Fréttablaðið - 01.10.2020, Side 33

Fréttablaðið - 01.10.2020, Side 33
BÍLAR Electra er búinn Ultium-rafhlöð- unni frá GM sem gefur honum allt að 660 kíló- metra drægi að sögn hönnuða Buick. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Honda hefur látið frá sér myndir af fyrsta rafdrifna jepplingi sínum sem frumsýndur verður í tilrauna- útgáfu á Bílasýningunni í Peking eftir nokkra daga. Honda hafði áður sagt að Honda e smábílnum yrði fylgt eftir með jepplingi, sem virðist vera raunin. Bíllinn er reyndar mjög ólíkur Honda e smá- bílnum, sem byggði á útliti Honda Civic frá áttunda áratugnum. Þessi bíll er með löngu húddi og hvöss- um díóðuljósum, meira í stíl við nýlegri Honda-bíla. Tilraunabíll- inn virðist líka vera aðeins þriggja dyra og eru hliðarhurðirnar stórar. Líklegra er þó að framleiðsluút- gáfa verði fimm dyra með svipaðri útfærslu á afturhurðum og Honda e smábíllinn. Engar tækniupplýsingar komu frá Honda með þessum myndum en samkvæmt vefmiðlinum Auto- Express verður bíllinn með sama 152 hestaf la rafmótor fyrir aftur- drifið og Honda e. Hvort hann fái einnig framdrif er óvíst, en þar sem bíllinn er stærri mun hann þurfa stærri rafhlöðu til að fá sama eða meira drægi en Honda e, sem helst hefur verið gagnrýndur fyrir lítið drægi. Svipað mælaborð eins og í Honda e er mjög líklegt, með tveimur 12,3 tommu skjáum og skjám fyrir myndavélar sem koma í staðinn fyrir hliðarspegla. Loks hefur Honda sagt að jepplingurinn muni hafa 360 gráðu aðstoðarkerfi sem verður með gervigreind, sem bendir til þess að nýi bíllinn verði að einhverju leyti sjálf keyrandi. Honda e tilraunajepplingurinn Honda e rafjepplingurinn er líklegur til að fara von bráðar í framleiðslu en hvort hann verður eins og tilraunabíllinn er ekki vitað enn. Buick ætlar að kynna rafdrifna bíla sína á næstu mánuðum og fyrsta skrefið í því er frumsýn- ing nýs tilraunabíls sem mun endurvekja Electra-nafnið. Buick ætlar að endurvekja Electra- nafnið, enda áætlar merkið að setja nokkra rafbíla á markað á næstunni. Electra-nafnið var notað á árunum 1959-1990, en að þessu sinni verður það notað á rafdrifinn tilraunabíl sem nýlega var frumsýndur. Við fyrstu sýn líkist nýi bíllinn Enspire- tilraunabílnum frá 2018 en þó með sportlegra yfirbragði. Bíllinn var hannaður af hönn- unarstúdíói í Sjanghæ og er nokkurs konar blanda jepplings og fólksbíls með lágri og sportlegri þaklínu. Þótt hér sé ekki um kynningu á framleiðslubíl að ræða er þetta for- sýning á því útliti sem rafdrifnir bílar Buick munu miða sig við. Heitir hönnunin Potential Energy og byggir á hönnun geimhylkis með glerkúpli sínum. Mjó díóðuljós að framan eru með þrívíddarhönnun og Buick-merkið er með baklýsingu. Annar hátæknibúnaður í Buick Electra er hugbúnaður sem getur uppfært sig yfir netið, en einn- ig getur bíllinn átt samskipti við umhverfi sitt, eins og að greina hvað aðrir bílar í kring ætlast fyrir. Fleiri útgáfur slíkrar gervigreindar eru í bílnum, eins og raddstýribúnaður sem lærir á notandann. Hurðirnar á tilraunabílnum eru vængjahurðir og innandyra eru allar tækninýjungar sem hægt er að bjóða í dag. Bogadreginn upp- lýsingaskjár og ferkantað stýri sem dregst inn í mælaborðið þegar það er ekki í notkun eru meðal þess sem nefna má þar. Bíllinn er búinn Ultium-rafhlöðu sem gefur um það bil 660 kílómetra drægi að sögn Buick. Rafmótorarnir eru tveir og skila samtals 583 hestöf lum, sem duga til að koma þessum sport- jepplingi í hundraðið á aðeins 4,3 sekúndum. Að sögn Buick eru tveir rafdrifnir bílar í kortunum eins og er og er annar þeirra „agressívur“ sport jeppi sem Electra-tilraunabíll- inn gæti vel verið forsmekkurinn af. Buick Electra kemur aftur sem rafdrifinn jepplingur Sveigður skjár og ferkantað stýri sem dregst inn í innréttinguna, tekur á móti ökumanni Electra-tilraunabílsins, ásamt viðmóti með gervigreind. Buick Electra er allsendis ólíkur Electra-bíl fyrri aldar og stútfullur af tækninýjungum. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 25% af öllum vörum* 1. - 5. október Afmæli Afmælisgjöf Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA WWW.ILVA.IS GILDIR Í VEFVERSLUN Gefum 12 x 10.000 gjafakort Taktu þátt með því að versla í vefverslun ILVA. Drögum út 12 heppna viðskiptavini þriðjudaginn 6. október Frí heimsending *20% afsláttur af sérpöntunum. Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði 19F I M M T U D A G U R 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.