Fréttablaðið - 20.10.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 20.10.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 2 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 w v www.volkswagen.is/id3 · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA #NúGeturÞú Nýr rafmagnaður ID.3 1st Edition Stuttur afhendingartími Einstakt kynningarverð 420 km drægni Þessar glæsilegu álftir f lugu tignarlega yfir vegarkaf la á Þjóðvegi 1 við af leggjarann í Melasveit í Borgarfirði. Fallegt veður var í gær en sól skein í heiði og golan var mild við landsmenn. Lítil bílaumferð var á meðan ljósmyndari Fréttablaðsins var á ferð um þjóðveginn um miðjan dag. Því fengu álftirnar þrjár hið ágætasta næði meðan þær f lugu þar yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UTANRÍKISMÁL Allar fjórar ratsjár- stöðvarnar á Íslandi hafa verið upp- færðar. Kostnaður við uppfærslu stöðvanna var 4,6 milljarðar króna. Atlantshafsbandalagið, NATO, greiddi 4,1 milljarð af þeim kostnaði og Íslendingar tæpar 500 milljónir. Samkvæmt Landhelgisgæslunni er þetta hefðbundin uppfærsla en ekki viðbragð við auknum umsvif- um Rússa og Kínverja á norður- slóðum. „Afar brýnt er að á Íslandi og Norður-Atlantshafi sé virkt loftrýmiseftirlit alla daga ársins og uppfærslan tryggir að svo verði áfram,“ segir Ásgeir Erlendsson upp- lýsingafulltrúi. – khg / sjá síðu 8 Uppfærsla upp á milljarða VIÐSKIPTI Lyfjablóm ehf. hefur sent ráðgjafarfyrirtækinu Pricewater- houseCoopers (PwC) kröfubréf þar sem krafist er útskýringa á fjöl- mörgum atriðum sem varða endur- skoðunarþjónustu PwC sem félag- ið veitti Lyfjablómi á árunum fyrir hrun. Lyfjablóm krefst meðal ann- ars útskýringa á 800 milljóna króna millifærslum í gegnum reikninga félagsins sem bókaðar voru sem „bankamistök Glitnis“ á árunum fyrir hrun. Í kröfubréfinu telur Lyfjablóm að PwC hafi sýnt af sér saknæma hátt- semi og sé skaðabótaskylt vegna fjöldamargra atriða og eitt af þeim atriðum snýr að 800 milljóna króna tjóni sem Lyfjablóm ehf. telur sig hafa orðið fyrir vegna ólögmætrar „fléttu“, eins og það er orðað. Í kröfubréfi Lyfjablóms, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er sagt að PwC hafi „vanrækt skyldur sínar“ og meðal annars orðið uppvíst að blekkingum og hylmingu er varðar fjármunalega gerninga félagsins og 800 milljóna króna fjármálaflétta í tengslum við fjárfestingafélagið Gnúp hf. PwC neitar alfarið að hafa valdið Lyfjablómi tjóni á einhvern hátt og sakar Lyfjablóm um að fara með rangfærslur og dylgjur. Lyfjablóm hét áður Björn Hall- gríms son ehf. (BH), sem var á sínum tíma með stærri eignarhaldsfélög- um á Íslandi en BH var í gegnum fjöl mörg dóttur fé lög stór hlut hafi í Skeljungi, Ár vakri, Nóa-Síríusi og Sjó vá. Málavextir snúa að því þegar félög í samstæðu BH fengu 800 milljónir króna inn á bankareikn- ing sinn sem PwC útskýrði á hlut- hafafundi sem „bankamistök“, það er að Glitnir banki hefði fyrir mis- tök millifært 800 milljónir króna inn á reikninga dótturfélaga BH ehf. en svo „leiðrétt mistökin“ strax sama dag. Bókhaldsgögn félagsins, sem voru færð af PwC og núverandi eigendur hafa undir höndum, sýna hins vegar að 800 milljónirnar komu ekki frá Glitni heldur fjárfestingafélaginu Gnúpi til að borga upp lán sem var tekið án vitundar þáverandi stjórnar BH. Í kröfubréfinu kemur fram að Lyfjablóm telur háttsemi PwC hafa verið saknæma og því bótaskylda þar sem forsvarsmönnum fyrir- tækisins hafi ekki verið veittar rétt- ar upplýsingar frá PwC strax í upp- hafi. Sem fyrr segir neitar PwC allri sök í málinu. Forsvarsmenn Lyfjablóms segja að málið í heild sinni fari nú í stefnumeðferð þar sem PwC hafi í engu svarað efnislegum spurning- um Lyfjablóms ehf. – mhj Krefja PwC um útskýringar Lyfjablóm ehf. sendi PricewaterhouseCoopers, sem sá um bókhald fyrirtækisins fyrir hrun, kröfubréf vegna óútskýrðra millifærslna. PwC neitar allri sök en Lyfjablóm telur að fyrirtækið gæti verið bótaskylt. Ratsjáin á Miðnesheiði hefur verið uppfærð. MYND/LANDHELGISÆSLAN 800 milljóna króna millifærslur voru bókaðar sem „banka- mistök Glitnis“.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.