Fréttablaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 6
Við ákváðum að
gera umboðslausn-
ina í appinu óvirka tíma-
bundið á meðan samtalið
við stofnanirnar fer fram.
Guðmundur H.
Björnsson,
sviðsstjóri staf-
rænnar þróunar
og markaðsmála
hjá Lyfju
Íslenska lögreglan hefur
ekki heimild til að sekta
Þorgrím Þráinsson en UEFA
gæti hins vegar gert það.
Smáforritinu er ætlað að
aðstoða aðstandendur
þeirra sem eiga erfitt með að
kaupa og fá afhent lyf.
Fáðu faglega aðstoð lyafræðings
Komdu eða pantaðu tíma í síma
517 5500 eða sendu póst á
lyfsalinn@lyfsalinn.is
Þekkirðu lyn þín?
GLÆSIBÆ
OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is
VESTURLANDSVEGI
OPIÐ 10:00-22:00 alla daga
Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is
URÐARHVARFI
OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is
og þér líður betur
www.lyfsalinn.is
HEILBRIGÐISMÁL Lyfja hefur óvirkj-
að hluta af smáforriti sínu í kjölfar
þess að Lyfjastofnun og Embætti
landlæknis hófu skoðun á því. Segir
sviðsstjóri hjá Lyfju að skoðunin
komi á óvart.
Líkt og Fréttablaðið hefur greint
frá er nú hægt að veita þriðja aðila
umboð til afhendingar lyfja í gegn-
um vefinn Heilsuveru og var appið
með virkni sem veitti sams konar
umboð.
Fram kemur í tilkynningu á vef
Landlæknis að tilefni skoðunar-
innar sé að þetta sé í fyrsta sinn sem
þjónustan sé veitt hér á landi. Þá er
vakin athygli á hluta skilmála smá-
forritsins, en þar segir að umboðin
sem bæði er hægt að veita og nálgast
í smáforritinu gildi aðeins í versl-
unum þess apóteks sem að baki því
stendur. Á vef embættisins er svo
bent á að umboð sem hægt er að
veita í sama tilgangi á heilsuvera.is
gildi hins vegar í öllum apótekum
landsins. Embættið vildi ekki tjá sig
frekar um athugunina.
Í svari við fyrirspurn um hvort
hægt sé að veita umboð með öðrum
hætti en í gegnum Heilsuveru segir
að sú lausn sé sú öruggasta. „Hins
vegar eiga apótek að taka við papp-
írsumboðum frá þeim sem ekki eru
með rafræn skilríki og ættu það að
vera undantekningartilfelli,“ segir í
svari Embættis landlæknis.
Guðmundur H. Björnsson, sviðs-
stjóri stafrænnar þróunar og mark-
aðsmála hjá Lyfju, segir að umboðs-
lausnin sé hugsuð til þess að hjálpa
aðstandendum þeirra sem eiga
erfitt með að kaupa og fá afhent lyf.
Eru þá lyfin keyrð heim.
„Umboðslausnin sem embættin
kynntu á dögunum og er að finna
á heilsuvera.is er góð en hún krefst
þess að fólk þurfi að fara í næsta
apótek til að ná í lyfin og það er ekki
alltaf á færi allra. Með Lyfju-app-
inu er þetta f lókna ferli einfaldað
til muna og okkur þótti mjög vænt
um að sjá Alzheimersamtökin fagna
þessari nýjung,“ segir Guðmundur.
„Við ákváðum að gera umboðs-
lausnina í appinu óvirka tíma-
bundið á meðan samtalið við
stofnanirnar fer fram, það gerum
við af virðingarskyni við Embætti
landlæknis og Lyfjastofnun en við
höfum átt í samskiptum við báðar
stofnanir vegna þróunar appsins
í rúmt ár, til þess að tryggja að allt
verði eins og best verður á kosið,
þessi tilkynning kemur okkur því
verulega á óvart.“ arib@frettabladid.is
Skoðun kemur Lyfju á óvart
Embætti landlæknis og Lyfjastofnun hafa tekið til skoðunar smáforrit Lyfju. Hluti þess hefur verið gerð-
ur óvirkur. Sviðsstjóri hjá Lyfju segir þetta koma á óvart þar sem samskipti voru við þróun smáforritsins.
Á vef Heilsuveru er hægt að veita þriðja aðila umboð til að kaupa lyf, sama virkni var í appi Lyfju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Íslenska lögreglan getur
ekki sektað Þorgrím Þráinsson,
starfsmann KSÍ, fyrir brot á sótt-
varnalögum heldur er það ákvörð-
un UEFA, samkvæmt svörum lög-
reglunnar.
Þorgrímur virti ekki tveggja
metra regluna og bar ekki grímu
þegar hann arkaði inn á leikvöllinn
eftir sigur á Rúmenum til að knúsa
mann og annan, meðal annars fyrir-
liða landsliðsins, Aron Einar Gunn-
arsson. Hann greindist svo með
COVID-19 og fóru tólf starfsmenn
í kjölfarið í sóttkví, meðal annars
landsliðsþjálfararnir. Þeir fengu þó
leyfi til að rjúfa sóttkví til að horfa
á leikinn gegn Belgum, sem Víðir
Reynisson yfirlögregluþjónn baðst
afsökunar á. Sagðist hafa farið langt
út fyrir valdsvið sitt og mun hann
ekki koma að f leiri ákvörðunum
um íþróttir.
Í svari lögreglunnar segir enn
fremur að reglur UEFA nái til leik-
manna og starfsmanna og gildi líka
eftir að leik er lokið, það er uns leik-
menn og starfsmenn hafa yfirgefið
völlinn og fara inn í vallarhúsið.
Brot á þeim reglum kunna að
varða sektum, sem UEFA beitir,
segir í svari lögreglunnar.
Lögreglan hafði þó ekki neina
yfirsýn yfir sótthólf KSÍ, hvorki á
téðum landsleik gegn Rúmenum í
umspilinu um að komast á Evrópu-
mótið né gegn Dönum og Belgum
í Þjóðadeildinni. „Þess má geta að
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði ekki yfirsýn yfir sótthólf
KSÍ, né þær undanþágur sem heil-
brigðisyfirvöld gáfu út fyrir þennan
landsleik eða aðra sem hér hafa
farið fram nýverið,“ segir í svörum
lögreglunnar við fyrirspurn Frétta-
blaðsins. – bb
UEFA getur
sektað Þorgrím
Þorgrímur knúsar Aron án grímu
en Þorgrímur keyrði leikmenn í
myndatöku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
COVID-19 Cross Fitstöðvarn ar Cross-
Fit Reykja vík og Grandi 101 og lík-
amsræktarstöðvar World Class hafa
síðustu daga auglýst að þær munu
opna stöðvar sínar í dag. Þannig
munu stöðvarnar bjóða upp á hópa-
tíma þar sem 19 manns geta mætt
og æft undir handleiðslu þjálfara.
Stöðvarnar segja fyllstu sóttvarna
verði gætt og búnaður hreinsaður
eins mikið og kostur er. Þá verði
tveggja metra reglan í hávegum
höfð. Þeir einstaklingar sem taka
þátt í líkamsræktartímunum mega
ekki láta búnað sem þeir nota á
æfingunum ganga á milli sín.
Þetta er innan rammans sem
fram kemur í reglugerð heilbrigðis-
ráðherra um íþróttir og heilsu rækt.
Þar kemur fram að þeir sem ætla að
sækja téða líkamsræktartíma þurfi
að vera skráðir í tímann fyrir fram.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir er ekki ánægður með opnun
líkamsræktarstöðvanna á þessari
stundu en hann sagði á upplýsinga-
funda almannavarna í gær að aðal-
uppspretta þriðju bylgju kór óna-
veiru f ar ald urs ins hér á landi væri
á lík ams rækt ar stöðvum. Hans vilji
væri að líkamsræktarstöðvar hefðu
áfram lokað næstu vikurnar. – hó
Líkamsræktin opnuð þrátt fyrir tilmæli Þórólfs
Líkamsræktarstöðvar verða opnaðar á nýjan leik í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð