Fréttablaðið - 01.10.2020, Side 6

Fréttablaðið - 01.10.2020, Side 6
Eyrnamerkingin er til að þvinga okkur feðurna til að taka fæðingar- orlof, því reynslan hefur sýnt að annars er það ekki gert. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráð- herra BJÓÐUM UPP Á 35” - 40” BREYTINGARPAKKA FRÁ ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ÍSBAND EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 HEILBRIGÐISMÁL Fjáröf lun fyrir nýjum bíl Frú Ragnheiðar, skaða­ minnkunarverkefnis Rauða kross­ ins, hófst í dag og mun standa yfir í viku. Verkefnið fagnar ellefu ára afmæli 8. október. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkr­ unarfræðingur og verkefnastýra, segir markmiðið að safna tíu millj­ ónum króna, sem er kostnaðurinn við nýjan bíl. Núverandi bíll er orðinn úr sér genginn og er keyrður rúmlega 340 þúsund kílómetra. Frú Ragnheiður er sérútbúinn bíll þar sem jaðarsettum einstaklingum er veitt heilbrigðisþjónusta og er óhætt að segja að verkefnið hafi stækkað töluvert síðastliðin ár. Í fyrra þjónustaði verkefnið til að mynda 519 einstaklinga. Að sögn Elísabetar er bíllinn hjarta verkefnisins og mikið lagt upp úr því að halda þjónustunni óskertri. „Þess vegna skiptir það svona miklu máli fyrir okkur að geta fengið þennan nýja bíl.“ „Þetta er sjálfboðaliðaverkefni og við leitum á náðir almennings til að aðstoða okkur,“ segir Elísabet. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta sent skilaboðin TAKK í síma númerið 1900 og lagt þar með 2.900 krónur til söfnunarinnar. Frekari upplýsingar um söfnun­ ina og starfsemi Frú Ragnheiðar má finna á frettabladid.is. – fbl Þurfa nýjan bíl til að halda Frú Ragnheiði gangandi Úrræðið Frú Ragnheiður fagnar ellefu ára afmæli í næstu viku. DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli Kára Orrasonar, 22 ára Reykvíkings, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Kára er gefið að sök að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl í fyrra, er hann tók þátt í mót­ mælum samtakanna No Borders, sem kröfðust fundar með ráðherra um málefni hælisleitenda. Tekist var á milli verjanda og fulltrúa ákæruvalds um hvort mót­ mælin gætu talist friðsöm eða ekki, notuðu mótmælendur trommur en beittu ekki of beldi. Þá greindi þá einnig á um hvort Kári hefði haft tækifæri til að bregðast við fyrir­ mælum lögreglu fyrir handtöku. Helgi Þorsteinsson, verjandi Kára, sagði að lögregla hefði verið með það að markmiði að „kenna þeim lexíu“, þar sem önnur úrræði hefðu staðið þeim til boða en að handtaka mótmælendurna. Þá sagði stjórnandi á vettvangi að hópurinn hefði mótmælt á sama hátt nokkra daga á undan, í þetta skiptið hefði verið ákveðið að hand­ taka og ákæra þá sem færu ekki eftir fyrirmælum. Dómari stöðvaði spurningar sem sneru að því hvaða ákvarðanir hefðu verið teknar fyrir handtökurnar. Sjö lögreglumenn báru vitni og voru sammála um að mótmælend­ urnir, sem sátu á gólfi anddyrisins með hendur hlekkjaðar saman, hefðu ítrekað verið beðnir um að fara. „Þetta var marg ítrekað eins og alltaf. Ég hef verið sakaður um að vera eins og biluð grammófónplata,“ sagði stjórnandi á vettvangi. Vitni verjanda, sem var í anddyr­ inu til að sýna samstöðu með mót­ mælunum, sagði að lögreglumenn hefðu verið fullir af heift. Kári neitaði sök og sagði að hann og aðrir mótmælendur hefðu verið beðnir um að fara, en lögregla beðin um að útskýra fyrirmælin á ensku. Þá hefði ekki gefist mikill tími til að fara eftir fyrirmælunum. Farið er fram á að Kári greiði 10 þúsund króna sekt, verjandi segir að verði Kári dæmdur sekur séu þeir fimm klukkutímar sem hann var í haldi lögreglu næg refsing. – ab Deilt um hvort mótmæli hafi verið friðsöm Kári Orrason í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL „Þegar feður hafa orðið afar og fara að passa barnabörnin, þá eru margir sem segjast hafa upp­ götvað hvað þeir misstu af, að hafa ekki tekið meiri þátt í lífi barnanna þegar þau voru lítil. Þessu vil ég breyta,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags­ og barnamálaráð­ herra. Í gær höfðu meira en hundrað umsagnir um fyrirhugað frum­ varp hans um breytingar á lögum um fæðingarorlof borist inn í sam­ ráðsgátt stjórnvalda. Lögum um fæðingarorlof var breytt í fyrra, fær hvort foreldri um sig fjóra mánuði auk tveggja mánaða sameiginlega. Um áramótin, ef lögunum verður ekki breytt, verða sameiginlegu mánuðirnir fjórir, alls 12 mánuðir. Með þessum lögum fær hvort for­ eldri sex mánuði, en heimilt verður að færa einn mánuð á milli. Frumvarpið byggir á tillögum samstarfshóps sem skipaður var í fyrra til að vinna að heildarendur­ skoðun laga um fæðingar­ og for­ eldraorlof. Í greinargerð segir að með breytingunum verði feður í sterkari stöðu gagnvart atvinnu­ rekendum þegar kemur að nýtingu fæðingarorlofsréttar. Þá megi ætla að feður muni taka meiri þátt í umönnun barna sinna en ella. Fyrir­ komulagið ryðji jafnframt úr vegi eldri viðhorfum um að faðirinn beri alfarið eða meginábyrgð á efnahag heimilisins með tekjuöflun sinni. „Þegar fæðingarorlofslögin voru sett á fyrir 20 árum þótti asna­ legt að feður tækju fæðingarorlof. Löggjöfin hefur alla tíð verið gerð, meðal annars, til að ná fram sam­ félagsbreytingum. Núna er verið að stíga skref, byggt á rannsóknum, enn frekar í þá átt að tryggja að feður taki frekar þátt í fyrstu vikum og mánuðum í lífi barnsins,“ segir Ásmundur Einar. „Þetta skiptir máli fyrir barnið, föðurinn og jafnrétti, til lengri tíma litið. Eyrnamerkingin er til að þvinga okkur feðurna til að taka fæðingarorlof, því reynslan hefur sýnt að annars er það ekki gert.“ Í mörgum umsögnunum er rætt um brjóstagjöf, en talað er um í leið­ beiningum frá Embætti landlæknis að börn eigi að vera á brjósti fyrsta árið. Ásmundur Einar segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem þurfi að skoða. „Miðað við hvað nefndin leggur til, og við setjum í raun frum­ varpið óbreytt inn í samráðsgátt stjórnvalda, þá teljum við að þetta eigi ekki að hafa neikvæð áhrif til atvinnuþátttöku, vegna þess að rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og hvenær mæður fara aftur til vinnu,“ segir hann. „Frumvarpið er í sam­ ráðsgátt einmitt til að fá fram þessi sjónarmið, síðan tökum við púlsinn áður en það fer til þingsins.“ Snert er á mörgum atriðum í frumvarpinu, réttindi einstæðra for­ eldra eru aukin, í tilfellum þar sem annað foreldri er í nálgunarbanni og þegar börn eru ekki feðruð. Einnig stendur til að stytta tíma­ bil fæðingarorlofs úr 24 mánuðum niður í 18 mánuði og er miðað við að börn verði komin í dagvistun. Þó eru dæmi þess nú í haust að börn fái ekki dagvistun fyrir tveggja ára aldur. „Við gerum þetta á þeim grunni að það séu sem mest tengsl á fyrstu vikunum og mánuðunum, það er gríðarlega mikilvægt,“ segir Ásmundur Einar. „Það er breytilegt á milli sveitarfélaga hversu vel þeim hefur gengið að brúa bilið. Það hefur tekist í meirihluta sveitarfélaga, en það hefur reynst meiri áskorun hjá öðrum. Það er metnaður til þess, og við verðum að hvetja til þess að sveitarfélögin geri það.“ Ásmundur Einar segir ríkið hafa stigið myndarlega inn á þessu kjör­ tímabili hvað varðar fæðingarorlof. „Við erum búin að hækka og lengja greiðslur. Heildargreiðslur sem renna til fæðingarorlofs hafa hækk­ að í 10 milljarða á ári. Þegar allt er komið í gagnið hækka þær upp í 20 milljarða á ári. Það er ástæða til að hvetja sveitarfélög til þess að koma af metnaði inn í þetta verkefni líkt og ríkið.“ Miðf lokkurinn hefur lýst yfir andstöðu við breytingarnar. Það hefur Vilhjálmur Árnason, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins, einnig gert. Hefur hann talað um að lögin feli í sér forræðishyggju og skerði frelsi fjölskyldna. Ásmundur Einar segir að því verði velt upp áður en frumvarpið verður lagt fram, hvort og með hvaða hætti verði hægt að koma til móts við sjónarmiðin sem komið hafa fram. „Ég á ekki von á því að hægt sé að samræma sjónarmið allra f lokka á Alþingi. Sumir vilja hafa þetta algjörlega frjálst á meðan hér er bent á jafnréttissjónarmiðin og mikil­ vægi feðra. Það er tekið á mikil­ vægum málum í þessu frumvarpi og það yrði mikil synd ef það færi ekki í gegnum þingið, það verður hins vegar að koma í ljós.“ arib@frettabladid.is Tryggja að feður taki þátt Skiptar skoðanir eru um frumvarp um breytingar á fæðingarorlofi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að börn myndi tengsl við báða foreldra þegar þau eru sem yngst. Samkvæmt nýju frumvarpi Ásmundar Einars munu mæður og feður fá hvort um sig sex mánuði í fæðingarorlof. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.