Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 6

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Jólin 1995 Jólaminningar Gömul kona á Brekku og sól- hattur frá Suður-Afríku Það mætti ætla að minningar mínar um bernskujólin væru í þjóðleg- um anda þar sem ég á vel áttatíu ár að baki. Því er þó varla að heilsa. Til dæmis voru ekki lesnir húslestrar eða annað guðsorð haft um hönd. Og á hinn bóginn voru matarvenjur ekki í mjög föstum skorðum. Eg get vel ímyndað mér að húslestrar hafi lagst niður þegar baðstof- an var yfirgefin 1882 og flutt í nýtt hús með mörgum vistarverum. Tíu árum seinna var kirkjan líka flutt frá Firði að Brekku og eftir það stutt að fara til aftansöngs og annars guðsþjónustuhalds. Þetta var á dögum afa og ömmu á Brekku. Foreldrar mínir höfðu svo sameiginlegt heimilishald með þeim. Og ekki var þess að vænta að mamma innleiddi á ný húslestra þar á bæ. Meðal annars vegna þess að þeir voru heldur ekki tíðkaðir á hennar bernskuheimili. Hafði hún grun um það, barnið, að faðir henn- ar, afi á Hánefsstöðum, væri „frí- þenkjari“. Sagðist hún um skeið hafa haft nokkrar áhyggjur af sálar- heill pabba síns. Hún vissi að sam- býlisfólkið las lestra og söng sálma í baðstofunni hjá sér. En svo veitti hún því líka athygli að það talaði ljótt og var hranalegra í orðum hvert við annað en fjölskylda hennar. Allt þetta varð henni ærið umhugsunar- efni í bernsku. Það er mikið talað um jólamat- inn og margur kann gjörla að segja frá þeim þætti jólahalds á bernsku- árunum sem snerti mat og matar- hefðir. Líklega meðal annars vegna þess að ekki var ævinlega of mikið að borða og að víða voru gamlar og grónar matarvenjur í heiðri hafðar um hátíðarnar. Eg get lítið lagt til þeirra mála. Þó minnir mig að hangikjöt hafi jafnan verið á borð- um á jóladag. Og það man ég fyrir víst að þriggja laga terta með vanillukremi og rabbarbarasultu var með kaffinu um hátíðarnar ásamt kökum til nægta. Það var ekki steikt laufabrauð og hvorki man ég eftir rjúpum né sérstökum jólagraut með rúsínum. Pabbi smíðaði snoturt jólatré fyrir mitt minni og entist það bæði vel og lengi. Mamma skreytti það með marglitum glanspappír og bjó til poka og körfur undir sælgæti. Prýddu þeir tréð ásamt fáeinum, fagurlituðum kúlum sem einnig voru hengdar á greinarnar. Auk þessa skartaði jólatréð fögrum toppi frá einhverri versluninni á Seyðis- firði. Þó var það nokkur jól að í stað toppsins fagra kom merkilegt spil- verk. Við ylinn frá kertunum tók það að snúast, hring eftir hring og þrír englar slógu í sífellu með létt- um kólfum á tvær bjöllur sem svör- uðu með lágværum silfurhljómi. Jólaeplin juku gleði okkar barn- anna þegar þau fengust. En við vor- um lengst af aðeins tvö, auk mín Hrefna fóstursystir og jafnaldra. Við erum systrabörn, ég einbirni en hún yngst sextán systkina. Svo voru það nú jólagjafirnar. Man ég vel eftir einum jólum, ætli við höfum þá ekki verið sex eða sjö ára. Við höfðum haft veður af því að feður okkar væru eitthvað að bauka úti á smíðaloft síðustu dagana fyrir jólin. Svo var komið aðfangadags- kvöld. Kveikt var á jólatrénu og þá gafst á að líta: Mín beið ljómandi fallegur lítill kistill og Hrefnu annar smíðisgripur áþekkur, hvort tveggja gult að lit og varla þornuð málning- in, einkurn á kistlinum. Með fylgdu kerti og spil að venju. Og við feng- um sína bókina hvort okkar. Það voru reglulega eigulegar bækur frá Eymundsson, stífheftar með hörð- um spjöldum og léreftskili, ríkulega myndskreyttar í svart-hvítu. Hrefna fékk Ævisögu asnans (sem áreið- anlega var kallaður Neddi). Eg fékk Refinn hrekkvísa (sem lék greif- ingjann svo grátt að ég gat varla tára bundist). Allt til samans voru þótti naumast við hæfi í kristnum sið, ekki heldur þó böm ættu í hlut. En nú er komið að „gömlu kon- unni“ sem nefnd er í yfirskrift þess- ara minninga- brota. Hún hét Guðrún og var Hjálmars- dóttir langafa á Brekku. Hún var ekki alveg eins og fólk er flest og gat ekki séð sér farborða. Gunna, eins og hún var ávallt kölluð, var yngst af nítján börnum langafa og hálfsystir Vilhjálms afa á Brekku. Pabbi hennar kenndi henni að lesa, þótt það væri ekki auðvelt. Þegar Hjálmar var kominn að fótum fram gerði hann samning við Vilhjálm son sinn, afsalaði honum jarðarparti sem skyldi vera greiðsla á kostnaði við dvöl hans á Brekku eftir að hann missti heilsuna og framvegis. Sama gilti um konu hans og yngstu dótt- ur. tíu árin sem við vorum undir sama þaki á Brekku. Og jólin sem við áttum þar saman urðu víst aðeins tveimur færri. Þegar ég minnist bernskujólanna heima á Brekku - jólahalds þar í hálfa öld er þó rétt- ara - þá kemur þessi afasystir mín fyrst allra fram úr fylgsnum hugans. Og það var blátt áfram vegna þess að alla sína löngu ævi meðtók hún þessa hátíð hátíðanna eins og barn. Hún var þriðja barnið á bænum forðum tíð. Nýjar kynslóðir barna uxu úr grasi en Gunna var söm og fyrr. Þess vegna var það að jólahald- ið á heimilinu snerist að hluta til um Gunnu á meðan hún lifði eins og brátt mun sagt verða. Það var venja gömlu konunnar að hugsa upphátt. Það gerði hún svo lengi ég man til og vafalaust lengur. Vistarvera hennar var við hliðina á herbergjum foreldra minna og seinna okkar Margrétar og hljóð- bært á milli. Eg hafði því heyrt á einræður hennar í hálfa öld! Og var auðvitað löngu hættur að nema inni- hald þeirra alla jafna. Nú er það eitt sinn á jólaföstu að ég sit við skrifborðið mitt eitthvað að pára. Var þetta á allra síðustu samveruárum okkar Gunnu. Gamla konan sat inni hjá mér sem oftar. Var hún auðheyrilega niðursokkin í sínar hugsanir sem að þessu sinni snérust fyrst og fremst um jólin sem fóru í hönd. Eg hafði nýlega komist yfir segulbandstæki og datt nú í hug að setja það í gang og freista að ná upp brot i af hefðbundnu jólaspjalli afasystur minnar. Það tókst og kjarni þess sem hún var að þenkja (upphátt) var á þessa leið: „Til Norðfjarðar fór Margrét, það vissi ég nú vel, þó mér sé ekki sagt það þá vissi ég það nú samt. Hún hefur sjálfsagt ætlað að kaupa eitt- hvað handa krökkunum og ykkur sjálfum og ykkar uppáhaldsfólki, tengdadætrunum og svoleiðis. Handa þeim er ekkert dýrt, ekkert of dýrt. Það er annað með mig, ég er ekki annað en kerlingarræfill.“ A þennan veg hugsaði Gunna - og talaði - löngum og löngum - þegar líða tók að jólum. Undir niðri vissi hún vel að varla yrði hún látin „fara í jólaköttinn". Hún mundi að venju fá einhverja flík og svo kerti og spil eins og „hin börnin". Kvíði hennar risti því ekki djúpt og eintalinu sem ég festi á segulbandið, án hennar vitneskju, lauk hún hróðug í rödd- inni sinni: „Ja-á, ég er af öðru fólki. Jahá, segi ég bara. Svona er það lag- að, góði.“ Hún gleymdi því aldrei, gamla konan, að faðir hennar var ekki aðeins gildur bóndi og hrepp- stjóri í sveit sinni heldur líka Dannebrogsmaður. Svo leið jólafastan, jólin gengu í garð og Gunna gladdist með okkur börnunum við jólatréð eins og fyrr getur. Hún þáði einn brjóstsykur- mola eða svo, nartaði í eplið sitt og fagnaði jólagjöfum og ekki síst nýju spilunum. Framundan voru mörg kvöld við spilamennsku og gleð- skap. Ymislegt var þá borið við, því mamma leiðbeindi okkur og kunni á mörgu skil. Og það var spilaður svarti Pétur, hjónasæng og fleira, jafnvel alkort. En innihaldsríkast var púkkið. Þá var höndlað með pen- inga svo gróðinn varð áþreifanleg- ur, og tapið sárt að sama skapi. Fyrstu árin eftir að ég kom í þennan heim var á Brekku ungur maður, Engelhart Svendsen að nafni. Með okkur tókust dáleikar og hann gaf mér dálitla öskju, klædda Gnðrún Hjálmarsdóttir á Brekkn. rauðu plussi. í henni voru um fjögur hundruð einseyringar. Þeir hentuðu vel í púkkinu, miklu raunverulegri peningar en kvarnir úr þorskhaus- um sem oft voru notaðir að sögn. Okkur þótti púkkið mjög spenn- andi og Gunna varð svo þvöl um puttana að peningarnir vildu loða við fingurgómanna þegar hún var að borga í borðið, „klæða púkkið“ heit- ir það víst á fagmáli. Kvað hún þetta stafa af geðshræringu þegar mikill gróði féll henni í skaut og hún hafði kannski sópað til sín stóreflis pen- ingahrúgu. „Hvað ætlarðu að gera við alla þessa peninga?" spurðum við þá. Og ekki stóð á svarinu: „Sigla til Ameríku, strax í nótt, að heimsækja bróður minn og frænd- fólkið“ og hló glaðhlakkalega að slíku spaugi. Auðvitað tapaði Gunna líka stundum í púkkinu. En frá við- brögðum hennar undir þeim kring- umstæðum segir ekki orð hér. Nú er komið að sólhattinum frá Suður-Afríku. En öndvert við minn- ingarnar um hana afasystur mína, sem ná yfir hálfrar aldar jól, kom þetta ágæta höfuðfat aðeins einu Framhald á bls. 7 Hrefna Einarsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. þetta mikil auðæfi sem gaman var að handleika og raða síðan fallega í hirslurnar. Eftir að lauk sameiginlegri ánægjustund heimilisfólksins við jólatréð var komið að spilunum. Fullorðna fólkið spilaði víst ekki á jólanótt og raunar lítið endranær. En ekki var fengist um þótt við krakk- arnir flettum nýju spilunum okkar. Seinna varð ég þess var að slíkt Ljósm. Eyjólfur Jónsson Seyðisjirði. 1922 Hjálmar lifði fá ár að þessum gjörningi gerðum, en kona hans nokkrum árum lengur. Samningur- inn gleymdist með árunurn, en dóttirin Guðrún naut ákvæða hans í raun í sjötíu ár og þurfti þó þrjár kynslóðir þeim samningi til fulln- ustu. Gunna var liðlega fertug þegar ég fæddist. Og þar sem hún losaði vel níunda tuginn sinn urðu þau fimm-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.