Fréttablaðið - 01.10.2020, Síða 42

Fréttablaðið - 01.10.2020, Síða 42
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn ungi Haraldur Fannar hefur k veðið sér hljóðs, undir sviðsnafninu Harald,  á Spotify og öllum helstu streymis- veitum, með laginu Fullkomin. „Þetta er fyrsta lagið á svokall- aðri EP-plötu og það allra róleg- asta,“ segir Harald, sem stefnir á að fylla plötuna með fjórum lögum til viðbótar á næstunni. „Ég er mjög spenntur fyrir hinum lögunum og að þau komi út af því að það er mikið líf í þeim.“ Harald er 21 árs og kemur úr Kópavoginum þar sem hann ólst upp umvafinn tónlist, eins og hann orðar það, og byrjaði snemma að læra á hljóðfæri. Hann er jafn- vígur á gítar og píanó og syngur lögin sín sjálfur. Sjálfsagt má með erfðafræðum rekja þetta að hluta til föður hans, Arngríms Fannars, Adda Fannars Skímó. Gítarstrengur milli feðga Harald segist vissulega njóta þess að eiga „nokkra mjög sjóaða ráð- gjafa“ að í sínum innsta hring, en þess vegna hafi hann lagt mikla áherslu á að finna sinn eigin hljóm áður en hann byrjaði að gefa út, þannig að áhrif föður hans á hann eru helst fólgin í góðum ráðum auk þess sem hann lagði syninum til gítarinn sem hann samdi nýja lagið á. „Þetta er amerískur Fender og er sjúklega góður,“ segir Harald og bætir við að í hljóðfærinu, sem er mun eldra en hann sjálfur, leynist mikil saga. „Það eru til myndir af pabba með þennan gítar þegar hann er jafngamall og ég er núna. Hann keypti hann 1996 og hefur haldið í hann og það mætti segja að hann sé pínu erfðagripur þann- ig lagað og það er ekki séns að ég láti hann frá mér. Pabbi hefur gripið í hann þegar hann þarf en annars hef ég fengið að hafa hann,“ segir Harald sem hefur fengið Fenderinn til varðveislu. Eftirsótt eintak „Þetta er mjög vandað eintak, Amer- íkutýpa, og það er búið að spila hann vel til eins og maður segir. Ég fékk hann lánaðan hjá honum í sumar þegar Skítamórall kom saman og spilaði í Hörpunni,“ segir Addi Fann- ar og staðfestir orð sonarins um að Fenderinn sé sjúklega góður. „Ég veit ekki alveg hversu gamall hann er. Ég keypti hann notaðan í Gítarnum á Laugavegi og ég frétti seinna að annar þekktur íslenskur gítarleikari hafi nú verið með auga- stað á honum. En hann tafðist. Kom við á knæpu á Laugaveginum og náði aldrei upp í búðina. Hann frétti svo seinna að ég hefði eignast þennan gítar og bölvaði því mikið að hann hefði misst af honum, en það er nú önnur saga.“ Addi Fannar segist ekki hafa ýtt syninum út á tónlistarbrautina þótt hann leggi honum til hljóðfæri og góð ráð ef svo ber undir. „Ég hef í rauninni ekkert sérstaklega hvatt hann til þess að feta þessa braut, en hann hafði snemma mikinn áhuga og vildi læra á hljóðfæri sem mér fannst bara hið besta mál. Þannig að hann er tónlistarskólagenginn og lærði á klassískan gítar og píanó og trommur.“ Stoltur pabbi „Þetta lag er samið á þennan gítar og í raun tekið allt upp á hann líka,“ segir Harald um frumraunina Full- komin, sem hann lýsir sem uppgjöri við ástina og fortíðina. „Þetta eru í rauninni bara vangaveltur í huga ungs manns og þegar maður rýnir inn í þögnina og hlustar á hjartað þá er þetta eitthvað sem kemur út frá því. Lagið sjálft er samið um það sem er í gangi og ég held að manneskjan sem lagið er samið um hafi ekki hug- mynd um að lagið er samið um sig,“ segir Harald og gerist nokkuð leynd- ardómsfullur þegar hann er spurður hvort hann sé ekki fullungur til þess að gera upp við ástina og fortíðina. „Ég er mjög stoltur og hann hefur algerlega gert þetta á sínum forsend- um og með sínum hætti. Mér finnst eðlilegt að vera ekkert að skipta mér of mikið af,“ segir Addi Fannar, sem heyrði Fullkomin fyrst þegar loka- útgáfan var tilbúin. „Hann er búinn að leyfa mér að heyra ýmislegt meira sem hann er með í bígerð og mér líst mjög vel á bæði þetta lag og það sem mun koma í framhaldinu. Hann er bara svolítið með þetta strákurinn.“ toti@frettabladid.is Sögulegur Fender tengir tónlistarfeðga Fyrsta lag tónlistarmannsins unga Haraldar Fannars er komið á Spotify, en lagið samdi hann á „sjúklega góðan“ Fender, sögulegan gítar sem pabbi hans er búinn að spila vel til með Skítamóral. 4. okt. kl. 20.00 Flóa, Hörpu Stjórnandi: Samúel J Samúelsson ÍSLENSKI KATALÓGURINN Harald, Haraldur Fannar, með Fender Telecaster erfðagripinn sem hann samdi lagið Fullkomin á, en eftir alls konar tilraunir er hann búinn að finna tóninn sem hann er tilbúinn til að deila með öðrum. MYND/ ÓLÖF ERLA Addi Fannar í ham með Fenderinn á Þjóðhátíð 2009. MYND/ SIGURJÓN RAGNAR mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.