Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 40
HRÍSEY VERÐUR Í
RAUNINNI MYND-
LÍKING FYRIR OKKAR MANN-
LEGA SAMFÉLAG, EYJAN ER LÍKA
ÍSLAND OG SAMFÉLAGIÐ.
BÆKUR
500 dagar af regni
Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson
Útgefandi: Dimma
Fjöldi síðna: 126
Þessa dagana er stundum eins og
það hafi alltaf verið rigning, haust-
ið komið með sínum venjubundnu
monsúnlægðum og haustflóð skáld-
skapar á leið til unnenda sinna. Ein
fyrsta bókin til að reka á fjörur er
smásagnasafnið 500 dagar af regni
eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson,
sem sendir hér frá sér sína fyrstu
bók. 500 dagar af regni er ekki nafn
á neinni hinna níu sagna sem bókin
samanstendur af en nær að fanga til-
finninguna í sögunum sem er eins
og það hafi rignt látlaust í fimm-
hundruð daga án þess að stytti upp.
Persónurnar eru nánast kaffærðar
í sorg, söknuði og eftirsjá, þær hafa
hætt að lifa lífi sínu og eru í einhvers
konar biðstöðu að láta
tímann líða.
500 dagar af regni er
að vissu leyti angurvær
óður til karlmennsku í
tilvistarkreppu. Sögurnar
eru flestar sagðar í fyrstu
persónu og með einni
undantekningu eru þær
persónur karlar sem tak-
ast á við einmanaleika,
missi og sorg sem best
þeir geta, en sýna ekki
sérstaka færni til þess. Konurnar í
lífi þeirra eru yfirleitt farnar eða á
förum og oftar en ekki vegna ein-
hvers sem sögumenn bera, eða telja
sig bera ábyrgð á. Fyrsta sagan er
nokkuð frábrugðin hinum, þar sem
sögumaður er telpa sem reynir að
drepa bróður sinn vegna af brýði-
semi. Hún er sú eina sem reynir
að breyta stöðu sinni og örlögum,
hinar aðalpersónurnar eru mátt-
vana og gefast upp fyrir lífinu.
Óhugnaður er aldrei langt undan,
lúrir í djúpinu eins og stór
skuggi sem er í einni sög-
unni þar sem meirihluti
borgarinnar er farinn
undir vatn og allir nema
sögumaður líta á það sem
sjálfsagðan hlut.
Börn eru oftar en ekki í
lífshættu, einelti er víða í
sögunum sem og drengir
sem eiga undir högg að
sækja og bregðast við með
því að beita ofbeldi eða eru
með alvarlega sjúkdóma.
Stíllinn er einfaldur og lát-
laus, stundum einum of þar sem
stundum jaðrar við að hvorki ytra
né innra líf persónanna nái flugi þó
hugmyndir og sögukveikjur séu oft
áhugaverðar. En sem frumraun lofar
þetta smásagnasafn góðu.
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Ágætis frumraun og
angurvær óður til karlmennsku í klípu.
Karlar í kreppu
A! Gjöringahátíð hófst í gær, f immtudag, og stendu r f ram á sunnudag. Hún er haldin í fimmta sinn og að henni
standa Listasafnið á Akureyri,
LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð,
Reykjavík Dance Festival, Menn-
ingarfélag Akureyrar, Leikfélag
Akureyrar og Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar. A! er hátíð
þar sem myndlistar- og sviðslista-
fólk fremur gjörninga og setur upp
gjörningatengd verk.
Meðal viðburða er upplifunar-
verkið Eyja sem fer fram í Hrísey.
Verkið er eftir Steinunni Knúts-
Önnudóttur í samstarfi við Grétu
Kristínu Ómarsdóttur og íbúa
Hríseyjar og unnið í samstarfi við
Leikfélag Akureyrar. Eyja hefst í
Hríseyjarferjunni klukkan hálf tólf
á laugardag og stendur í tvo tíma
eftir að komið er til eyjarinnar
„Við Steinunn höfum verið að
vinna þetta verkefni síðan í sumar
en það á sér lengri aðdraganda
og tengist inn í doktorsrannsókn
Steinunnar við Malmö-háskólann.
Þar er hún að rannsaka sjálf bærni
sviðslista í víðu samhengi: Hversu
lítið er nóg?“ segir Gréta.
Upplifunin er ókeypis. Gesturinn
pantar sér miða og mætir á Árskógs-
sand þar sem ferjan ferjar hann yfir
í Hrísey og á móti honum taka börn
sem búa í eyjunni og fylgja gestin-
um á staði sem honum er boðið að
vitja og leysa huglæg verkefni.
„Hrísey verður í rauninni mynd-
líking fyrir okkar mannlega sam-
félag, eyjan er líka Ísland og sam-
félagið,“ segir Gréta, sem fæddist
og ólst upp í Hrísey. „Verkið gerist
á þessu ferðalagi sem gesturinn á
um eyjuna og þar sem hann hittir
heimamenn og fer á ólíka staði og
leysir lítil verkefni sem eru nokkuð
innhverf og leiða hann í gegnum
hugleiðingar um samfélag og sjálf
og ábyrgð okkar og hlutverk sem
þátttakenda í samfélaginu. Verkið
Spurningar um það að tilheyra
Upplifunarverkið Eyja fer fram í Hrísey á morgun. Verkið gerist á ferðalagi sem
gesturinn á um eyjuna. Hann leysir þar huglæg verkefni og kynnist sjálfum sér.
Marrið í stiganum eftir Evu Björgu Ægisdóttur er ein af fimm bestu glæpasögum
októbermánaðar í Bretlandi að mati
The Times. „Þessi framúrskarandi
fyrsta skáldsaga Evu Bjargar er ekki
aðeins safarík ráðgáta heldur líka
hrollvekjandi lýsing á því hvernig
skrímsli verða til. Ef það er einhver
boðskapur í sögunni þá er hann sá
að alvöru illska leynist „ekki í myrk-
um hornum heldur í manninum
sjálfum. Hið hrjóstruga landslag og
óseðjandi marflær, válynd veður og
fögur náttúruviðundur, virðast gera
það alveg helvítlegt að búa á Íslandi.
Engin furða að glæpasögurnar sem
spretta þaðan eru þær myrkustu af
öllum myrkum.“
Gagnrýnandi Financial Times
skrifaði á dögunum: „Við erum vön
því að íslenskir rithöfundar skapi
hroll – í f leiri en einum skilningi –
og Eva Björg Ægisdóttir sýnir hér og
sannar að hún er jafn mikill snill-
ingur í þessari kuldalegu list og
starfsbræður (og -systur) hennar.
Elma er ógleymanleg og flókin per-
sóna.“
Eva Björg hlaut fyrst allra glæpa-
sagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir
Marrið í stiganum en það eru Yrsa
Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson
sem standa að þeim í samvinnu við
útgefanda sinn Veröld.
Marrið í stiganum er tilnefnt
sem besta frumraunin og besta
sjálfstæða röddin í Bretlandi
árið 2020 en það eru útgáfuhluti
Amazon-sam steyp unn ar og Capital
Crime-glæpa sagna hátíðin í Lond-
on sem standa að verðlaun un um.
Marrið er eina þýdda glæpasagan
í f lokkinum frumraun ársins. Þá
er Mistur eftir Ragnar tilnefnd sem
glæpasaga ársins. Lesendur hafa
síðasta orðið um það hver hlýtur
verðlaunin í einstökum flokkum.
Marrið í stiganum
fær lof í Bretlandi
Þarna fær
gesturinn
tækifæri til að
spegla sjálfan
sig, segir Gréta.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
veltir upp spurningum um það að
tilheyra og í raun má segja að verkið
eigi sér fyrst og fremst stað innra
með gestinum.“
Gréta segir uppbyggingu verksins
minna á ratleik. „Gestinum er boðið
að leysa verkefni og safna þannig
vegabréfsáritunum í vegabréf sem
hann fær úthlutað og hann fær þær
til dæmis fyrir að leggjast í grasið
og hlusta á fjöllin eða að eiga sam-
tal við heimamann í heimahúsi eða
velta fyrir sér gildum sínum. Þarna
fær gesturinn tækifæri til að spegla
sjálfan sig. Hann er aðalleikarinn í
verkinu og Hrísey er sviðsmyndin.“
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Eva Björg Ægisdóttir hefur ástæðu
til að fagna. MYND/LEIFUR WILBERG
2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING