Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Tryggðu þér áskrift á dv.is MYND /VALLI 2. október 2020 | 3 9. tbl. | 1 11. árg. | Verð 995 k r. Tíminn e r dýrmætu r Sigurlaug M. Jónas dóttir útv arpskona eldar kvö ldmat ofa n í heilan her, hata r ekki drasl skúffurna r sínar og hefur mætt pils laus í vinn una. Hún hefur einstaka sýn á lífið og segir það of stutt fyrir slappan mat og le iðindi. – sjá síðu 10 8 ára gamli r í henginga rleik 9 Einhleypar ofurkonur 20 EKKI MISSA AF NÝJASTA DV eða nældu þér í eintak í næstu verslun Myndbandið við lagið Þú munt sjá eftir mér var tekið á köldum en fallegum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Á dögunum kom út myndband við lagið Þú munt sjá eftir mér með tónlistarkon-unni Þorgerði Ásu Aða lsteinsdót t u r. Það hefur vakið nokkra athygli enda tekið í einni töku á hlaupa- hjóli í miðbænum. Bróðir Þor- gerðar, Álfgrímur Aðalsteinsson, leikstýrði myndbandinu og vann hugmyndina með Þorgerði. Þau fengu bæði tónlistarlegt uppeldi en foreldrar þeirra eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir. Þau spiluðu reglulega saman og áttu hið geysivinsæla barnalag um köttinn Krúsilíus, en Anna Pálína lést fyrir aldur fram árið 2004. Tónelsk fjölskylda Þorgerður segir það hafa tekið hana þó nokkurn tíma að koma úr skel- inni og syngja ein. Hún hafi verið dugleg í kórstarfi í æsku. Þú munt sjá eftir mér er fyrsta lagið sem kemur út af nýrri plötu Þorgerðar, Í rauðum loga. „Ég fór í vísnaskóla úti í Svíþjóð fyrir sex árum og síðan í FÍH hérna heima. Ég var dugleg í kórum í æsku en það gerðist frekar seint að ég fór að syngja ein. Mamma mín var auð- vitað söngkona og foreldrar mínir spiluðu mikið saman, pabbi samdi lögin og textana. Hann á í nokkrum lögum á plötunni, þar á meðal titil- lagið,“ segir Þorgerður, en hún er einnig í hljómsveitinni Vísur og skvísur með vinkonu sinni Vigdísi Hafliðadóttur. Vísnaformið heillar Á plötunni eru tvö frumsamin lög eftir Þorgerði sjálfa og nokkrar þýðingar. „Á plötunni eru ábreiður sem hafa ekki heyrst áður á íslensku. Platan er öll á íslensku. Það er það sem heillar mig, að syngja á íslensku. Það hefur beina tengingu við vísnatónlistina. Það sem heillar mig við hana er að textinn er alltaf í aðalhlutverki. Þú ert að segja sögu þegar þú syngur, ekki bara til að leyfa fólki að heyra hvað þú syngur vel,“ segir hún og bætir við að vísna- forminu fylgi skemmtileg tenging við áhorfendur á tónleikum. Hún segir tónlistina vera í svip- aða átt og sú sem foreldrar hennar voru að gera á sínum tíma. „Ég fékk það algjörlega frá þeim að heyra nánast bara textann þegar ég hlusta á lag í fyrsta sinn. Margir heyra bara tónlistina en ég þarf til dæmis að hlusta nokkrum sinnum á lagið ef textinn truf lar mig. Ef textinn er ekki góður þá finnst mér erfitt að hlusta á lagið,“ segir hún. Skáldaði í eyðurnar Nýja lagið, Þú munt sjá eftir mér, er ekki byggt orð fyrir orð á raun- verulegri reynslu heldur er það einnig samansafn af sögum úr mis- munandi áttum. „Þetta er meira upplifun sem margir tengja við, að vera sár yfir því að tilfinningar manns séu ekki endurgoldnar. Svo skáldar maður vissulega í eyðurnar og fær sögur frá öðrum að láni.“ Þorgerður og Álfgrímur bróðir hennar mótuðu hugmyndina að myndbandinu við lagið í samein- ingu. „Hann er mjög klár í öllu sem kemur að kvikmyndagerð. Við fengum vin okkar, Einar Pétur Jónsson, til að hjálpa okkur. Hann dinglaði bjöllunni eins og brjál- æðingur til að fá fólk til að víkja úr vegi. Álfgrímur var með tónlistina í gangi og ég söng með. Við náðum þessu í þriðju tökunni,“ segir hún Góðar viðtökur Tökurnar gengu nokkuð vel fyrir sig og engir árekstrar urðu við bíla né vegfarendur. „Við vorum nú samt að vonast til að fólk tæki aðeins meira eftir okkur,“ segir Þorgerður og hlær. „Fólk er bara svo feimið.“ Það var norðanátt og ískalt en fall egur og bjartur dagur þegar myndbandið var tekið upp. „Þetta var mjög skemmtilegt. Svo er ég mjög ánægð með viðtökurnar, svona í ljósi þess að þetta er fyrsta lagið sem ég gef út.“ Þú ert ekkert búin að senda mynd- bandið á alla fyrrverandi elskhuga? „Jú, jú, auðvitað. Fékk helling af ástarbréfum eftir það. Þeir svara auðvitað allir að þeir sjái óskaplega eftir mér,“ segir hún hlær. Í rauðum loga er hægt að nálgast í Dimmu útgáfu á Óðinsgötu 7. Útgáfutónleikarnir fara svo fram þann 29. október í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15. steingerdur@frettabladid.is Vísnaformið hefur alltaf heillað mig Í síðustu viku kom út skemmtilegt myndband við lagið Þú munt sjá eftir mér sem er með tónlistarkonunni Þorgerði Ásu Aðalsteins- dóttur. Í því þeysist hún í einni töku um miðborgina á hlaupahjóli. Hún fór í vísnaskóla í Svíþjóð og notar tónlistina til að segja sögur. ÞÚ ERT AÐ SEGJA SÖGU ÞEGAR ÞÚ SYNGUR, EKKI BARA AÐ LEYFA FÓLKI AÐ HEYRA HVAÐ ÞÚ SYNGUR VEL. 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.