Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 23
Húsin í Skektu- vogi og Duggu- vogi eru fimm og íbúðirnar eru 80 talsins. Hér má sjá húsin við Skektuvog 4 og 6. MYNDIR/AÐSENDAR Vogarnir eru mjög miðsvæðis, í göngufæri við fjölbreytta þjónustu og fallega náttúru. ÞG verk hefur byggt íbúðir í yfir tuttugu ár og leggur áherslu á að skila íbúðum í sem mestu mögulegu gæðum. Íbúðirnar í Skektuvogi eru af fjölbreyttum stærðum og gerðum, allt frá litlum stúdíó- íbúðum upp í fimm herbergja íbúðir. Fyrirtækið mun byggja um 400 íbúðir í Vogabyggð á næstu þremur árum. tengslum við helstu umferðar- leiðir borgarinnar. Svo er mjög falleg náttúra þarna í kring með Elliðaárnar og Elliðaárdalinn í næsta nágrenni. Laugardalurinn er í göngufjarlægð og stutt í verslun og þjónustu. Hverfin í kring eru að sama skapi vel gróin og skjólsældin mikil í Vogunum.“ Fjölbreyttar íbúðir Hrefna segir að salan í Vogahverfi hafi farið vel af stað. „Við settum þrjú hús í Skektuvogi 2, 4 og 6 í sölu fyrr á árinu og nú eru 80 prósent af íbúðunum seld. Þá er einnig helm- ingurinn af íbúðunum í húsunum tveimur í Dugguvogi 6 og 8 seldur. Eftir eru 24 íbúðir sem við búumst við að seljist á næstu mánuðum. Íbúðirnar eru af fjölbreyttum toga allt frá litlum stúdíóíbúðum upp í fimm herbergja íbúðir. ÞG verk hefur hafið uppbygg- ingu á öðrum áfanga í Vogabyggð sem telur 162 íbúðir. Gert er ráð fyrir að þær íbúðir fari í sölu næsta sumar. Í Urriðaholti í Garðabæ er ÞG með tvö verkefni með sam- tals 74 íbúðum sem munu fara í sölu á næsta og þarnæsta ári. Í þessum verkefnum öllum munum við leggja áherslu á fjölbreyttar íbúðargerðir.“ Áhersla á gæði ÞG verk leggur metnað í að byggja eins hagkvæmt og unnt er en spara þó ekkert í gæðum. „Við byggjum hagkvæmt til þess að geta boðið kaupendum upp á hagkvæmar gæðaíbúðir. Íbúðirnar frá okkur koma tilbúnar þannig að það eina, sem kaupandinn á eftir að gera eftir kaup, er að flytja inn með sína innanstokksmuni. Forsendur þess að hægt sé að bjóða upp á hagkvæmar íbúðir liggja ekki síst hjá sveitarfélög- unum sem fara með skipulags- valdið,“ segir Hrefna. „Það er til að mynda allt of algengt að það sé búið að setja miklar kvaðir á íbúðarstærðir og -gerðir og ýmsar kvaðir á útfærslu bygginga sem gerir verktökum erfitt fyrir að byggja með hagkvæmasta hætti eða bjóða þær íbúðarstærðir sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Samkvæmt reynslu ÞG verk- taka getur munað tugum prósenta á byggingarkostnaði verkefna sem eru bundin of ströngum skipulags- kvöðum og verkefna sem byggð eru með hagkvæmri hönnun án þess að nokkru sé fórnað í gæðum íbúða.“ Umhverfisstefna ÞG verks ÞG verk vinnur eftir umhverfis- stefnu og setur sér markmið í umhverfismálum. „Við leggjum áherslu á að minnka allt í senn orkunotkun, úrgang og notkun jarðeldsneytis en það er okkar leið til þess að minnka kolefnis- sporið. Þá erum við að flokka og mæla úrgang frá öllum byggingar- verkefnum ásamt því að halda úti fræðslu til starfsmanna um til dæmis flokkun og meðhöndlun úrgangs. Þá vinnum við stöðugt að því að rafvæða bílaflotann og er markmiðið að flestallar bifreiðar í notkun hjá okkur verði knúnar rafmagni innan tveggja ára. Til þess að hafa betri yfirsjón notum við umhverfisstjórnunarhug- búnað frá Klöppum sem mælir og skráir alla okkar orkunotkun og sorpförgun. Reglulega er síðan gefin út skýrsla með samanburði við markmið og fyrri ár,“ segir Hrefna. Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef tgverk.is Vefpóstur: tgverk@tgverk.is Sími: 534-8400 XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 HLUTDEILDARLÁN - FASTEIGNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.