Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 17

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 17
Jólin 1995. AUSTRI 17 Barnagaman Norsk jólasaga A s A L B F L 1 N G '0 S H A G A M * o s s v< E F A X L Sf N A tr % S U L A N Gr • » o 0 S T O K K • » O N D G R. U N N R o S 1 / O G- R A G Æ S 1 Ð 6 A F T b ■D ! N N U A R M U R L 1 / 1 R E F U R Ð U R e> L A N D E D A Finndu dýrin.... í þessari stafasúpu átt þú að geta fundið heiti átta dýrategunda sem lifa á íslandi. Til þess verður þú að renna augum bæði lárétt og lóðrétt eftir dálkunum. Sex breytingar Ef þú lítur snögglega á þessar myndir, hér til hægri, virðast þær eins, en farir þú að athuga þær nánar, Þá sérðu að neðri myndin er gjörólík þeirri efri. Getur þú fundið það sem er öðruvísi? *-► Hve gamalt er jólatréð? Venjulega er svar við spurn- ingu um aldur trjáa fundið með því að telja árhringina í stofnin- um. En þetta tré ber aldurinn utan á sér. Ef þú leggur saman tölurnar færðu svarið. (Sumar tölumar eru á haus og aðrar spegilskrifaðar) Jólatréð Það leit út fyrir að þetta ætluðu að verða ömurleg jól í Grænuhlíð. Hinn fátæki bóndi Ásbjöm Holt hafði legið veikur um lengri tíma og kona hans var einnig mjög heilsutæp. Það hafði verið lítið um peninga undanfarna mánuði. Þau vom fjögur í heimili og þótt kannski sé ofmælt að þau hafi soltið var þó enginn afgangur af því. Þór 12 ára sonur þeirra hjóna, varð að taka á sig flest störfin á heimilinu. Þegar hann kom heim úr skólanum á daginn fór hann að höggva við í eld- inn, bera vatn og annað fleira. Hann vann nálega á við fullorðinn mann. Inga litla, sem var aðeins fimm ára, hjálpaði þó til eins og hún gat en það var nú ekki svo ýkja mikið. Helst gat hún eitthvað hjálpað mömmu sinni inni við. „Hvenær ætlar pabbi að sækja jóla- tréð?“ spurði Inga litla einhverju sinni upp úr eins manns hljóði. Móð- ur hennar gekk illa að svar a þessari spurningu því að hún vissi ekki hvort Ásbjörn myndi komast á fætur fyrir áramót. „Við sjáum nú til,“ sagði hún eins og oft áður. „Það verða einhver ráð með það.“ En dagarnir liðu og að- fangadagskvöldið nálgaðist óðfluga. Ekkert jólatré var enn komið til þeirra. Ásbjörn var vanur að sækja jólatré út að Steinstjörn. Þar stóðu nokkur lítil og hentug grenitré niðri á tj amarbakkanum. Þór var einnig áhyggjufullur út af jólatrénu. Hann saknaði þess eins og litla systir hans og þegar ekki voru nema þrír dagar til jóla tók hann ákvörðun. „Eg sæki tréð sjálfur," sagði hann við sjálfan sig. Það getur varla verið mikill galdur. Hann gat haft með sér öxi og hann var nógu sterkur til að bera tréð heim. Þetta var sem sagt ákveðið. Síðdegis þennan sama dag hélt Þór til skógar. Hann sagði eng- um frá þessari fyrirætlan sinni. Það skyldi koma þeim á óvart er hann kæmi með tréð. Skógurinn var hljóður og þungbú- inn. Það snjóaði ofurlítið. Jólasvipur var að færast yfir allt. Já, jólin. Þór vildi sem minnst hugs a um þau. Það gátu engin jól orðið nú í líkingu við þau sem hann hafði áður lifað. Pabbi hafði svo lítið getað unnið upp á síðkastið og hann gat aldrei safnað neinu í sjóð. Mamma hafði sagt að það væri alveg vonlaust með allar jólagjafir og þess háttar glaðning. Hann kenndi mest í brjósti um Ingu litlu. Hún hlakkaði auðvitað til jól- anna og jólagjafanna eins og vant var. Hún gat ekki skilið að þetta þyrfti að vera öðruvísi en áður. Það var alllangt út að Steinstjörn og eftir því sem Þór kom Iengra og lengra inn í skóginn missti hann áhugann á því að fara alla þessa leið út að tjörninni. Allt í kringum hann voru ljómandi falleg og hentug jóla- tré. Raunar átti stórbóndinn allt þetta svæði en því meir sem Þór hugsaði um þetta því meiri varð freistingin til að taka tréð hérna og fara ekki lengra. Hann vissi það vel að þetta var ekki leyfilegt. En það gat varla verið hættulegt að taka eitt lítið tré úr þessum stóra skógi. Hann hafði nálega dottið um lítið grenitré sem var alveg hæfilegt handa honum. Hann gat ekki fundið hent- ugra tré. Hann stóð kyrr eitt andartak og átti í harðri baráttu við sjálfan sig en skyndilega kippti hann öxinni upp úr bakpokanum sínum og eftir litla stund lá litla tréð flatt við fætur hans. Nú skyldi verða glatt á hjalla heima hjá honum. Hann þurfti ekki að hafa orð á því hvert hann sótti tréð. Hann hafði komið öxinni fyrir í bakpokanum og var í þann veginn að koma trénu fyrir á öxl sinni er hann heyrði marra í snjónum aftan við sig. Hann sneri sér snöggt við og fann að hjartað barðist í brjósti hans. Stór- bóndinn stóð hjá honum. Hann var á skíðum, í þykkum jakka með loð- kraga og stóra loðhúfu á höfði. Hann var ekki árennilegur. „Jæja,“ sagði hann og röddin var sterk og hörkuleg í skógarkyrrðinni. „Er það lítill jólatrésþjófur sem hér er á ferð?“ Þór gat ekki komið upp nokkru orði. Hann stóð aðeins grafkyrr og horfði ýmist á tréð eða á stórbónd- ann. „Er ekki sem mér sýnist að þetta sé Þór Holt sem er hér á ólöglegum vegum?“ hélt stórbóndinn áfram og gekk nær honum. „Veist þú ekki að þú mátt taka tré út hjá Steinstjörn en hér er bannað að fella tré? Við því liggur refsing." Þór vissi þetta vel og reyndi að svara en það tókst ekki. Stórbóndinn hafði tekið tréð og lyfti því nú upp með hægri hendi. „Eftir fimmtíu ár,“ sagði hann „hefði þetta tré veitt mörgum mönnum atvinnu, föt og fæði og auk þess gjaldeyri." Þór skildi þetta ekki vel en hann var al- veg viss um að hann hefði gert rangt. Hann herti upp hugann og sagði: „Ég veit að þetta var rangt af mér. Ég bið yður afsökunar.“ Stórbóndinn hóstaði. Það var eins og eitthvað væri í hálsinum á honum. „Þú mátt taka tréð með þér og komdu svo með mér,“ sagði hann. Þór setti tréð á öxlina og þramm- aði svo á eftir honum. Þeir stefndu heim að höfuðbólinu. Þór varð hálft í hvoru hátíðlegur þegar hann gekk heim hið stóra tún. Þangað hafði hann aldrei komið áður. En hann varð næstum því örvæntingarfullur þegar hann sá að stórbóndinn stefndi beint á aðaldyr hinnar stóru og veglegu byggingar. „Þú getur lagt skíðin þín hérna á meðan við göngum inn,“ sagði stór- bóndinn. „Tréð má einnig bíða héma.“ Það var svo fínt þegar inn var komið að Þór vissi ekkert hvað hann ætti af sér að gera. Á veggjunum voru stoppaðir elgshausar, svo og málverk svo fögur að hann hafði aldrei séð annað eins. Þama var hlýtt og bjart. „Við skulum setja okkur litla stund hérna hjá arninum," sagði stórbónd- inn og fór úr þykka frakkanum sín- um. Hann var ekki alveg eins hörku- legur og áður. Þór settist á stólbrún og velti húfunni sinni milli handanna þar til hún var orðin eins og ólögu- legur bolti. „Hvernig líður föður þín- um?“ spurði stórbóndinn allt í einu. „Svona sæmilega“, sagði Þór dræmt en svo áttaði hann sig og sagði: „Hann er alltaf rúmfastur og læknir- inn segir að hann muni þurfa að liggja nokkru lengur.“ „En móður þinni?“ „Hún þjáist alltaf af gigtinni,“ sagði Þór. Stórbóndinn sótti pípuna sína, tróð í hana tóbaki og kveikti svo í henni. Hann sat lengi þegjandi og blés frá sér stórum reyk- skýjum. „Hlakkarðu til jólanna?" spurði hann. Þetta fannst Þór undar- leg spuming. Auðvitað hlakka allir til jólanna. „Já,“ sagði hann. „Bara að pabbi og mamma væra orðin frísk og ég hefði ekki stolið jólatrénu.“ Stór- bóndinn ræskti sig. „Og svo hlakkarðu auðvitað til að borða allan góða jólamatinn?" hélt stórbóndinn áfram. „Það verður nú víst lítið um hann í þetta skipti,“ sagði Þór. „Við höfum ekki ráð á því. Pabbi hefur ekki getað unnið sér neitt inn um langan tíma.“ Svo þagði stór- bóndinn enn lengi. Þór sat kyrr og horfði inn í arineldinn. Hann óskaði þess nú heitt og innilega að hann hefði ekki fallið fyrir þeirri freist ingu að stela jólatrénu. „Þú bíður hérna svolitla stund,“ sagði stórbóndinn. „Ég ætla að skreppa og tala við konuna mína.“ Hann var ekki Iengi í burtu. En Þór leiddist ekki hið minnsta. Honum þótti aðeins vænt um að mega vera einn. Hann stalst meira að segja til að ganga ofurlítið um gólfið og horfa á málverkin og öll gömlu vopnin sem héngu á veggjunum. Hann hafði að- eins lesið um slíka hluti en aldrei séð þá áður. Hann hafði heldur ekki dreymt um að hann fengi að koma heim til stórbóndans og sjá allt þetta með eigin augum. „Ágætt," heyrði hann að stórbónd- inn sagði fyrir framan og þegar hann kom inn sagði hann við Þór. „Jæja, þú verður nú að fara að komast heim. Þetta er talsverður spölur svo að ég ætla að láta einn af vinnupiltum mín- um flytja þig heim. Blakkur verður ekki lengi með þig.“ Þór ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. Gat verið að stórbóndinn ætlaði að láta aka honum heim? Aka jólatrésþjófi heim til sín? „Þú-þú-sund þakkir,“ stamaði hann. „ Og þú skalt taka jólatréð með þér. Það er betra að þú notir það en það verði ónýtt hér. Við erum búin að fá okkur jólatré. En þú mátt aldrei gera þetta aftur.“ „Nei, það skal ég aldrei gera,“ sagði Þór. „Ég sé svo mikið eftir því.“ „Já, flýttu þér nú að kom- ast af stað svo foreldrar þínir verði ekki hræddir um þig,“ sagði stór- bóndinn og opnaði útidyrahurðina. Þar stóð Blakkur og hafði verið spenntur fyrir sleðann en í ekilssæt- inu sat Árni vinnumaður. Þór rétti stórbóndanum höndina. „Ég þakka fyrir mig,“ sagði hann hátíðlega. Svo gekk hann hratt niður tröppurnar, greip með sér skíðin og jólatréð og settist á stóran poka sem lá á sleðan- um. „Já, það er satt,“ sagði stórbónd- inn. „Það er ýmislegt smávegis þama í pokanum sem þú getur gefið henni mörntnu þinni. Hún sér þá kannski um að skipta því.“ Áður en Þór hafði gefist tími til að þakka fyrir var Árni vinnumaður rokinn af stað. Þór þótti sem hann yrði að veifa til stórbónd- ans og það var sannarlega ekki mis- sýning: Hann veifaði á móti. Aldrei hvorki fyrr né síðar hafði komið á heimilið nokkur poki sem hafði svo margt að geyma. Þarna var allskonar matur og gjafir ýmiss konar. Þarna var jólatrésskraut, hnetur, appelsínur og alls konar góðgæti. Þið getið nærri að það varð fögnuður á heimilinu. Er það ekki undarlegt hvemig allt getur snúist til góðs þótt illa líti út?

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.