Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 20

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 20
20 AUSTRI Jólin 1995 Frá Safnastofnun Austurlands -það helsta í safnamálum á árinu Síðastliðið sumar opnuðu tvö söfn á Austurlandi nýjar sýningar. Tækniminjasafnið á Seyðisfírði Tækniminjasafnið á Seyðisfirði opnaði sýningu á efri hæð gömlu símstöðvarinnar í tilefni af 100 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar. Pétur Kristjánsson þjóðháttafræð- ingur er lausráðinn við safnið og undirbjó hann sýninguna. Ragn- heiður Þórarinsdóttir og Hans-Uwe Vollertsen voru fengin til að setja hana upp. Jóhann Grétar Einarsson setti upp þann hluta sýningarinnar sem fjallar um ritsímann og sýndi gömlu ritsímatækin í notkun. Sýndir voru valdir munir eins og húsrúm leyfði og verður opið áfram næsta sumar. Stríðsárasafnið á Reyðarfírði Stríðsárasafnið á Reyðarfirði var opið í fyrsta skipti og er til húsa í braggahverfi efst í bænum. Miklar endurbætur þurfti að gera á sýning- arhúsnæðinu sem aðeins er hluti af hverfinu og á að taka það í notkun smám saman. Þar var sýning í til- efni af því að 50 ár eru liðin frá lok- um seinni heimsstyrjaldarinnar. Ingibjörg Thorarensen þjóðfræði- nemi hafði veg og vanda af undir- búningi sýningarinnar, en Sara Bjömsdóttir myndlistarmaður sá um uppsetningu. Sýningin var sett upp sem „innsetning" á myndlistarmáli og var frábrugðin í því að ekki voru skýringartextar með öllum munun- um eins og menn eiga að venjast á söfnum af þessu tagi. Ohætt er að segja að þessum nýju sýningum var vel tekið. Minjasafn Austurlands Minjasafn Austurlands flutti í ný- byggt húsnæði í safnahúsinu á Eg- ilsstöðum. Þar hefur verið starfað að hreinsun og flokkun safngripa í sumar og haust. Safnstjóri var ráð- inn, Steinunn Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur, en hún hefur undan- farið ár haft umsjón með uppgreft- inum í Viðey á vegum Arbæjar- safns. I vetur verður m.a. unnið að und- irbúningi að opnun Minjasafnsins næsta sumar. Jafnframt verður lok- ið við smíði og frágang þessa fyrsta áfanga safnahússins sem nú er ris- inn. Nú í desember verður haldið málþing um hlutverk Minja-safnsins og skyld mál. Jólasýning verður sett upp á efri hæð safnahússins á Egils- stöðum. Austfirðingar hafa væntan- lega allir haft veður af því að merki- legt kuml var grafið upp í Skriðdal í haust á vegum Minjasafnsins. Stefnt er að því að munirnir úr kumlinu verði til sýnis í safninu þegar það opnar sumarið 1996. Minjasafnið á Burstafelli Minjasafnið á Bustafelli í Vopna- firði starfaði með hefðbundnu móti. Árið 1996 verða 30 ár liðin síðan flutt var úr gamla bænum, en síðast bjó þar sjö manna fjölskylda og tveir aldraðir heiðursmenn. Björg Einarsdóttir húsfreyja á Burstarfelli hefur umsjón með safninu, en hún ólst upp í gamla bænum til tíu ára aldurs. Þjóðminjasafnið keypti bæinn 1943 og eru endurbætur og viðhald á bæjarhúsum á þess vegum, en Hallgrímur Helgason hefur um langt skeið haft eftirlit með húsun- um. Að venju var efnt til starfsdags í safninu í sumar og var það um verslunarmannahelgina að þessu sinni. Aðsókn á starfsdegi eykst með ári hverju og nú munu um 600 manns hafa komið í safnið þennan dag. Að þessu sinni bar nýrra við því kaupstaðarlest á leið frá Sæ- nautaseli kom við í safninu. Safn- gestir gátu virt fyrir sér gömul hand- brögð víða í bænum og fengu þjóð- legt bragð á tunguna í búri og bað- stofu. Sjóminjasafn Austurland Gestir Sjóminjasafns Austurlands í sumar urðu um 1650. Safninu áskotnuðust um 30 hlutir og má af þeim nefna tvö leirílát sem að vísu láta ekki mikið yfir sér, en geyma vafalaust mikla sögu. Annað er leirflaska sem kom upp í botnvörpu Kambarastarinnar SU 200 frá Stöðvarfirði, um 50 mílur austur frá Gerpi. Flaskan er talin þýsk eða hollensk en ekki er full- kannað um aldur hennar. Hitt er leir- krukka, talin dönsk, sem kom í veiðarfæri báts á skipalæginu fyrir utan Breiðuvík út með Reyðarfirði. I Breiðuvík var verslað á einokunar- tíma og fram um 1790 og hafa fleiri gripir komið úr sjó undan kaup- staðnum á undanförnum árum. Á efri hæð safnsins var komið fyrir líkani af Eskifjarðarbæ eins og hann var árið 1923. Geir Hólm safn- stjóri gerði líkanið sem er um 7 metra langt og sýnir hvert hús og umhverfi þeirra, jafnvel kartöflu- garða og smæstu atriði. Náttúrugripasafnið í Neskaupstað Náttúrugripasafnið í Neskaupstað starfaði eins og venjulega og var opið í sumar, en auk þess er það mikið heimsótt af skólafólki á vet- urna. Þangað komu u.þ.b. 1650 manns samkvæmt gestabók og voru það aðallega íslenskir ferðamenn. 1 safninu eru góð sýnishorn af stein- um, fuglurn og fiskum, einnig selir og hreindýrskálfur svo nokkuð sé nefnt. Náttúrustofa Austurlands var opn- uð í Neskaupstað í sumar. Hlutverk hennar er meðal annars að standa fyrir rannsóknum og söfnun upplýs- inga um náttúrufar og er þess að vænta að Náttúrustofan og safnið styrki hvort annað. Safn á Djúpavogi Viðgerð Löngubúðar hefur staðið yfir með hléum síðan 1985. Fyrstu árin hafði áhugamannafélag á staðn- um urnsjón með fjáröflun og fram- kvæmdum en 1989 eignaðist sveit- arfélagið húsið. Arkitekt er Hjörleif- ur Stefánsson, og smiðir frá Minja- vernd hafa unnið að viðgerðunum lengst af. Minjavernd er fyrirtæki sem hefur á sínum snærum sérfræð- inga í viðgerðum gamalla húsa. Langabúð er í sinni núverandi mynd frá miðri síðustu öld en er byggð upp úr mun eldri verslunar- húsum sem stóðu á sama stað. Framan af var hugmyndin að verslunarsögusafn yrði í Löngubúð. Nú eru breyttar aðstæður. Safn Ríkarðs Jónssonar mun verða í norðurenda Löngubúðar og kaffi- stofa í syðri endanum. í miðju hús- inu verður Kvennasmiðjan á Djúpavogi með vinnustofu og sýn- ingarsvæði, og munu konurnar hafa umsjón með öllu starfi í húsinu. Á lofti Löngubúðar verða sýndar verslunarminjar og fleiri gamlir munir. I sumar var unnið við loka- frágang á þaki og umhverfi hússins en hvorttveggja eru stórir áfangar. Teikningar að innanhússfrágangi eru tilbúnar og undirbúningsvinna við Ríkarðssafn hafin. Kostnaður sveitarfélagsins við Löngubúð er að sjálfsögðu orðinn mikill þrátt fyrir þáttöku Húsafrið- unarsjóðs, ríkissjóðs o.fl. Langabúð á þó eftir að skila sínu margfalt til baka. Minningarsafn Nönnu Guðmundsdóttur Heimilissafnið í Berufirði var opið í sumar eftir samkomulagi. Þar má sjá smíðisgripi eftir mikla hag- leiksmenn og ýmsa aðra muni frá heimilinu í Berufirði, en auk þess er þar bóka- og myndasafn. Kirkjan í Berufirði er einnig skoðunarverð. Hún er endurbyggð árið 1938 úr gömlum viðum og í henni eru gaml- ir, fagrir gripir. Byggðasafn Austur- Skaftafellssýslu Starfsemin var með venjulegu móti í ár og hafa um 2000 manns skrifað sig í gestabók í sumar. Safn- ið stóð fyrir sérsýningum að vanda. Sýning á listaverkum í eigu bæjar- félagsins var haldin í Mánagarði um páskana. I júní var 75 ára afmælis Kaupfélags Austur-Skaftfellinga minnst með sýningu á málverkum Bjama Guðmundssonar fyrrv. kaup- félagsstjóra og var hún haldin í Heppuskóla. Þá var sett upp kaupfé- lagssýning í safnahúsinu, Gömlu- búð. Safnið tók þátt í Hátíð á Horna- firði í júlí. Þá var safngestum boðið upp á ýmsa tilbreytingu á lóðinni við safnið, og í pakkhúsinu við höfnina var krá. Annars hefur Hand- raðinn, samtök handverksfólks, að- setur í pakkhúsinu sem stendur og er þar opið nú fyrir jólin. Jólasýning verður haldin í Gömlubúð þar sem verða sýnd jólatré, gömul jólakort og ýmislegt fleira. Húsavernd Víða er verið að gera endurbætur á gömlum húsum og kirkjum sem ýmist falla undir þjóðminjalög ald- urs vegna eða teljast til menningar- arfs af öðrum ástæðum. I ár var unnið að viðgerðum á 6 gömlum kirkjum á Austurlandi með tilstyrk frá Húsafriðunarsjóði. Sami sjóður styrkti viðgerð 16 húsa í eigu einstaklinga eða annarra. Fimm byggingar á Austurlandi eru í eigu Þjóðminjasafns. Þar af má nefna Teigarhornshúsið við Beru- fjörð sem hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að viðgerð þess hófst fyrir fáeinum árum. Húsið er byggt um 1880 og var fyrst heimili Weyvadts kaupmanns. Seinna bjuggu þar Nicoline og Hansína, Frá starfsdegi í Minjasafninu á Burstarfelli. Ólöf Helgadóttir situr í Hjónahúsi. Ljósm. Methúsalem Einarsson Starfsfólk Minjasafns Austurlands í nóvember: F.v. Anna Fía Emilsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, safnstjóri, Jóna Óskarsdótttir, Skúli Magnússon, Björn Magni Björnsson. Ljósm. Safnastofnun Austurlands. Úr vinnustofu Ríkarðs Jónssonar á Grundarstíg 5 í Reykjavík. Ljósm. Hjörleifur Sig.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.