Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Nýr Škoda Superb iV Rafmagn & bensín Verð frá 5.590.000 kr. hekla.is/skodasalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA 12 síðna sérblað fylgir blaðinu í dagFyrsta heimilð FÖ S T U DAG U R 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0Fyrsta he imilið KYNNIN GARBLA Ð 151. löggjafarþingið var sett klukkan tvö í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Þingstörfin í haust munu vafalítið litast af COVID-19 faraldrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FISKVINNSLA Arnarlax í Bíldudal hefur glímt við endurteknar listeríu- sýkingar. Er þar á ferð tegund listeríu sem valdið getur sýkingum í fólki. „Arnarlax hefur til skamms tíma séð aukningu í jákvæðum sýnum en vinnur kerfisbundið með listeríu dag hvern til að hafa stjórn á henni,“ segir Björn Hembre, forstjóri fyrir- tækisins. „Þeir hafa gripið til mjög umfangs- mikilla aðgerða hvað varðar þrif og endurbætur,“ segir Dóra S. Gunnars- dóttir hjá Matvælastofnun. Virðist hafa tekist að vinna bug á óværunni, í bili að minnsta kosti. – gar / sjá síðu 6 Þrálát listería hrjáir Arnarlax Dóra S. Gunnarsdóttir STJÓRNMÁL Hrun í af komu ríkis- sjóðs og gríðarlegur halli einkenna fjárlagafrumvarp sem kynnt var í gær. COVID-19 faraldurinn setur svip sinn á frumvarpið en gert er ráð fyrir að af koma ríkissjóðs versni á næsta ári um 192 milljarða króna vegna beinna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Alls er gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla á næsta ári. Framlög til ýmissa fjárfestinga aukast um ríf lega 36 milljarða króna á næsta ári frá fjárlögum yfirstandandi árs og stendur til að setja um 111 milljarða króna í fjárfestingar. Stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið er bygging nýs Landspítala en gert er ráð fyrir tæplega 12 milljarða króna fram- lagi til framkvæmdanna árið 2021. Þingmálaskrá ríkisstjórnar- innar var einnig birt í gærkvöldi. Stefnt er að heildarendurskoðun fjölda stórra lagabálka á síðasta þing vetri þessa kjörtímabils. Frumvarp til nýrra jafnréttislaga og nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof verður lagt fram í þessum mánuði. Heimsfaraldurinn setur einnig svip á fyrirhuguð þingmál stjórn- arinnar en þar er meðal annars vikið að endurskoðun laga um almannavarnir og sóttvarnalaga. Heilbrigðisráðherra mun einn- ig mæla fyrir tillögu um að sett verði á fót landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu. Þá hyggst hún standa við orð sín frá því í vor með frumvarpi um afnám refsinga fyrir vörslu neyslu- skammta. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra f lutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í kjölfarið fóru fram umræður um hana. Atvinnumál og loftslagsmál voru í forgrunni í ræðu hennar. „Þetta verður græn við spyrna,“ sagði hún. Atvinnumálin voru f leirum hugleikin í gær. Meðal annars Sigurði Inga Jóhannssyni sam- gönguráðherra. „Um það snýst vinna okkar á Alþingi og í ríkis- stjórn síðustu mánuðina, næstu vikur, næstu mánuði: Að standa vörð um störf og skapa ný störf. Atvinna, atvinna, atvinna,“ sagði hann. – aá / sjá síðu 4 Kosningaveturinn er hafinn Há fjárfestingaframlög í fjárlagafrumvarpi í skugga hruns í afkomu ríkissjóðs. Fjöldi stórra mála fram undan á síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Aðaláherslan verður að standa vörð um störf og skapa ný. Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi Frumvarp til nýrra jafnréttislaga og nýrra laga um fæðingar- og foreldra- orlof verða lögð fram í þessum mánuði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.