Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 8
8
AUSTRI
Jólin 1995
Safnadagur í Burstarfelli
Árlegur Safnadagur var haldinn í minjasafninu á Burstarfelli fyrstu helgina í ágúst í sumar og lögðu margir ferðamenn
leið sína í safnið. Ibúar á Vopnafirði lögðu að venju sitt af mörkum til að gera daginn sem eftirminnilegastan og fengu
aðstoð frá nágrönnum sínum á Jökuldal, sem gerðu sér lítið fyrir og fóru með lest klyfjahesta frá Sænautaseli á Jökul-
dalsheiði til Vopnafjarðar. Farið var af stað á föstudagi og komið í Burstarfell um nónbil á laugardegi. Yfirleitt mun þessi
leið hafa verið farin á einum degi, en þar sem lestarmenn töfðust vegna fjölmiðlafárs og aðgangsharðra ljósmyndara var
gist um nóttina í gagnamannakofa á eyðibýlinu Mel. Á Safnadaginn var Metúsalem Einarsson ekki langt undan með
myndavélina og tók nokkrar bráðskemmtilegar myndir, sem segja sína sögu:
Að mörgu þarf að hyggja. Einn klárinn hefur tapað skeifu. Stefán
og Lilja ráðfœra sig við Sigurð Helgason sem falbýður slíkan varni
Hjá Gunnari Runólfssyni
er eldur á afli.
Smjörgerðin var í höndum gestanna.
Guðrún Kristinsdóttir skekur strokkinn.
Búið er að taka klyfjarnar ofan af hestunum. Baggarnir
geyma verðmœtan varning sem leggja á inn í höndlunina s.s,
tólg, ull, prjónles, o.fl. A myndinni má þekkja frœnkurnar
Lilju Oladóttur og Dagmar Ýr Stefánsdóttur, en þœr fóru með
lestina ásamt Stefáni Pálssyni.
Maðurinn sem snýr baki í myndavélina er Hallgrímur Helga-
son.
„Hvað er títt?“ Kristján Magnússon spjallar við gamla konu
eða er hann kannski að bjóða henni upp í dans.
Þegar inn í bœinn kemur kitlar kaffi-
ilmurinn vitin. Það ertt þœr Sigríður
Bragadóttir og Margrét Þorgeirsdótt-
ir sem lielltu upp á könnuna.
Stefán Pálsson, lestarstjóri frá Eg-
ilsstöðum heilsar Björgu Einarsdótt-
ur liúsfreyju á Burstarfelli.
I stofu situr Gunnar
Sigmarsson og þenur
dragspilið af al-
kunnri list.
pi ( ' íi f