Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 16

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 16
16 AUSTRI Jólin 1995 Guðmar Ragnarsson Þá setti ég stundum á mig hetturæfíl Viðtal: Arndís Þorvaldsdóttir. Dagurinn er stuttur um þessar mundir. Eg ek sem leið liggur út í Hjaltastaðaþinghá. Förinni er heitið að Hóli þar sem ég ætla að taka hús á hjónunum Dagnýju Rafnsdóttur og Guðmari Ragn- arssyni. Erindið er að fá Guðmar, sem er betur þekktur undir gælu- nafninu Addi á Sandi til að segja mér eitthvað frá þeim árum er hann flutti mjólk og vörur fyrir bændur í Hjaltastaða- og Eiða- þinghá og einnig að forvitnast um áhugamálið sem eru; fornbílar. Addi hefur alla sína ævi átt heima í Hjaltastaðaþinghá. Hann fædd- ist á bænum Sandi sem er næsti bær við Hól, byrjaði ungur að vinna fyrir sér og kom víða við. Var í vegagerð, vann á Vellinum, fór á vertíð bæði til Hafnarfjarð- Þetta er elsti bíllinn, ur. ,Gemsatrukkur“ árgerð 1943 sem Addi keypti frá Noregi nú í liaust og œtlar að dunda við að gera upp í vet- Addi og Dagný fyrir utan hús sitt á Hóli. ar og Vestmannaeyja, var við jarðvinnslu hjá Ræktunarsam- bandi Austurhéraðs, vann við byggingu Grímsárvirkjunar svo eitthvað sé nefnt. Arið 1961 byrj- aði hann í mjólkurflutningunum sem fyrr eru nefndir og var við þá í 12 ár. Mjólkin stokkfraus í brúsunum „Þegar ég byrjaði í mjólkurflutn- ingunum voru kúabú á flestum bæj- um. A vetrum voru famar tvær ferð- ir í viku, en þrisvar í viku yfir sum- arið. Seinna breyttist það og farið var út í daglegar ferðir yfir sumar- ið“. Var þetta ekki á köflum kalsöm Pabbi var vanur að segja að ég vœri ekki einn á ferð. Það liti ein- hver til með mér. vinna? Addi brosir í kampinn. „Jú, það var það nú á stundum. Sérstak- lega veturinn 1966, sem var mjög snjóþungur og erfiður. I langan tíma var allt á kafi í snjó og gjörsamlega ófært hingað út eftir. Mig minnir, að ég væri í einar sex vikur á jarðýtu með sleða aftan í og það var sjaldan stoppað. Þegar ég hafði lokið erind- um á Egilsstöðum lagði ég af stað út eftir aftur, áður en fennti í slóðina og reyndi að komast sem lengst. Þennan vetur fór ég ekki úr fötum heilu sólarhringana. Oftast var ófærðin svo mikil að ekki var viðlit að komast á bfl svo ég þurfti að fara alla leið í Egilsstaði á ýtunni. Þó komu dagar inn á milli þegar að opnað var út fyrir Eiða. Eg var þá með bflinn á Eiðum og fór á honum inn eftir, sem þýddi að það þurfti að umskipa öllum flutningi í báðum leiðum sem var mikið verk. Sigurð- ur á Hjartarstöðum kom stundum ótilkvaddur og hjálpaði mér, ég hef oft hugsað hlýlega til hans síðan. Þennan vetur voru oft hörð frost. Það kom sér vel, því mjólkin stokk- fraus í brúsunum, svo ég gat látið þá liggja á hliðinni á sleðanum, sem þá rúmaði miklu meira. Já, snjórinn var geysi mikill. Hér út á Eyjunum sá hvergi á kennileiti, allt var hvítt yfir að líta. Vegurinn var þá niðurgrafinn og hvergi stikur til að glöggva sig á. Einn morguninn legg ég af stað á ýt- unni, frá Sandi yfir í Gagnstöð, í al- veg glórulausri hríð. Það mokaði niður bleytusnjó og áttin var aust- læg. Eg var búin að fara þetta nokk- uð oft og vissi alveg hvað ég átti að vera lengi að keyra þennan spotta, gæti ég keyrt á sömu ferð og taldi mig því vita hvenær ég ætti að vera kominn að bænum. Svo stillti ég mig af utan við túnið á Sandi og tek stefn- una í austur. Til að halda henni hafði ég til hlið- sjónar hvern- ig kófið fór yfir vélina og passaði að það héldist eins. Eftir þessu keyri ég í áttina að bænum en þangað eru einir sjö kflómetrar. Norðan við tún- ið í Gagnstöð er eini klettagarðurinn sem hér er á Eyjunum og ég vissi að héldi ég réttri stefnu ætti ég að koma á þessa kletta að ákveðnum tíma liðnum. Eg var þess líka full- viss, að þegar þangað kæmi mundi ég verða þeirra var, því að þeir voru snjólausir. Svo er ég þarna á keyrslu, að mér finnst óeðlilega lengi og aldrei kem ég á ásinn. Mér fer að lítast hálf illa á þetta og dettur helst í hug að ég hafi lent út úr réttri stefnu og svo geti farið að ég lendi í Selfljótinu. Svo opna ég aðeins hurðina á ýtunni og fer að kíkja fram með. Þá uppgötva ég mér til mikillar furðu, að ég er ekki á neinni ferð, ýtan stendur þama föst í skafli og spólar. Nú, ég losaði vél- ina og hélt áfram sömu stefnu og eftir um hálftíma keyrslu kom ég á ásinn. Mér fannst þetta svo ein- kennilegur atburður að ég nefndi þetta ekki við nokkurn mann, fyrr en löngu síðar, að ég sagði kunn- ingja mínum frá þessu. Þá kom það í ljós að hann hafði lent í svipuðu, þegar hann hafði verið að aðstoða bíl yfir Fjarðarheiði. Hann fór á undan á jarðýtu og skyldi ekkert í því að allt í einu var bíllinn komin alveg í rassinn á honum með blikk- andi ljósum. Þegar hann fór að kanna ástæður, áttaði hann sig á að ýtan var ferðlaus og spólaði í snjó- skafli." Skipt um kúplingu í snjóskafli Varstu alltaf einn á ferð? “Nei, það voru oft með mér farþegar, sem var ágætt þegar gott var veður. Þeg- ar veður var vont fannst mér hins vegar best að vera einn, því ég hafði oft áhyggjur af farþegunum, var hræddur um að þeir væru ekki nógu vel búnir og yrði kalt. Þegar ég var einn var ég aftur á móti alltaf salla rólegur. Ég var líka svo heppinn, að þó foreldrar mínir, sem bjuggu þá hér út á Sandi, fréttu ekki af mér dögum saman, voru þau alveg róleg. Pabbi var vanur að segja að ég væri ekki einn á ferð, það væri litið til með mér. Sjálfsagt hefur hann haft eitthvað fyrir sér í því. Annars kom það fyrir að ég fékk aðstoð við flutningana. Einn veturinn var Sigríður systir mín, sem nú er húsfreyja á Brú á Jökul- dal heima á Sandi og var þá með lenti skálinn í vegarstæðið og í stað þess að rífa hann var vegurinn lagð- ur í beygju fram hjá. Þegar Sigga kemur að skálanum stefnir hún rak- leitt á hann og sé ekki betur en hún ætli beint í gegnum stafninn. Þá leist mér ekki á blikuna, en á síðustu stundu beygir hún skyndilega frá. A eftir sagði hún mér að hún hefði sofnað, en hrökk upp rétt þegar hún kemur að skálanum. Það er ótrú- legt.en satt, að hávaði í jarðýtu getur verið alveg óskaplega svæfandi. „Manstu eftir fleiri ævintýrum frá þessum tíma? „Ég veit ekki hvað ég á að segja, einhverju sinni lenti ég í því að skipta um kúplingu í bfl út í skafli. Þá var ég á gömlum Reo Stu- dy Baker sem ég átti. Það brotnaði í honum kúplingsdiskurinn þar sem hann sat fastur í skafli. Það vildi svo til að ég var með annan kúplings- disk hjá mér í bílnum og gat skipt um á staðnum. Það þýddi ekki ann- að en að bjarga sér. Ég get sagt þér að nú á seinni árum hafa allar að- stæður gjörbreyst, vegurinn er orð- inn svo miklu betri, tækin öflugri og annað eftir því.“ Aurbleytan var verri en snjórinn Þegar þú hugsar til baka um allt þetta strit, snúninga og andvökur, hvemig var þessi tími? „Skemmti- legur. Ég er þannig gerð- ur að mér hefur alltaf líkað vel að vinna átaka- vinna og þykir skemmtilegt að vera úti í vondu veðri. ....og réttir mér glasið með þeim orðum, að dugi þetta ekki verði hríðum, þá bara að setja tappa í karlinn. setti éCT Sigga settist upp í ýtuna. Vegurinn stundum á mig hetturæfil. Raunin er var gjörsamlega ófær, svo við fómm sú að mér varð næstum aldrei kalt. út hálsinn fyrir ofan þar sem ég Þetta var svolítið kalsamt og erfitt hafði gert ruðning, vetrarveg, sem fyrstu vikuna, en svo vandist þetta. mér um tíma. Þá gerði ótíðarkafla. Við fórum þá með ýtu á undan bíln- um og ruddum þegar þess þurfti og vorum til skiptis á tækjunum. Sigga var þá, eins og enn þann dag í dag, hörku dugleg að hverju sem hún gekk. Einu sinni man ég eftir því að við vomm að koma frá Egilsstöðum í erfiðri færð, vorum búin að vera lengi að brjótast út eftir og orðin svefnlítil. Sigga var á bflnum en ég á ýtunni. Þegar við komum út fyrir Laufás höfðum við tækjaskipti og Kanadíski 1992. ,sérvolettinn“ bíður síns skapadœgurs. Myndin er tekin á Norðfirði í ágúst oft var fær, jafnvel bílnum. Á Ás- grímsstöðum var þá gamall skáli sem byggður var áður en vegurinn kom. Þegar vegurinn var lagður En það var ekki bara snjór sem þurfti að glíma við, á vorin kom aurbleytan og hún var ekki betri. Framhald á bls. 19

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.