Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 11
Guðmundur Steingrímsson Í DAG       Sími: 540 2000 // Skeifunni 10, Reykjavík // Hafnarstræti 91–93, Akureyri // Hafnarstræti 2, ÍsafirðiAÐ LÁGMARKI STÓLL ER SVO MIKLU MEIRA EN BARA STÓLL                      ­€€‚­ ƒ„ …­†‡ƒˆ ­€€‡ƒ€€‡ƒ€­­€€‰ Š ƒƒ…‹€­ ­€€Œƒ„ ‰ Ž ­€€ˆƒ‡‹­€€€ƒ‰ €­‘€’­“ƒ­‘ ‰†€€ˆ‡ƒ€­­€€‰ˆ ­€€ƒƒ­†‡†ˆƒ”‡†ƒ­Žƒ­  ‰…ƒ‰’€ƒ‰‰­€­Ž ­€€‡ƒ’†€“ ­€€ˆ†‰€ƒ ‰ƒŠ•ƒ“…€ƒ‰ „€ƒ–­Žˆ€ƒ‰‘…ƒ€‡ ‰‡ƒ€€ ‡ƒ€­­€€‰­€ƒ€…ƒ‰ƒ­­ƒ €“ƒ­ƒ– Ž  —— …ƒ­­‡†ˆ€‚­…‡†­€ ƒ­€  ˜       Š ™†…ƒ”‡ ™†šƒ ›œ—­ƒ ™† ­“ ž˜™†’† €‰ƒ Kappræður Joe Biden og Donald Trump í vikunni voru um margt sögulegar, en þó ekki vegna þess hversu ótrúlega málefnalegar þær voru, fullar af pólitískri andagift og stórbrotinni framtíðarsýn. Þetta voru ekki beinlínis kappræður þar sem tveir aðilar skiptust einlæglega á rök- studdum skoðunum á því hvernig bæri að forgangsraða í bandarísku samfélagi, glíma við aðsteðjandi hættur veraldarinnar og skipta gæðum af réttlæti. Þetta var ekki svona viðburður sem skildi áhorfendur eftir með von í brjósti né fól hann í sér samfélagslega hug- ljómun af neinu tagi. Ekki var þetta herkvaðning til uppbyggingar, skynsemi og samstöðu. Þetta var meira svona leðjuslagur. Einhvers konar hrakyrðaflaumur, lygavaðall, frekjukast og fingra- bendingar. Af umræðu í bandarísku samfélagi að dæma virðist hér hafa verið um ákveðið sjokk að ræða fyrir samfélagið í heild, jafnvel veröldina alla. Hér var skilgreindur lág- punktur. Spurt er: Eru Bandaríkin virkilega sokkin svona langt niður í svaðið? Geta þá ekki önnur lýð- ræðissamfélög sokkið þangað líka? Á þetta fyrir okkur öllum að liggja? Þess vegna voru þetta sögulegar kappræður. Þær lýsa þeim tímum sem við lifum. Ég tilheyri þeim yfir 90 prósentum Íslendinga sem vona að Joe Biden beri sigur úr býtum. Ég hef þó orðið var við það á tali við samborgara mína að, þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðning hér á landi, er samt eins og fólki finnist ekki mikið til Biden koma. Fólk dæsir stundum þegar á hann er minnst. Ranghvolfir augum. Hann þykir í besta falli skárra en ekkert. Ég er ekki þannig stemmdur. Mér finnst Joe Biden heillandi náungi. Hann höfðar til mín. Ég er sammála honum. Vitaskuld mætti hann vera yngri og auðvitað hefðu margir hér á landi — þar á meðal ég — í okkar norræna samfélagi, viljað sjá unga, kraftmikla konu í framboði á móti Bandaríkjaforseta. Gaman hefði verið að sjá málsvara fram- sýnna afla á sviðinu, með munninn fyrir neðan nefið, sem hefði tekið þennan arma þrjót, Donald Trump, í bakaríið og pakkað honum saman með nokkrum vel völdum pólitísk- um áhersluatriðum. En því er ekki að heilsa. Demókratar völdu Biden. Og, semsagt, hann hefur heillað mig í stigvaxandi mæli. Mér sýnist hann góð manneskja. Heilsteyptur maður. Af þeim sjónarhóli líka, eru kappræðurnar æði merkileg stúdía. Þetta gerist: Heiðarlegur fyrrver- andi varaforseti uppfullur af reynslu stígur inn á svið í Cleveland. Hann þekkir samfélag sitt. Hann hefur verið valinn lýðræðislega, í mikilli samkeppni, til að vera forsetaefni flokks síns. Hann býður fram skyn- samlegar lausnir og vel ígrunduð stefnumál og enginn þarf að efast um að metnaður hans stendur til þess eins að gera þjóðfélagið betra. Hann vill vinna með fólki. Hann talar til fólks. Hann er stjórnmála- maður eins og flestir vilja, held ég, að þeir séu. Auðvitað ekki gallalaus. Ekki eins framsækinn og Evrópu- búar eiga að venjast. Og gamall er hann. Og já, hann stamar. En hvað með það? Hann er dreginn niður í svað. Hinum megin stendur nefni- lega egósentrískur lygamörður sem hefur það helst að mark- Sögulegar kappræður miði að sundra þjóð sinni í þágu eigin hagsmuna, stuðningsmaður rasistagengja, skattaóreiðumaður, karlrembusvín, alþjóðleg einræðis- herrasleikja, ruddi og umhverfis- sóði. Hann grípur í sífellu frammí, með gífuryrðum og aðdróttunum — fer að engum reglum — og kórónar svo frammistöðu sína með því að lýsa yfir — og hér talar sem sagt forseti sjálfra Bandaríkjanna — að hann hafi litla trú á því að yfir- vofandi kosningar verði annað en yfirgripsmikið svindl. Þetta er fáheyrt. Svona hefur aldrei gerst áður. Sjálfur forsetinn grefur kerfisbundið undan helstu stofnunum og ferlum síns eigin samfélags. Fyrr skal hann brjóta allt og bramla, en að tapa. Já, og svo sendi hann líka ekki svo dulda her- kvaðningu til vopnaðra stuðnings- manna sinna um að vera nú vakandi á komandi vikum. Lærdómurinn? Við megum ekki hætta að sjá þessar andstæður. Þær mega ekki mást út fyrir sjónum okkar. Við verðum að geta greint muninn á manni eins og Biden og manni eins og Trump. Alltaf. Og sér- staklega á þessum tímum sem við lifum. Að maður sé gamall og stami er aldrei jafnslæmt og maður sem heggur að rótum lýðræðisins. Gætum að því: Þegar maður eins og Trump fer í kappræður þá er markmið hans ekki það að ræða pólitík eða hvað sé best fyrir þjóðina, heldur einungis að koma andstæðingnum niður á sama plan og hann er á. Leðjuslagur skal það verða. Viðvörunarbjallan sem á að hringja í öllum opnum lýðræðis- samfélögum um þessar mundir, og í kjölfar þessara kappræðna, er sú að við sem viljum verja þjóðfélög okkar og þau gildi sem liggja þeim til grundvallar þurfum stöðugt að vera á varðbergi fyrir því að óprúttnir stigamenn birtist á sviði þjóðfélags- mála og byrji að moka skít yfir okkur öll. Í eigin þágu. Með fylgi. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.