Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 36
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Jakob Steingrímsson Vorsabæ 5, Reykjavík, lést á heimili sínu síðastliðinn sunnudag, 27. september. Karen Þorvaldsdóttir Hulda Jakobsdóttir Jón Árni Rúnarsson Anna Margrét Jakobsdóttir Tómas Gunnar Viðarsson Brynjar Berg Sölvi Rafn Daníel Darri Hildur Steingrímsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Vilhelmínu Norðfjörð Sigurðardóttur Melateig 39. Hjalti Hjaltason Anna Hulda Hjaltadóttir Ólafur Þ. Ólafsson Sigrún Elva Hjaltadóttir Baldur H. Hauksson ömmu- og langömmubörn. Það er nýjung að gefa fólki kost á að byrja í fullu háskólanámi á miðri önn en hér er hægt að hefja grunn- eða meistaranám í gegnum Námsglugga, eins og við köllum þetta nýja námstilboð,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, for- stöðumaður símenntunar á Bifröst. Hann segir ástæðuna fyrir þessu fram- taki skólans vera ástandið í þjóðfélag- inu vegna heimsfaraldursins. „Það er atvinnuleysi meðal ýmissa stétta og þeirra sem starfa sjálfstætt. Við viljum gefa áhugasömum tækifæri til að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt. Haust- önnin skiptist jafnan í tvær lotur hjá okkur og sú síðari hefst 19. október. Þá getur fólk byrjað.“ Hvernig skyldu svo undirtektir við Námsglugganum hafa verið til þessa? „Þær eru góðar. Víða hafa aðstæður fólks breyst og það fagnar þessu tækifæri,“ svarar Guðjón Ragnar. „Fólk úr við- skiptalífinu, menningar- og listalífinu er farið að sækja um og áhuginn á námi sem sem tengist viðskiptadeild og félags- vísinda- og lagadeild er mjög svipaður. Stjórnendur hér leggja mikla áherslu á að koma til móts við þarfir sem flestra og opna skólann. Svo er það þannig að nú má hefja nám á atvinnuleysisbótum eftir sex mánaða atvinnuleysi. Það er búið að rýmka reglurnar. Fólk má líka vera í hlutanámi á atvinnuleysisbótum. Það eru ýmsir möguleikar.“ Guðjón Ragnar segir Háskólann á Bif- röst byggja mest á fjarnámi. „Öll okkar símenntun og allur okkar kraftur fer í fjarnámið, enda er mikil eftirspurn eftir því. Það hentar vel á þessum tímum því nemandinn getur sinnt því heiman frá sér. Við erum alltaf að ef la fjarnámið tæknilega séð. En við leggjum líka áherslu á að ef fólk vill stunda sitt nám á staðnum og taka þátt í samfélaginu hér á Bifröst þá eru íbúðir og raðhús hér sem það getur leigt og það eru góðir skólar á staðnum.“ Guðjón Ragnar hóf störf sem forstöðu- maður símenntunar og háskólagáttar á Bifröst á fyrri hluta þessa árs og kveðst kunna afar vel við sig. „Sveitin hefur allt- af átt sinn sess í sálu minni,“ segir hann. „Ég kom hingað fyrst til að lesa upp úr bókinni Kindasögur og heillaðist af staðnum. Þess vegna sótti ég um.“ Ertu kannski með rollur í kofa þarna einhvers staðar í hrauninu? spyr ég í gríni. „Ja, ég vonast til að eignast kindur í haust og er að vinna í því að stofna fjár- eigendafélag Bifrastar. Svo eru Kinda- sögur II að koma út.“ gun@frettabladid.is Fólki opnast ný tækifæri með Námsglugganum Sú nýbreytni er í boði í Háskólanum á Bifröst að hefja nám á miðri haustönn. Námið er sniðið að þörfum þeirra sem eru án atvinnu en vilja nýta tíma sinn á uppbyggilegan hátt. Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður símenntunar á Bifröst, lýsir því nánar. „Sveitin hefur alltaf átt sinn sess í sálu minni,“ segir Guðjón Ragnar sem er alsæll í Borgarfirðinum. MYND/JAMES EINAR BECKER Framboð í Námsglugga Grunnnám: Íslensk stjórnmál Skapandi skrif og sala hugmynda Upplýsingatækni Markaðsfræði Þjónustustjórnun Vinnusálfræði Meistaranám: Húmor og jafnrétti í stjórnun Menning markaður og miðlun Áætlanagerð og verkefnastjórnun Alþjóðleg markaðsfræði Vinnuréttur Kirkjukórinn minn og ég ætlum að vera svo bjartsýn að bjóða til tón-leika á sunnudaginn 4. október í Fella-og Hólakirkju,“ segir Arnhildur Valgarðsdóttir orgelleikari kirkjunnar. „Yfirskrift þeirra er: Hlýlegir tónar haustsins og einsöngvarar verða Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Garðar Eggertsson. Arnhildur segir tónleikana hefjast klukkan 17 og taka um það bil 75 mín- útur. „Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru þegin í orgelpípuhreins- unarsjóð,“ segir hún í gamansömum tón og bætir við að einnig verði kaffibolli og kleinur til sölu á 500 kall að tónleik- unum loknum. Kirkjan tekur yfir 300 manns í sæti, að sögn Arnhildar, og einnig segir hún hægt að opna sal aftur úr kirkjunni. „Þá bæt- ast við önnur 300 sæti en að sjálfsögðu virðum við 200 manna hámarksfjölda í kirkjunni. Sumar sætaraðir eru stúkaðar af til að viðhalda fjarlægð milli gesta og sprittbrúsar og grímur verða við inn- ganginn.“ – gun Hlýlegir tónar haustsins í Fella- og Hólakirkju Arnhildur lofar að farið verði að ströng- ustu sóttvarnareglum á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er atvinnuleysi meðal ýmissa stétta og þeirra sem starfa sjálfstætt. Við viljum gefa áhugasömum tækifæri til að nýta tímann. Merkisatburðir 959 Játgeir friðsami er krýndur Englandskon- ungur. 1608 Hollenski linsusmið- urinn Hans Lippershey sýnir fyrsta sjónaukann í hollenska þinginu. 1801 Konungur úrskurðar að Ísland skuli allt verða að einu biskupsdæmi og er þá biskupsstóllinn á Hólum lagður niður. 1934 Ólafur Thors tekur við formannsembætti í Sjálfstæðisflokknum. 1940 Áfengisskömmtun er tekin upp á Íslandi og er skammtur karlmanns fjórar hálfflöskur á mánuði af sterkum drykkjum en kvenna helmingur þess. 1960 Ísafjarðarflugvöllur er tekinn í notkun. 1964 Tækniskóli Íslands er settur í fyrsta sinn. 1992 Vígð er 120 metra löng brú yfir Dýrafjörð. Við það styttist leiðin á milli Þingeyrar og Ísafjarðar um þrettán kílómetra. 1996 Eldgos brýst út í Gjálp sem leiðir til ham- faraflóðs á Skeiðarársandi með eyðileggingu tveggja brúa, meðal annars þeirrar lengstu á Íslandi. 2007 Sjónvarpsstöðin ÍNN tekur til starfa á Íslandi. 2010 Héðinsfjarðargöng milli Siglufjarðar og Héðins- fjarðar annars vegar og Héðinsfjarðar og Ólafs- fjarðar hins vegar er vígð. 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.