Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 26

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 26
26 AUSTRI Jólin 1995 Aðalbjörn Ulfarsson, frá Yattarnesi Undir hníf kærleikans Það voru góð veður seinni hluta maí 1960 og voraði vel. Ég var kominn til Reykjavíkur og lá í stof- unni hjá Maríu systur og manni hennar, svo illa haldinn af verk í bakinu að ég gat naumast hreyft mig. María hringdi í heimilislækn- inn, Árna Björnsson sem kom og skoðaði mig og sagði að ég væri með brjósklos og ráðlagði mér að hafa sambandi við Bjarna Jónsson, lækni á Landakoti. Daginn eftir brölti ég í símanum og hringdi á Landakot, stúlka svar- aði og sagði að Bjarni væri svo störfum hlaðinn að útilokað væri að fá við hann viðtal fyrr en seint í ágúst og bauðst til að skrifa mig niður þá. Ég sagði að svo lengi gæti ég ekki beðið. Eftir að rætt málið við Maríu systur var það að ráði að ég skjögraði til Friðriks Einarsson- ar, læknis til að athuga hvort hann gæti ekki ráðlagt mér eitthvað. Frið- rik skoðaði mig og sagði mér að gera æfingar, sem ég ekki gat. Hann ákvað þá að panta strax fyrir mig pláss á Landspítalanum og hringdi til Snorra Hallgrímssonar prófess- ors. Daginn eftir brölti ég á biðstofu til prófessors Snorra. Frammi á ganginum sat stúlka innan við gler- rúðu með gati á og gáfu allir sig fram við hana um leið og þeir komu. Þetta athugaði ég ekki held- ur fór beint inn á biðstofuna. Fólk var kallað upp og þar kom að við vorum tveir eftir á biðstofunni, ég og stór maður, gráhærður, sem setið hafði og lesið í blaði. Hann braut nú saman blaðið og tók mig tali. Þetta var bændahöfðinginn og Þingeying- urinn Jón Þorbergsson á Laxamýri. Mikið fannst mér til um hvað hann var höfðinglegur þegar hann reis úr sæti sínu og gekk til fundar við lækninn. Ég gaf mig nú á tal við stúlkuna innan við glerrúðuna og sagði henni að ég hefði átt að hitta prófessor Snorra Hallgrímsson. Hún spurði að nafni og ég sagði sem var að ég ætti ekkert viðtal pantað en að Friðrik Einarsson hefði hringt til prófess- orsins daginn áður og ég hefði átt að koma á þessum tíma. Hún sagði að þar sem ég ætti ekkert viðtal pantað fengi ég ekki að tala við hann núna og yrði að bíða fram í júlí. „Jæja ég fer þá bara inn hvað sem þú segir“, sagði ég og gerði mig líklegan til þess. I því opnuðust dyrnar og inn kom maður hvítur á hár og í hvítum slopp og spurði hvort hér væri ein- hver ágreiningur. Stúlkan sagði að ég hefði ætlað að ryðjast inn til hans. Þarna var prófessor Snorri kominn og spurði hann hvort ég væri sá sem Friðrik hefði beðið sig að líta á. Ég svaraði játandi og gaf stúlkunni hornauga og glotti út í annað um leið og ég gekk inn og sýndist mér koma hálfgerður van- þóknunar svipur á hana. Snorri átti strax traust mitt og virðingu. Hann var hlýlegur í orðum og alþýðlegur og vildi engar þéringar. Hann sá strax hve slæmur ég var í bakinu og sagðist mundi reyna að flýta rann- sóknum, en það yrði að taka röntgenmyndir og rannsaka þær vel áður en nokkuð yrði gert. Kvaddi ég hann og hélt heim til Maríu. Eftir þrjá daga var hringt og mér sagt að koma á Landspítalann. Þar tók hjúkrunarnemi á móti mér og fylgdi mér inn á herbergi. Eftir nokkra bið kom hjúkrunarkona með ritföng, heilsaði og tók af mér hefð- bundna skýrslu. Að því loknu fylgdi hún mér inn á stofu þar sem fyrir voru 9 sjúklingar, kynnti mig fyrir þeim og sagði mér því næst að hátta strax og hafa slopp og inniskó við höndina, því eftir kaffið yrði farið með mig í bað. Löngu hef ég gleymt hvað allir stofufélagar mínir hétu, en man þó eftir tveimur Vopnfirð- ingum, gömlum bónda sem hafði lærbrotnað þegar hestur féll með hann. Hinn var gamall meðhjálpari með gallsteina og hét Lúðvík Tor- vald Veivat Olafsson, verslunarmað- ur úr Reykjavík. I rúminu næst mér var maður úr Hafnarfirði og gekk það sama að honum og mér. Við hlið hans var ungur maður sem hafði lent í mótorhjólaslysi. Þar næst var ungur maður, Styrkár að nafni. Togarasjómaður á að giska 28 ára gamall er mér mjög minnisstæð- ur. Hann var stór, ákaflega sver og þrekinn, mjög kraftalegur og lagleg- ur með dökkt hár. Hann hafði slasast á baki um borð í togara og gengið undir mikla aðgerð. Hjúkr- unarnemarnir, sem allir voru ungar stúlkur, færðu okkur kaffið. I hópi þessara glæsilegu stúlkna, sem mér fannst nú reyndar allar vera fallegar í bláum sloppum með hvíta boð- unga og hvítan kappa á höfðinu, voru tvær sem mér fannst bera af, að öllum hinum ólöstuðum. Önnur hét Elín og var dóttir Jóns Sæ- mundssonar skipstjóra, sem um skeið kenndi þarlendum sjó- mennsku austur á Seilon, eða SríLanka eins og sú eyja heitir nú. Hin hét Hreindís Guðmundsdóttir, hún var ljósgullið hár bæði þykkt og mikið sem hún fléttaði í eina þykka fléttu sem hún kom fyrir ofan á höfðinu þannig að það leit út eins og hún væri með gullkórónu. I heim- sóknartí manum gerðist atburður, sem átti eftir að mótast fast í huga mér og að verður vikið að síðar. Inn um dymar kom kona með þrjú böm, einu hélt hún á í fanginu, hin voru frísklegur drengur og telpa á aldrin- um fjögra til sex ára. Börnin horfðu feimin og undrandi í kring um sig en svo áttaði drengurinn sig, breiddi út faðminn, hljóp að togarasjómann- inum og hrópaði um leið „pabbi“, vafði handleggjunum um hálsinn á honum. Móðirin varð að losa dreng- inn og segja honum að þetta mætti ekki gera því pabbi hans væri svo veikur að þetta þyldi hann ekki. Að loknum heimsóknartímanum kom ein af stúlkunum og fór með mig fram á bað. Ég var svo illa haldinn að ég komst ekki ofan í hjálpar laust og varð að biðja stúlk- una um aðstoð. Kom hún þá með trégrind, lagði hana þvert yfir annan endann á kerinu og hjálpaði mér svo upp á grindina. Ég sá strax að blessuð stúlkan var mjög feimin við mig, að minnsta kosti dundaði hún mikið við að þvo á mér bakið en kom þó fram fyrir líka. Ég spurði hana hvort þetta væri í fyrsta skipti sem hún færi með karlmann í bað. Vesalings stúlkan fór öll hjá sér og kafroðnaði en brosti og svaraði ját- andi: „Þú þarft ekkert að vera feim- in við mig gæska,“ sagði ég „I fyrsta lagi ert þú bara að vinna þitt starf og svo er ég svo illa haldinn að þó mér dytti eitthvað í hug gæti ég ekki framkvæmt það. En heldurðu ekki annars að ég sé rétt skapaður?" Við svona létt spjall fór allt að ganga betur og feimnin fór smám saman af stúlkunni og allir líkams- hlutar fengu sinn þvott. Að baðinu loknu fylgdi hún mér inn í viðtals- stofu þar sem læknakandídat tók af mér skýrslu þar sem tíundað var allt, hrjáð hafði mig um dagana og auk þess grennslast fyrir um veikindi ættingja. Síðan lét hann mig leggj- ast upp á borð og stakk í fótinn á mér stórri öryggisnælu til þess að finna hvar dofinn væri mestur. Stóra táin var svo dofin að ég fann ekki þegar stungið var í hana og varð að- eins var við fiðring þegar oddurinn á nælunni rakst í beinið. Þegar inn á stofu kom þótti körlunum hafa tekið langan tíma að baða mig, eitthvað hefði ég nú verið skítugur. Ég sagði þeim að það hefði nú ýmislegt fleira verið gert. Að þessu sinni var það Friðrik Ein- arsson, sem gekk stofugang. Hann gekk að rúmunum og ræddi lít illega við þá sjúku. Þegar hann kom til mín sagði hann að næsta morgun færi ég í myndatöku. Helgina skyldi ég nota til að hvílast vel því að henni lokinni byrjaði rannsóknin fyrir alvöru. Næsta morgun vorum við ræstir snemma eða nokkru fyrir sjö og hit- inn mældur. Um hálf níu var morg- ungrautur, að honum loknum var komið að myndatöku. Mér var fylgt á biðstofu þar sem ég beið ásamt nokkrum öðrum, sem allir áttu það sameiginlegt að vera með bilaðan hrygg eða dofinn fót. Loks kom röðin að mér. Þar var hvorki fum, fát né feimni, æfðar hendur hand- léku röntgenmyndatækin og kunnu líka að hagræða sjúklingi upp á borði svo að sem best mynd fengist. Svo kom helgin með öllum sínum heimsóknum og fengu flestir ætt- ingja eða vini í heimsókn. Til mín komu tvær systur mínar. Eftir helg- ina byrjaði ný vinnuvika með hita- mælingum og morgunmat. Þegar stúlkurnar höfðu lokið við að laga um hvern og einn kom prófessor Snorri á stofugang og með honum yfirhjúkrunarkona deildarinnar og margir kandídatar. Hann leit á spjöldin og ræddi við sjúklingana og gaf yfirhjúkrunarkonunni fyrir- mæli um meðferð hvers og eins. Átti mikið af hlýjum uppörfunarorð- um handa hverjum og einum og kærleikurinn og góðvildin skein af ásjónu hans. Ég bar takmarkalaust traust til hans og var viss um, að í hans höndum fengi ég fullan bata eins og raunar varð. Eftir hádegi byrjuðu rannsóknir með nálarstungum og alla vega lík- amsbeygingum, sem ég gat lítið sem ekkert gert af. Svipaðar rann- sóknir fóru fram næstu daga og end- uðu á því að prófessor Snorri tók báðum höndum um hálsinn á mér og herti að. Við það jókst verkurinn svo mikið að ég rak upp hljóð og voru þeir þá ekki í neinum vafa lengur um hvað að mér gengi. Taugasérfræðingur kom síðan til að skoða mig. Hann bankaði á öll liða- mót á útlimum með litlum gúmmí- hamri, talaði látlaust á meðan og spurði ótal spurninga. Að þeim rannsókn lokinni var ég fluttur fyrir prófessorinn og alla hans nemendur og aðstoðarmenn. Hann spurði hvort ég vildi láta skera mig upp: „Ég veit það ekki,“ svar- aði ég; „Ef við skerum þig upp get- ur verið að þetta lagist alveg, það getur líka verið að það verði alveg eins og svo getur það líka versnað. Við getum engu lofað.“ „Jæja, það er best að þið ráðið þessu, en ég trúi því og vona að aðgerðir ykkar hverjar sem þær verða bæti mig að fullu.“ „Við sjáum nú til,“ svaraði prófessorinn. Að þessu loknu var farið með mig aftur inn á stofu. Eft- ir heimsóknartímann kom stúlka með spjald, sem á var skrifað fastandi og hengdi það fyrir ofan höfðalagið á rúminu mínu. Síðan fór hún með mig í bað. Að því loknu lét hún mig leggjast upp á borð á grúfu og rakaði á með alla hrygglengjuna. Ég spurði hana hvað stæði til, og hún sagðist vera að búa mig undir aðgerð, sem ætti að fara fram að morgni. Undirbúningnum lauk með því að hún gaf mér stólpípu. Það varð sem sé að hreinsa mig bæði utan og innan því ég mátti ekki hafa hægðir fyrst eftir aðgerðina. Snorri prófessor kom sjálfur á stofugang um kvöldið og sagði að ég skorinn upp næsta morgun. Kvöldið var ró- legt, systur mínar komu og ég sagði þeim hvað til stæði og að ekki yrði hægt að heimsækja mig fyrsta dag- inn eftir aðgerðina. Næsti morgun hófst að venju með hitamælingu og svo morgunverði sem var eins og venjulega á þeim bænum blessaður hafragrauturinn. Ég fékk auðvitað ekkert. Um hálf níu leytið kom hjúkrunarkona með róandi lyf í sprautu, kæruleysissprauta sögðu karlarnir í næstu rúmum. Lyfið hafði strax þau áhrif á mig að ég varð eins og ölvaður og mig syfjaði ákaflega, en ég mátti alls ekki sofna fyrr en á rétta augnablik- inu. Rétt fyrir níu var mér velt yfir á rúm á hjólum, svo hófst ökuferðin á skurðstofuna. Þar sem svæfingar- læknirinn beið með tæki og slöngur. Ég fann til ótta, en á samri stundu heyrði ég rödd prófessors Snorra. „Hvoru megin er það vinur?“ „vinstra megin,“ svaraði ég og á samri stundu varð ég alveg kvíða- laus og vissi að þessum manni treysti ég fullkomlega. Svo hvarf mér allt og ég vissi ekkert af mér næstu klukkutímana. Þegar ég byrj- aði aftur að skynja lífið og umheim- inn í kringum mig, var flaska á statífi við fótagaflinn og sneri stút- urinn niður. Frá henni lá slanga og á enda hennar var sprautunál sem hvarf inn í handlegg minn rétt ofan við úlnliðinn. Ég sá hvítklædda veru yfir mér og ætlaði að snúa höfðinu aðeins, en sú hreyfing orsakaði þær ógurlegustu kvalir sem ég hef liðið um mína daga og áttu þær upptök sín í mjóhryggnum. Ég reyndi að hljóða en það varð víst bara að hásri stunu. „Jæja, vinur þú ert að vakna.“ Þetta var rödd hvítklæddu verunnar, sem var engin önnur en Elín Jóns- dóttir. Hún var með mælitæki á borði rétt hjá mér, frá þeim lá slanga, sem endaði í einhvers konar poka sem hún vafði utan um hand- legginn á mér sem hún fyllti síðan með lofti svo að hann herti að. Ég held, þó ég hafi engan veginn verið viss um það þá, að tækið hafi verið til að mæla blóðþrýsting. Eftir því sem á daginn leið þurfti hún sjaldn- ar að framkvæma þessar mælingar, en þeim mun oftar að hagræða mér, því á bakinu gat ég ekki legið. Stíft teppi hafði verið breitt undir mig og þegar mér var snúið á aðra hliðina tóku tveir hjúkrunarnemar í sitt hvorn enda á teppinu. Ég greip svo báðum höndum í þær og þannig hafðist það. Að morgni var það blessuð stúlkan hún Elín sem kom með hafragrautinn og sagði; „Jæja vinur þá er það grauturinn“ . „Hvernig heldurðu nú að ég geti borðað, ég sem get ekki hreyft mig.“ „O, við hjálpumst að.“ Hún tók síðan diskinn í aðra hendina og skeiðina í hina og hóf svo að mata mig og það gekk bara furðu vel. Hún mataði mig líka í hádeginu en seinnipart dagsins tók Hreindís við og þannig gekk það fjóra fyrstu dag- ana. Á fimmta degi varð ég að fara fram úr. Með aðstoð Ellu steig ég nokkur skref og svo fór þetta að smá koma. Uti beið sólin, góða veðrið og líf- ið sjálft. Á áttunda degi frá aðgerð- inni mátti ég fara af spítalanum. Nokkur mannaskipti urðu á stof- unni þá daga sem ég dvaldi þar. Bóndinn lærbrotni var sendur til Akureyrar, þar sem hann átti að liggja meðan hann greri. Skólapilt- ur frá Laugarvatni með illa kraminn kálfa kom í hans stað. Meðhjálpar- inn með gallsteinanna var farinn og í hans rúm var kominn ofdrykkju- maður með veikan maga. Hafnfirð- ingurinn bakveiki fór heim og kenn- ari úr Flensborg með tvíbura við rófubeinið kom í hans stað. Já, þannig gekk lífið til á Landsspítal- anum vorið 1960, einn kom annar fór. Og loks var röðin komin að mér að kveðja stofufélaganna. Ég komst hjálparlaust í fötin en fann samt að töluvert vantaði á að ég væri orðinn vinnufær. Svo kvaddi ég einn af öðrum með handabandi, síðast tog- arasjómanninn, sem var enn þungt haldinn. Ég hafði fengið boð um að prófessorinn vildi sjá mig áður en ég færi og var vísað inn í litla stofu. Allt í einu snaraðist prófessorinn inn, hann lét mig gera nokkrar bol- beygjur og var ánægður með árang- urinn. Því næst sagði hann mér að hafa það rólegt í einn mánuð og fá mér síðan létta og rólega vinnu um

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.