Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 8
SAMFÉLAG „Vígavegrið eða osta-
skerar eins og við köllum það er stór-
hættulegt fyrir okkur mótorhjóla-
fólk, ég held ég geti talað fyrir okkur
öll að við viljum þetta burt áður en
það verður banaslys af völdum vegr-
iðanna og að þetta verði bannað hér
á landi. Ég sem hjólari reyni að vera
sem lengst frá þessu því ég óttast
þetta,“ segir Þorgerður Guðmunds-
dóttir, formaður Sniglanna.
Í Noregi hefur uppsetning víra-
vegriða verið bönnuð síðan 2006
og nú fagna norsku mótorhjólasam-
tökin NMCU þeim áfanga að verið sé
að taka niður hættuleg víravegrið.
Er verið að skipta víravegriði smám
saman út fyrir stálvegrið með undir-
akstursvörnum. Víravegrið bjóða
ekki upp á hagkvæmar lausnir í
undirakstursvörnum og eru því með
óvarða bita sem eru mótorhjólafólki
hættulegir. Norsku vegagerðin segir
hagkvæmni einnig búa að baki þess-
ari ákvörðun en víravegrið þurfa
meira viðhald en önnur veg rið. Á
Íslandi eru víravegrið víðast hvar
utan þéttbýlis, bæði í vegarköntum
og á milli akreina. – ng
Víravegrið
tekin niður við
vegi í Noregi
Víravegriðin eru einkar umdeild.
Komið og reynsluakið
*
m
.v
2
0%
ú
tb
or
gu
n
og
lá
n
til
8
4
m
án
að
a.
Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík
586 1414
stora@stora.is · stora.is
facebook.com/storabilasalan
...á verði fyrir þig!
kaffi á könnunni
opið mán-fös 10-18
lau 12-15
33.830
Á MÁNUÐI*
AÐEINS
.
I*
EI S
Ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður
4x4
Skoðum með uppítöku
á öllum tegundum bifreiða
VERÐ FRÁ AÐEINS
Listaverð hjá umboði: 4.450 þús
ÞÚSUND stgr.
2.790
DACIA
DUSTER
Komið og reynsluakið
Bílar í ábyrgð - Allt að 100% lánamöguleiki - Til í ýmsum litum - Góð endursala
- Beinskiptur
- Bensín
- 114 hö.
UTANRÍKISMÁL Allar fjórar ratsjár-
stöðvarnar á Íslandi voru uppfærð-
ar á árinu og lauk verkefninu í ágúst.
Heildarkostnaðurinn var 28 millj-
ónir evra, sem samsvarar um 4,6
milljörðum króna. Þar af greiddu
Íslendingar tæpar 500 milljónir
króna og Atlantshafsbandalagið
(NATO) 4,1 milljarð.
Verkefnið hófst á ratsjárstöðinni
á Miðnesheiði á Reykjanesi nálægt
Kef lavíkurf lugvelli. Voru það 24
sérfræðingar úr kanadíska f lug-
hernum sem sáu um uppsetningu
færanlegs ratsjárbúnaðar með
aðstoð starfsfólks Landhelgis-
gæslunnar. Hinar stöðvarnar eru
á Stokksnesi nálægt Höfn í Horna-
f irði, á Gunnólfsvíkurf jalli á
Langanesi og Bolafjalli við Bol-
ungarvík.
Á ratsjárstöðvunum fjórum eru
langdrægar þrívíddarratsjár sem
notaðar eru fyrir loftrýmisgæslu
og samþætt loftrýmiseftirlit NATO.
Þá nýtir Isavia hluta kerfisins fyrir
almenna flugleiðsögu og flugöryggi.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafull-
trúi Landhelgisgæslunnar sem sér
um stöðvarnar, segir að verkefnið
hafi falið í sér uppfærslur á tækni-
og hugbúnaði og að einnig hafi svar-
ratsjárkerfið verið endurnýjað með
nýjum búnaði.
Svarratsjár eru notaðar til þess að
staðsetja flugvélar með merkjasend-
ingu frá ratsjárstöð og ratsjársvara
í vélunum sjálfum. Það var þessi
hluti verkefnisins sem Íslendingar
borguðu sjálfir fyrir.
Umsvif Rússa og Kínverja hafa
aukist mjög á Norðurslóðum í ljósi
hlýnunar jarðar og opnunar skipa-
leiða. Þá hafa Bandaríkjamenn og
NATO brugðist við þessu með frek-
ari uppbyggingu á norðurslóðum,
meðal annars hér á Íslandi. Ásgeir
segir að uppfærslan sé þó hefð-
bundin.
„Ratsjáreftirlitskerfið á ratsjár- og
fjarskiptastöðvunum fjórum var
tekið í notkun 1991 og hefur verið
uppfært reglulega í þeim tilgangi
að viðhalda áframhaldandi getu
kerfisins og tryggja stuðning við
viðhald,“ segir hann. „Afar brýnt er
að á Íslandi og Norður-Atlantshafi
sé virkt loftrýmiseftirlit alla daga
ársins og uppfærslan tryggir að svo
verði áfram.“ Þá sé kerfið einnig
mikilvægt til þess að tryggja f lug-
öryggi og svarratsjárbúnaðurinn
sé nýttur til f lugleiðsögu.
Samkvæmt NATO er verkefnið á
Íslandi önnur uppfærslan af þess-
ari stærðargráðu sem mannvirkja-
stofnun bandalagsins sér um hjá
aðildarþjóð.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Uppfærsla ratsjárstöðvanna
var milljarða króna verkefni
Kostnaðurinn við uppfærslu íslensku ratsjárstöðvanna fjögurra var 4,6 milljarðar króna og greiddi
Atlantshafsbandalagið, NATO, stærsta hlutann af því. Samkvæmt Landhelgisgæslunni er um hefð-
bundna uppfærslu að ræða en ekki viðbragð við auknum umsvifum Rússa og Kínverja á norðurslóðum.
24 sérfræðingar kanadíska flughersins sáu um uppsetningu búnaðarins í
samvinnu við starfsfólk Landhelgisgæslunnar. MYND/LANDHELGISGÆSLAN
Kostnaður Íslands er
3 milljónir evra eða um
500 milljónir króna.
2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð