að sig hefði dreymt vonda ljóta bátinn sem hefði ætlað að henda okkur í sjóinn. Þetta eltist þó smá saman af henni. Nokkrum árum eftir þessa lífs- reynslu dreymdi mig að ég væri að ferðast með skipi og að það færist út af Breiðdalsvrk. I draumnum upp- lifði ég það hvernig það væri að drukkna. Það var aðeins augnablik erfitt líkt og heljarbjörg lægi á brjósti mér svo ég náði ekki að anda og missti því meðvitund. Þegar ég rankaði við mér aftur var ég stödd í geysistórum salarkynnum og leið yndislega vel, þarna var fjöldi fólks. Ég leit í kringum mig og reyndi að finna andlit sem ég þekkti og varð starsýnt á unga fallega konu, ljósa yfirlitum. Þetta andlit fannst mér ég kannast við en áttaði mig ekki strax á hver hún væri, en sem ég er að hugsa um þetta varð ég vör við veru við hlið mér sem virtist hafa lesið hugsanir mínar, því hún segir: „Þetta er hún Sólveig á Einarsstöðum.“ Ég átta mig strax á því að Sólveig er nýlega dáin. Nú hafði ég aldrei séð hana í lifanda lífi nema sem full- orðna konu, varð því undrandi og segi við veruna: „Er þetta virkilega hún Sólveig, svona ung og svona falleg?“ „Já,“ svarar veran, „þannig lítur hún út núna.“ Ég held að þessi draumur hafi átt að færa mér heim sanninn um það að þó svo hefði farið forðum daga við skerið að dagar mínir væru tald- ir hér í þessum heimi, hefði ég ekk- ert þurft að óttast, fyrir öllu hefði verið vel séð. Við manneskjurnar sjáum svo skammt og vitum svo ósköp lítið en það er yfir okkur vak- að og við vernduð ef við komum ekki í veg fyrir það sjálf með slæmri breytni. IsCandsftug þaíffqir ánczfjjuteg viðsCjpti á árinu sem er að Cíða og óstqrr óðustfirðingumgCeðiCegrajóCa og nýárs og farsceCdar á Ccpmandi ári. Shell stöðvarnar á Austurlandi Óska mðskiptamnum sínum [andsmönnum ð(Cum cjCeðiCegra jóla ocj JarsitCdar á komandi ári. Urn íeið og viðþöfcjíum viðskiptavinum okþar árið sem er að tíða vitjum við minna á að veturinn ergengin ígarð. & Höfum fyrirliggjandi allt til vetraraksturs: -Vetrarmottur - íseyði á rúðurnar - ísvara í bensínið - DEEZOL í dieselolíuna - Rúðusköfur - Fjölþykktarolíur - Frostlög - BRITAX barnastóla Gott er heilum híl heim að aka. SHELL stöðvarnar Egilsstr í>um - Seyðisfirði - Eskifirði Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði Ósþa viðskiptavinum og starfsfóCki gCeðiCegrajóCa með pökfi fyrir víðskiptin á árinu Söluskáli Stefáns Jónssonar Fáskrúðsfirði ©475 1490

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.