Fréttablaðið - 01.10.2020, Side 8

Fréttablaðið - 01.10.2020, Side 8
Könnunin var gerð dagana 23.–28. september 2020. Hún var send til 2.500 manna könnunarhóps Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. 55% Framsóknarmanna van- treysta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mest allra ráðherra. Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Framsóknarformaður á flugi í sínum flokki Traust til Sigurðar Inga Jóhanns- sonar hefur aukist verulega frá síðustu könnun, þegar rúm tvö prósent treystu honum best. Nú treysta 6,2 prósent honum best. Þá hafa kjósendur Framsóknar- flokksins tekið formann sinn í sátt. Í fyrra naut Lilja Alfreðs- dóttir mun meira trausts, þegar rúm 62 prósent flokksmanna treystu henni best. Það traust er nú fallið í 36,6 prósent og 40 prósent flokksmanna treysta nú formanni flokksins best allra ráðherra, samanborið við 15 prósent í síðustu könnun. Traust til Lilju í Miðflokknum hefur einnig fallið síðan í fyrra, þegar tæpur helmingur kjós- enda flokksins treysti henni best. Aðeins 11 prósent þeirra treysta henni best í dag. Þeir ráðherrar sem kjósendur Mið- flokksins treysta best eru Bjarni Benediktsson (31%) og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (25%). Heimsfaraldur- inn virðist hafa töluverð áhrif á traust til ráð- herra en heil- brigðisráðherra nýtur nú meira trausts en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARIKatrín Jakobsdóttir for-sætisráðherra nýtur y f irburðatrausts í samanburði við aðra ráðherra, samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið. Fylgi við hana hefur þó ekki aukist frá síðustu könnun blaðsins um traust til ráð- herra, sem gerð var í júní í fyrra, þegar hún naut fylgis 18,1 prósents þátttakenda. Hún nýtur nú trausts 18,5 prósenta þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Á eftir henni koma Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra með 10,8 prósent og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, með 10,7 prósent. Niðurstöðurnar eru nokkuð frá- brugðnar síðustu könnun sem gerð var í júní í fyrra. Þá naut Lilja mests trausts með 20,5 prósent. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur einnig rétt verulega úr kútn- um en 7,2 prósent segjast bera mest traust til hennar, samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Stuðningur við Katrínu kemur úr öllum áttum. Hún nýtur þó meira fylgis meðal kvenna en karla. Stuðningurinn er nokkuð jafn í öllum aldurshópum, þó mestur með þeirra yngstu og elstu. Traustið eykst einnig með auknu menntunarstigi, en fólk með háskólapróf er líklegast til að treysta henni best. Hún nýtur yfirburðastuðnings í eigin f lokki, en 82 prósent kjósenda VG treysta henni best allra ráðherra. Kjósendur Viðreisnar nefna Katrínu líka oftast, eða í 30 prósentum tilvika, og fjórð- ungur kjósenda Samfylkingarinnar. Svandís er þó vinsælli meðal Sam- fylkingarfólks en 30 prósent þess treysta henni best. Stuðningur við Lilju meðal jafnaðarmanna hefur hins vegar dalað síðan í fyrra. Líkt og í fyrra treysta flestir Sjálf- stæðismenn Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, eða 51 prósent kjósenda flokksins. Katrín Jakobs- dóttir nýtur hins vegar meira trausts meðal Sjálfstæðismanna en aðrir ráðherrar f lokksins. Rúm 13 pró- sent Sjálfstæðismanna treysta henni best. Tæp 11 prósent þeirra treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur best og 7,6 prósent nefndu Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur. Innan við 4 prósent nefndu Guðlaug Þór Þórðar- son og Kristján Þór Júlíusson. Formenn stjórnarflokkanna styrkjast Formaður Framsóknarflokksins réttir úr kútnum í nýrri könnun um traust til ráðherra. Heilbrigðisráðherra nýtur einnig meira trausts en í síðustu könnun. Menntamálaráðherra nýtur ekki sama yfirgnæfandi trausts og hún gerði í kjölfar Klausturmálsins í fyrra. Vantraust mest í garð fjármálaráðherrans Þegar spurt er hvaða ráðherra þátttakendur beri minnst traust til er Bjarni Benediktsson nefndur oftast allra ráðherra, eða í 25 prósentum tilvika. Hlutfallið er þó töluvert lægra en í fyrra, þegar tæp 35 prósent báru mest vantraust til hans. Vantraust til heilbrigðisráðherra hefur einnig minnkað umtals- vert, en hún naut næstmesta vantraustsins í fyrra. Í stað hennar er Kristján Þór Júlíusson nú næstoftast nefndur á eftir Bjarna. Í fyrra vantreystu 8,7 prósent Kristjáni mest, en tæp 19 prósent bera minnst traust til hans í dag. Vantraust til Bjarna er mest meðal þeirra sem hafa lægstar tekjur, minnsta menntun og tilheyra yngsta aldurshópnum, en vantraustið til hans minnkar með hækkandi aldri þátttak- enda. Konur vantreysta honum líka frekar en karlar. ✿ Hvaða ráðherra berð þú mest traust til? / Hvaða ráðherra berð þú minnst traust tli? Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson Sigurður Ingi Jóhannsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Ásmundur Einar Daðason Kristján Þór Júlíusson 18,5% 5,9% 1,5% 9,4% 1,5% 2% 6,4% 18,8% 10,8% Svandís Svavarsdóttir 5,8% 7,2% Guðmundur Ingi Guðbrandsson 4,6% 6,3% 6,2% 4,7% 3,8% 2,3% 2% 0,8% 2019 2020 Veit ekki 23,1% 20,3% Vil ekki svara 7,1% 6,4% 2019 2020 Veit ekki 14,5% 13,7% Vil ekki svara 4% 3,2%n September 2020 n September 2020 n Júní 2019 M es t t ra us t M in ns t t ra us t 24,9% Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Lilja Alfreðsdóttir 2,3% 10,7% 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.