Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 2
REYKJAVÍK Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru veitt 503 leyfi til skilnaða frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu (SMH), það eru að meðaltali tæp 63 skilnaðar- leyfi í hverjum mánuði. Allt síðasta ár voru veitt 752 leyfi til skilnaðar eða 63 í mánuði að meðaltali og árið 2018 voru þau 769. Þetta kemur fram í svari SMH við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram til 1. september síðastliðins voru veitt 217 leyfi til skilnaðar að borði og sæng hjá umdæmi SMH, 204 leyfi til lögskilnaðar að undan- gengnum skilnaði að borði og sæng og 82 leyfi til beins lögskilnaðar án undangengins skilnaðar að borði og sæng. Þetta eru svipaðar tölur og árin á undan. Á sama tímabili voru staðfestir samningar um forsjá og meðlag vegna sambúðarslita 154 talsins, eða að meðaltali um sautján í hverjum mánuði. Það sama á við um fjölda slíkra samninga árin á undan sem voru 204 talsins árið 2019 og 212 árið 2018. – bdj Sama meðaltal er á skilnaðarleyfum á mánuði hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ár og var á síðasta ári. Veður Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum í dag, en stöku skúrir eða él vestan til og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. SJÁ SÍÐU 18 Rannsókn hafin á brunanum í Borgarfirði Kona lést þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í uppsveitum Borgarfjarðar á sunnudagskvöldið. Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar en slökkvilið frá starfsstöðvum slökkviliðs Borgarfjarðar kom að því og naut aðstoðar frá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Lögreglan á Vesturlandi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hófu í gær rannsókn á eldsupptökum á vettvangi en sú rannsókn er á frumstigi. FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI MENNING Verkefnið endurspeglar hversu dýrmætt það er að hafa stuðning og eiga sterkar fyrir- myndir,“ segir listakonan Júlía Brekkan sem stendur að baki vef- versluninni Fyrirmynd sem selur sérútbúin veggspjöld með graf- ískum teikningum af íslenskum kvenfyrirmyndum. „Íslendingar eiga svo margar sterkar fyrir- myndir sem birtast okkur daglega í svo mörgum myndum og er vert að minna á.“ Konurnar á veggspjöldum Júlíu eru tíu talsins og koma frá ólíkum geirum samfélagsins. Þar má meðal annars nefna Ölmu Möller land- lækni, Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu og Vigdísi Finn- bogadóttur fyrrverandi forseta. „Ég gerði óformlega könnun áður en ég fór af stað með verkefnið og þar komu ótal nöfn fram. Þær sem komu oftast fyrir urðu fyrir valinu á veggspjöldunum, og við reyndum að velja konur frá ólíkum sviðum samfélagsins.“ Júlía segir Fyrirmynd hafa fengið sterkar viðtökur, einna helst frá konum. „Það finnst mörgum þetta vera kjörin áminning, þá sérstak- lega fyrir yngri stelpur, um þær sterku kvenfyrirmyndir sem er að finna allt í kringum þær.“ Þá hefur Júlía einnig haft samband við fyrir- myndirnar sjálfar sem hafa tekið verkefninu fagnandi. Veg gspjöldin er u fáanleg í þremur litum, hvítum, svörtum og bleikum, en hluti ágóða af sölu þeirra síðastnefndu rennur til krabbameins átaksins Bleiku slaufunnar. „Krabbameinsstöðin var mjög opin fyrir verkefninu og þau vildu endilega vera hluti af því,“ segir Júlía. „Bleika slaufan er mjög mikilvægt starf sem er vert að leggja lið á einn eða annan hátt.“ Júlía er ekki grafískur hönnuður að mennt en lauk BA-námi við arkitektúr í Listaháskóla Íslands. „Ég hef verið að mála frá því að ég var ung og ætlaði alltaf að verða annaðhvort arkitekt eða grafískur hönnuður.“ Auk Fyrirmyndar vinnur Júlía einnig að verkefnum fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, auk þess sem hún tekur þátt í stóru verkefni á Grænlandi ásamt arkitektum og hönnuðum að því að teikna nýja menningarmiðstöð. Aðspurð um framtíð Fyrir- myndar segist Júlía vilja gera verslunina að jákvæðum stökkpalli fyrir íslenskt listafólk. „Við viljum gera þetta að vettvangi fyrir sölu á íslenskri hönnun þar sem upprenn- andi hönnuðir og listafólk getur komið sér á framfæri.“ arnartomas@frettabladid.is Gerir grafíkmyndir af kvenfyrirmyndum Listakonan Júlía Brekkan selur veggspjöld með teikningum sem sýna sterkar íslenskar konur. Hún segir Íslendinga eiga margar sterkar kvenfyrirmyndir. Júlía segir verkefnið sýna mikilvægi þess að konur eigi sterkar fyrirmyndir. Hluti ágóðans mun renna til Bleiku slaufunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Tíðni skilnaða á sama róli í ár Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur veitt 503 skilnaðarleyfi í ár. Það finnst mörgum þetta vera kjörin áminning, þá sérstaklega fyrir yngri stelpur, um þær sterku kvenfyrirmyndir sem er að finna allt í kringum þær. VEIÐI Umhverfisstofnun hvetur rjúpnaveiðimenn til að gæta hófs við veiði á rjúpnaveiðitímabilinu í nóvember. Stofnunin segir veiði- stofninn vera einn þann minnsta frá því mælingar hófust fyrir aldar- fjórðungi. Veiðimönnum verður heimilt að veiða fimm daga vikunnar en á miðvikudögum og fimmtudögum verður veiðibann. Er þetta gert sam- kvæmt mati Náttúrufræðistofn- unar Íslands á veiðiþoli rjúpna- stofnsins. Bjarni Pálsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að sérstak- lega þurfi að gæta hófs í komandi rjúpnaveiði á Norðausturlandi. Bjarni minnir veiðimenn einnig á bann við sölu á rjúpum sem gildir áfram. Að endingu eru veiðimenn minntir á að leggja sig í líma við að særa ekki fugla umfram það sem þeir veiða. – hó Hvatt til hófs í rjúpnaveiði 2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.