Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 2
Veður Breytileg átt 3-10 og úrkomulítið, en rigning austast, og dálitlar skúrir við vesturströndina. Bætir í úrkomu og fer að rigna á austur- helmingi landsins um kvöldið. SJÁ SÍÐU 18 Helluð stemning - heimur fágaðra möguleika www.modern.is FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777 - ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN dagur til jóla!1 Hellur voru lagðar í sólskini á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur en svæðið var fólki til ama þegar illa viðraði. Þar voru lausar hellur og þegar rigndi átti vatn til að frussast upp úr og rennbleyta grandalausa vegfarendur. Hellulagning hefur lengi fylgt manninum en einhverja elstu vegi heims má finna í Írak þar sem áður var Mesópótamía. Þeir eru um sex þúsund ára gamlir og eflaust aðeins bugðóttari en gengur og gerist í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Áður var miðað við tvo metra. COVID -19 Smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og almannavarna miðar nú almennt við einn metra í samræmi við almennar nálægðar- takmarkanir í samfélaginu en fram að þessu hefur verið miðað við tvo metra þegar ákvarðað er hverjir skulu sendir í sóttkví komi upp COVID-19 smit. Smitaðir einstaklingar hafa verið beðnir að gera lista yfir þá einstakl- inga sem þeir hafi verið í minna en tveggja metra fjarlægð við í 15 mín- útur eða meira og þeir einstaklingar svo sendir í sóttkví. Fréttablaðinu er kunnugt um að við smitrakningu á nýlegum COVID-19 tilfellum hafi verið gengið út frá því að miða við tvo metra við rakningu í ákvörð- unum um sóttkví. Jóhann Björn Skúlason, yfirmað- ur smitrakningarteymisins, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að reynt sé að meta hvert tilvik fyrir sig og að margir þættir spili inn í niðurstöðu. „Nálægð, ítrekuð samskipti yfir daginn, sameigin- legir snertifletir, dvöl í sama í rými í lengri tíma og fleira,“ segir Jóhann. „Byggt er á ráðleggingum sótt- varnalæknis og bestu upplýsingum á hverjum tíma, þannig geta áhrifa- þættir verið mismunandi milli til- vika,“ bætir hann við. – bdj Miða við einn metra þegar sóttkví er metin Við smitrakningu á nýlegum smitum hafi fyrirvaralaust verið gengið út frá að miða við tvo metra MENNING Gjörningurinn Í leit að töfrum fer fram með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur á morgun en þar verða allar 114 greinar nýju stjórnarskrártillögunnar frá 2011 f luttar í tónlistarformi. Höfundar verksins eru myndlistarmennirnir Libia Castro og Ólafur Ólafsson auk Töfrateymisins. „Textinn sem verður f luttur er ritaður til að verða stjórnarskrá og vakti heimsathygli fyrir framsýni fyrir rúmlega áratug. Síðar í ferlinu strandaði hann og er nú orðinn bar- áttumál fjölda fólks,“ segir Ólafur um dýnamískt ferli textans. Í kringum 120 manns taka þátt í gjörningnum ásamt myndlistar- tvíeykinu en líkt og við gerð nýju stjórnarskrárinnar þótti mikil- vægt að sem flestir fengju sæti við borðið. „Við sáum alltaf fyrir okkur að þetta yrði stórt og umfangsmikið verkefni líkt og ritun nýju stjórnar- skrárinnar var,“ segir Ólafur. Á annan tug tónskálda frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Ítalíu, Græn- landi og Bandaríkjunum voru fengin til að semja tónlist við hverja grein stjórnarskrárinnar fyrir sig en töluvert f leiri koma að flutningi verksins. „Verkið er samstarf myndlistar- manna, tónlistarfólks og almennra borgara sem öll taka þátt í að gera verkið að einni heild,“ bendir Libia á. Gjörningurinn á sér ekki aðeins stað innan veggja listasafnsins held- ur flæðir út á götur miðbæjarins og umbreytist síðar í kröfugöngu sem lýkur fyrir framan Alþingi. „Skilin á milli áhorfenda og flytj- enda hverfa alveg og enginn kemst hjá því að vera virkur gerandi í verk- inu,“ segir Ólafur. Aðkoma almenn- ings sé einkar viðeigandi ef horft sé til þess að krafan um ritun stjórnar- skrárinnar hafi upphaflega komið frá fólkinu í landinu. Þrátt fyrir að stjórnarskráin hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 2012 hafi lítið breyst á síðastliðnum átta árum. „Þessi barátta hefur verið kæfð,“ ítrekar Libia. „Það er nauðsynlegt að fólk muni eftir því að þessi stjórnarskrá hafi verið skrifuð og það sé minnt á innihald hennar.“ Til greina kom að fresta gjörn- ingnum vegna COVID-19 farald- ursins og fjöldatakmarkana en þess þurfti ekki þar sem verkið verður aðgengilegt eftir að það hefur verið framkvæmt. „Það mun því lifa áfram sem vídeóverk og í tengslum við verkið verður einnig gefin út bók.“ Verkið verður einnig sýnt í Hafnarhúsinu og í Ríkisút- varpinu auk þess sem hluti þess mun hljóma í útvarpi. „Enginn ætti því að missa af þessum viðburði.“ kristlin@frettabladid.is Nýja stjórnarskráin sungin í heild sinni Yfir hundrað manns munu syngja allar greinar nýju stjórnarskrárinnar í Hafnarhúsinu á morgun þar sem myndlist og pólitík sameinast í gjörningi. Tónskáld víðs vegar um heim voru fengin til að semja tónlist við hverja grein. Meira á frettabladid.is Ólafur Ólafsson og Libia Castro í Hafnarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er nauðsynlegt að fólk muni eftir því að þessi stjórnarskrá hafi verið skrifuð og það sé minnt á innihald hennar. Libia Castro COVID-19 Þrettán liggja á Land- spítala og þar af tvö á gjörgæslu í öndunarvél vegna COVID-19. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítal- ans, segir meðalaldur inniliggjandi rúmlega fimmtugt en sjúklingar eru frá þrítugu upp í sjötugsaldur. Landspítali er á hættustigi vegna COVID-19. Viðbragðsáætlun Land- spítala vegna farsótta hefur verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Aðspurður um viðbragðsáætlun Landspítalans í farsótt segir Páll hana ganga ágætlega upp. „Við erum búin að finna upp hjól- ið varðandi mjög margt sem kom okkur á óvart þó að við þyrftum að hugsa mjög hratt til að geta brugðist við.“ – ilk Tvö á gjörgæslu Meðalaldur inniliggj- andi á Landspítala er rúm- lega fimmtíu ár. 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.