Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 27
Baðinnréttingar eru stílhreinar og fáanlegar í mörgum gerðum og stærðum. Upphengd salerni eru vinsælasti kosturinn þegar breytingar eru gerðar á baðherberginu. Kassarnir eru nettir og fara vel í minni rýmum. Margir kjósa fremur baðkör en sturtur, sérstaklega ungt fólk með börn. Sturtuklefarnir og botnarnir eru til í mörgum útfærslum svo allir ættu að gera fundið eitthvað við sitt hæfi. Hefðbundin salerni eru sömuleiðis í miklu úrvali sem og salernissetur. Speglaskápar með ljósi eru ákaflega vin- sælir um þessar mundir og til í fjölbreyttu úrvali. Baðkarsskilrúm með mynstri sem væntanleg eru í verslunina í nóvember. Þegar ungt fólk flytur í sína fyrstu íbúð er algengt að bað- herbergið sé tekið í gegn. Sumir vilja skipta út baðkari fyrir sturtu en aðra vantar skápapláss til að geyma ýmislegt baðdót, eins og snyrti- og hreinlætisvörur. Íris Jensen herbergjum velur fólk yfirleitt baðkar ef börn eru á heimilinu. Við erum með fjölbreytt úrval sem hæfir smekk hvers og eins. Það er þægilegra að baða börnin í bað- kari en sturtu. Hins vegar er hægt að setja upp sturtu í baðkarinu og við erum með glerskilrúm til að koma í veg fyrir að vatn leki út á gólf. Við eigum von á slíkum skilrúmum með svörtu mynstri í nóvember,“ segir hún. „Síðan erum við með alls konar sturtubotna og lausnir fyrir þá sem velja sturtu fram yfir baðkarið. Ungt fólk veltir mikið fyrir sér notagildi hlutanna. Sturtubotnarnir eru ótrúlega flottir og þunnir og fást í 15 litum,“ upplýsir hún. Upphengd salerni eru langvin- sælasti kosturinn þegar skipt er um salernisskálar í dag, bendir Íris á enda segir hún að það sé gott að þrífa í kringum þau. „Við bjóðum þunna vatnskassa úr svörtu eða hvítu gleri sem eru tilbúnir til uppsetningar beint á vegg og taka mun minna pláss en ella,“ segir hún. „Fólk hefur mikinn áhuga á því að breyta til og fá hreinlætis- tæki í skemmtilegum litum,“ segir hún. „Ef fólk vill lífga upp á baðher- bergin hjá sér eru hreinlætistækin frá Globo algjörlega málið.“ Innréttingar og Tæki er fjöl- skyldufyrirtæki sem hefur verið rekið um langt skeið, eða frá árinu 1945. Amma Írisar var upphaflega stofnandi. Íris og maður hennar, Grétar Þór Grétarsson, tóku við rekstrinum árið 2014. „Við leggjum metnað okkar í vandaða vöru og persónulega þjónustu,“ segir Íris. „Ítalska fyrirtækið Globo er meðal þeirra framleiðenda sem eru í samstarfi við Innréttingar og tæki. Globo, sem var stofnað árið 1980, er svakalega flott merki. Þeir bjóða upp á mjög skemmtileg lituð salerni, sem viðskiptavinir okkar hafa rosalega mikinn áhuga á, til dæmis svört, brún og grá. Þessir litir eru dálítið öðruvísi. Hreinlætistækin eru sömuleiðis einstaklega smekkleg og stílhrein. Hjá Innréttingum og Tækjum er mikið úrval blöndunartækja frá þekktum framleiðendum eins og FIMA Carlo Frattini og er hægt að fá þau í mismunandi útfærslum. Þá er er Gala-fyrirtækið einn okkar stærstu birgja,“ segir Íris. Hægt er að skoða úrvalið af þeim vörum sem finna má í versluninni á heimasíðunni i-t.is. Innréttingar og Tæki eru í Ármúla 31. Sími 588 7332. Opið alla virka daga frá 9 til 18, laugardaga 11 til 14. Sjá nánar á i-t.is. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 9 F Ö S T U DAG U R 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 INNRÉTTINGAR - FYRSTA HEIMILIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.