Fréttablaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 35
íshúsið viftur.is-andaðu léttarS:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
Jet 1 - 105 cm
Kíktu á úrvalið af loftviftum
Tilboð
21.990 kr
(var 23.075 kr)
Tilboð
59.990 kr
(var 65.373 kr)
Jet II - 105 cm
Tilboð
19.990 kr
(var 21.484 kr)
Tilboð
24.990 kr
(var 27.367 kr)Cyclone
132 cm
Loftviftur eru snjöll leið til að
dreifa varma og koma hreyfingu á
loft. Loftviftur henta því vel í
stofur, svefnherbergi, skrifstofur,
í vöruhús og verksmiðjur.
Á sumrin henta vifturnar til að
kæla en á veturna til að jafna
hitastig og draga úr kyndingu. Risavifta - 254 cm
Fyrir stór rými eða mikla lofthæð
Tilboð
134.990 kr
(var 150.853 kr)
Bætir loftgæði
Jafnar hitastig
Tilboð
54.990 kr
(var 59.395 kr)
Listasafn Reykjanesbæjar hefur opnað yf irlits-sýningu á verkum Daða Guðbjörnssonar en hann hefur gefið safninu 400 graf ík verk. Sýningin
stendur til 29. nóvember.
Spurður af hverju hann hafi
ákveðið að gefa þessu listasafni svo
gríðarlega mörg verk segir Daði:
„Hugmyndin kviknaði í samtali um
sýningu á pólskri grafík sem haldin
var á síðasta ári í safninu, en Aðal-
steinn Ingólfsson var sýningarstjóri
hennar. Mér fannst mjög gaman
að skoða þá sýningu. Mér finnst
skemmtileg tilhugsun að hafa stórt
safn eftir mig af grafíkverkum á
sama stað, en ég hef alltaf verið
heillaður af grafík og lagt metnað
í að vinna hana. Á sýningunni eru
verk frá 1978 til 2020, það gefur að
líta nær allar tegundir prenttækni
grafíklistarinnar með ýmsum til-
brigðum.“
Daði hefur áður sýnt verk sín í
safninu. „Ég hélt einkasýningu í
safninu 2008 sem ég kallaði Dans
elementanna, og sýndi þar á sam-
sýningu með Gullpenslunum 2007.
Mér finnst sýningarsalurinn mjög
fallegur. Svo hefur fólk á þessu
svæði keypt mikið af verkum eftir
mig í gegnum árin."
Sýningastjóri er Aðalsteinn
Ingólfsson og skrifar hann einn-
ig í sýningarskrá meðal ann-
ars: „Fyrir blöndu tilviljana og
ásetnings hefur Listasafn Reykja-
ness á undanförnum misserum
eignast umtalsvert magn merki-
legra grafíkverka eftir íslenska og
erlenda listamenn. Þegar við bæt-
ast hundruð grafíkverka eftir Daða
Guðbjörnsson, er deginum ljósara
að Listasafn Reykjaness er skyndi-
lega orðið stærsta safn grafíklista-
verka á landinu. Þessi staðreynd
gerir safninu kleyft að marka sér
sérstöðu í samfélagi íslenskra safn-
astofnana, kjósi aðstandendur þess
að fara þá leið.“
Aðalsteinn segir að gjöfin sé ein-
stök sýnisbók grafíktækninnar.
„Þarna eru tréristur, dúkristur,
steinprent, koparætingar, sáld-
þrykk, einþrykk, offset þrykk og
blönduð verk, þar sem tvö eða þrjú
prentaf brigði eru saman komin.
Að ógleymdum handlituðum eða
yfirprentuðum þrykkjum í öllum
regnbogans litum. Uppáfinninga-
semi listamannsins virðast engin
takmörk sett. Er ljóst að þarna er að
finna hráefni bæði til sýninga og
margháttaðra kennslufræðilegra
tilrauna með nemendum í mynd-
mennt. Listasafn Reykjaness hefur
einmitt lagt sig fram um að vinna
með skólum í bæjarfélaginu.“
Gjöf sem er einstök sýnisbók grafíktækninnar
Daði Guðbjörnsson hefur gefið Listasafni Reykjanesbæjar 400 grafíkverk. Safnið hefur opnað yfirlitssýn-
ingu á verkum listamannsins. Sýningarstjórinn segir uppáfinningasemi Daða vera takmarkalausa.
Í safninu er yfirlitssýning á verkum Daða. MYND/LISTASAFN REYKJANESBÆJAR Ég hef alltaf verið heillaður af grafík, segir Daði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
ÞEGAR VIÐ BÆTAST
HUNDRUÐ GRAFÍK-
VERKA EFTIR DAÐA GUÐ-
BJÖRNSSON, ER DEGINUM
LJÓSARA AÐ LISTASAFN
REYKJANESS ER SKYNDILEGA
ORÐIÐ STÆRSTA SAFN GRAFÍK-
LISTAVERKA Á LANDINU.
Aðalsteinn Ingólfsson
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19Þ R I Ð J U D A G U R 2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0