Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 32
Íslendingar ættu að kíkja við og skoða úrvalið því við bjóðum mikið úrval af hlýjum fatnaði fyrir alla fjölskylduna. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Thorvaldsensfélagið var stofnað í nóvember 1875 þegar nokkrar konur ákváðu að skreyta Austurvöll þegar stytta af myndhöggvaranum Bertel Thorvaldsen var afhjúpuð. Bertel var hálf íslenskur, ættaður frá Dan- mörku og úr Skagafirði. Konurnar röðuðu blómsveigum og fléttum úr íslensku lyngi ásamt ljóskerum sem settu skemmtilegan svip á umhverfið þennan dag. Samstarf þeirra gekk svo vel að ákveðið var að halda hópinn og láta gott af sér leiða. Þar með varð Thorvaldsens- félagið til og hefur í gegnum tíðina styrkt margt gott málefnið sem öll tengjast börnum á einn eða annan hátt. Allt starf er unnið í sjálf boða- vinnu. Meðal verkefna kvennanna var verslunin sem þær opnuðu í eigin húsi að Austurstræti 4 í júní 1901. Fjáröflun félagsins hefur meðal annars falist í því að halda basara þar sem þær bjóða eigin handavinnu til kaups. Verslunin í Austurstræti býður alls kyns fallegar prjónavörur, lopapeysur, húfur, vettlinga, sjöl og fleira sem félagskonur hafa prjónað. Halldóra Helgadóttir, ein félags- kvenna, segir að mikið úrval sé af alls kyns fallegri prjónavöru úr íslenskri ull í versluninni. Erlendir ferðamenn hafa verið stór hópur viðskiptavina en þar sem þeir eru á bak og burt hefur salan minnkað. „Íslendingar ættu að kíkja við og skoða úrvalið því við bjóðum mikið úrval af hlýjum fatnaði fyrir alla fjölskylduna. Meðal annars gamaldags ullarboli eins og börn gengu í hér áður fyrr. Ég held að enginn annar bjóði slíka boli,“ segir Halldóra og bendir á allar glæsilegu lopapeysurnar sem henta vel í fjallgöngur og aðra útivist. „Það er gaman að segja frá því að íslenska lopapeysan er búin að fá lögverndun,“ segir hún. „Hér er hægt að fá frábærar og hlýjar íslenskar jólagjafir.“ Það eru 32 félagskonur sem skipta á milli sín vinnu í verslun- inni í sjálfboðastarfi og leggja þar með sitt af mörgum til fjáröflunar. Verslunin er opin frá 13-17 alla daga nema sunnudaga. Jóla- kort félagsins hafa verið vinsæl í gegnum tíðina en þau eru hluti af fjáröfluninni. Hægt er að fá kortin í versluninni. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kom við í Austur- stæti voru félagskonur að pakka jólakortum auk þess sem þær hafa verið að taka í gegn efri hæð húss- ins þar sem þær halda reglulega fundi. „Við erum að skoða gamlar myndir úr starfinu og hengja upp á vegg,“ segir Halldóra. „Þetta er Íslenskar ullarvörur fyrir kaldan vetur Ein elsta verslunin í Reykjavík er staðsett í Austurstræti og heldur upp á 120 ára afmæli á næsta ári. Í versluninni eru seldar fallegar, íslenskar handunnar ullarvörur. Kristín R. B. Fjólmundsdóttir og Halldóra Helgadóttir í verslun Thorvaldsensfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Glæsilegar íslenskar lopa- peysur í öllum stærðum. Frá- bærar fyrir veturinn eða til jólagjafa. Það er ekki amalegt að eiga svona fallega handprjónaða vettlinga. Alls kyns vandaðar húfur fyrir börn. Allir ágóði rennur til góðgerðarmála. orðið gamalt húsnæði og kominn tími til að gera fínt hjá okkur, endurraða og vekja upp gamlar minningar. Hæðin var máluð í sumar svo þetta er að verða mjög fínt,“ segir hún. „Húsið hefur verið í eigu félagsins frá árinu 1901. Félags- gjald í upphafi voru 2 krónur. Við leggjum áherslu á að styrkja veik börn, til dæmis þau sem glíma við sykursýki. Við höfum styrkt Barnaspítala Hringsins til tækja- kaupa, styrkt sumardvöl fyrir börn og lagt þeim lið sem þurfa fjárhags- lega aðstoð og liðveislu. Sjóðurinn hefur komið að mörgum verk- efnum á löngum ferli sem öll koma að því að bæta aðbúnað barna á Íslandi,“ upplýsir Halldóra. Thor- valdsensfélagið er elsta kvenfélagið í Reykjavík. Núverandi formaður er Kristín R. B. Fjólmundsdóttir. Astaxanthin Eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður sem tryggja að innhaldið skili sér til neytenda. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir, Costco og flestum stórmörkuðum. n Rannsóknir sýna að Astaxanthin er allt að 6000 sinnum sterkara andoxunarefni en C vítamín. n Náttúrulegasta og hreinasta uppspretta astaxanthins finnst í smáþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis, en þeir framleiða þetta sem varnarefni gegn erfiðum aðstæðum í umhverfinu? Styrktu ónæmiskerfið með Astaxanthin!* * Park JS et al. Nutr Metab. 2010;7:18. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.